Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2021, Page 41

Læknablaðið - 01.05.2021, Page 41
! Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi Auglýst er staða yfirlæknis heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi. Sérfræðimenntun í heimilislækningum er skilyrði ásamt staðgóðri reynslu af stjórnunarlegum verkefnum. Starfið er fjölbreytt og krefjandi. Vaktskylda fylgir starfinu. Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Góðrar íslenskukunnáttu er krafist. Leitað er að áhugasömum einstaklingi til að endurskipuleggja og þróa heilsugæsluþjónustu til framtíðar í samræmi við áherslur heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og starfsáætlun HVE. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum, sem ekki teljast uppfylla framangreindar kröfur. Umsóknarfrestur um starfið er til 15. maí 2021. Umsóknareyðublað er að finna á heimsíðu Embættis landlæknis (undir flipanum útgefið efni/ eyðublöð/læknisstaða-umsókn). Umsókn skal fylgja staðfest afrit af starfsleyfum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Umsóknir sendist Þóri Bergmundssyni framkvæmdastjóra lækninga, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Merkigerði 9, 300 Akranesi eða á netfangið thorir.bergmundsson@hve.is. Hann gefur jafnframt upplýsingar um starfið í síma 4321000 eða í tölvupósti. Þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar í Borganesi er víðfeðmt. Íbúar svæðisins eru um 3900. Á svæðinu starfa tveir háskólar. Þrjár stöður lækna eru á heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. Stöðin er vel mönnuð af hjúkrunarfræðingum. Þá starfa þar ljósmóðir, heilbrigðisgagnafræðingar og móttökuritarar. Sjúkraflutningamenn eru á bakvakt allan sólarhringinn. Ýmsir möguleikar á útivist eru í Borgarfirði svo sem stangveiði og fjöldi af gönguleiðum. Við Borgarnes er einn af bestu golfvöllum landsins. Áhugasamir eru velkomnir í heimsókn til að kynna sér aðstæður. VIRÐING-TRAUST-FAGMENNSKA ! Störf heilsugæslulækna á Snæfellsnesi Auglýst eru til umsóknar tvö störf heilsugæslulækna á vestanverðu Snæfellsnesi. Á svæðinu eru tvær mjög vel útbúnar heilsugæslustöðvar; í Ólafsvík og Grundarfirði. Sérfæðimenntun í heimilislækningum er skilyrði ásamt staðgóðri reynslu af stjórnunarlegum verkefnum. Vaktskylda fylgir báðum þessum störfum og stefnt er að nánu samstarfi heilsugæslustöðvanna með aukna teymisvinnu að leiðarljósi. Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Góðrar íslenskukunnáttu er krafist. Leitað er að áhugasömum einstaklingum til að endurskipuleggja og þróa heilsugæsluþjónustu til framtíðar í samræmi við áherslur heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og starfsáætlun HVE. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum, sem ekki teljast uppfylla framangreindar kröfur. Umsóknarfrestur um störfin er til 15. maí 2021. Umsóknareyðublað er að finna á heimsíðu Embættis landlæknis (undir flipanum útgefið efni/ eyðublöð/læknisstaða-umsókn). Umsóknum skal fylgja staðfest afrit af starfsleyfum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Umsóknir sendist Þóri Bergmundssyni framkvæmdastjóra lækninga, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Merkigerði 9, 300 Akranesi eða á netfangið thorir.bergmundsson@hve.is. Hann gefur jafnframt upplýsingar um starfið í síma 4321000 eða í tölvupósti. Á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar í Snæfellsbæ búa um 1670 manns og í Grundarfirði um 860. Auk lækna starfa á stöðvunum hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, heilbrigðisgagnafræðingar og móttökuritarar. Á báðum heilsugæslustöðvunum eru sjúkraflutningamenn á bakvakt allan sólarhringinn. Svæðið er fjölskylduvænt og áhugavert til útivistar enda margar náttúruperlur innan seilingar og aðeins er um 2,5 klst. akstur frá Reykjavík. Sjá nánari upplýsngar á vefsvæðum sveitarfélaganna. https://www.grundarfjordur.is/https://snb.is/ Áhugasamir eru velkomnir í heimsókn til að kynna sér aðstæður. VIRÐING-TRAUST-FAGMENNSKA

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.