Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2021, Síða 46

Læknablaðið - 01.05.2021, Síða 46
262 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 B R É F T I L B L A Ð S I N S Í 3. tölublaði Læknablaðsins í ár1 má finna áhugaverða umfjöllun frá Embætti land- læknis varðandi Lyfjagagnagrunn, reglu- gerð nr. 740/2020 og ávísanir lyfja með sambærilega verkun til sama einstaklings, en markmið með reglugerðinni er að auka öryggi og gæði lyfjameðferðar en einnig að stuðla að auknu hagræði í heilbrigðis- þjónustu. Samkvæmt pistlinum er algeng- ast að ávísun lyfja með sambærilega verk- un til sama einstaklings eigi við um flokk róandi lyfja og svefnlyfja og hefur fjöldi þeirra sem fá samhliða ávísað svefnlyfjum (Z-lyfjunum zópíklón, zolpídem) og róandi bensódíazepín-lyfjum (BDZ) lítið dregist saman síðan 2011. Notkun svefnlyfja er mikil og hefur farið vaxandi í hinum vestræna heimi síð- ustu áratugina, sem er verulegt áhyggju- efni vegna aukaverkana og hættu á ávana- myndun, og þegar borið er saman við hin Norðurlöndin má leiða að því líkur að svefnlyf séu ofnotuð á Íslandi.2 Í þessu samhengi væri áhugavert að sjá samantekt á sambærilegum upplýsingum byggðum á gögnum úr Lyfjagagnagrunni á notkunar- mynstri þeirra lyfja sem hafa slævandi og/ eða svefnbætandi áhrif og eru í ákveðnum tilfellum notuð í meðhöndlun á svefnleysi, jafnvel þó Lyfjaeftirlit hafi ekki sam- þykkt þessi lyf til notkunar við svefnleysi („off-label notkun“). Þau lyf sem algengast er að notuð séu með þessum hætti eru: A. þunglyndislyfið amitryptiline (Amitrip- tylin); B. geðrofslyfin quetiapín (Quetiap- in, Serpoqoquel) og olanzapinum (Olanz- apin, Zalasta, Zypadhera, Zyprexa); C. krampalyfin gabapentinum (Gabapentin, Gabapenstad, Neurontin) og pregabal- inum (Brieka, Lyrica, Pregabalin). Þessi lyf geta haft alvarlegar aukaverkanir og þau skyldi því fyrst og fremst nota í þeim Er hugsanlegt samhengi á milli samdráttar í notkun á bensódíazepín-skyldum lyfjum og aukningar í notkun melatóníns og „off-label notkun” quetiapíns? tilfellum þegar svefnleysi er fylgikvilli annarra sjúkdóma.3 Þegar gögn Lyfjastofnunar eru skoðuð yfir tímabilið frá 2016 og fram á mitt ár 2019 má sjá að notkun þeirra lyfja sem algengast er að séu notuð í meðferð við svefnleysi, lyfja í flokki BDZ-lyfja og Z-lyfja, var tiltölulega stöðug árin 2016 og 2017, en heldur dró úr notkun Z-lyfja árið 2018. Á sama tímabili varð hins vegar töluverð aukning í notkun lyfja sem innihalda melatónín, eða 27% (úr 538.395 í 682.509 skammta) og 11% aukn- ing í notkun á lyfjum sem innihalda virka efnið quetiapín (úr 2.586.877 í 2.870.254 skammta) (mynd 1). Þó melatónín sé ekki talið ávanabind- andi og aukaverkanir fátíðar er vert að velta þessari miklu aukningu í notkun yfir tveggja ára tímabil fyrir sér, þar sem fyrir- liggjandi vitneskja varðandi aukaverkanir er fyrst og fremst byggð á skammtíma rannsóknum og upplýsingar um langvar- andi áhrif liggja ekki fyrir. Ekki er mælt með að nota lyfið hjá börnum nema í undantekningartilfellum, þar sem þekkt er að langtímanotkun getur haft áhrif á kyn- þroska og frjósemi barna og ungmenna. Eftir miðjan aldur hefur melatónín-við- tökum í miðtaugakerfi fækkað verulega, jafnvel um meira en 50%, og getur virkni melatónín-lyfja í þeim aldurshóp því verið takmörkuð. Byggt á gögnum Lyfjagagna- grunns væri áhugavert að skoða hvort þessi aukna notkun melatóníns er bundin ákveðnum aldurshópum og einnig hvort lyfið er notað samhliða öðrum lyfjum með svefnbætandi áhrif. Quetiapín er ætlað til meðferðar á geðrofi og samkvæmt leiðbeiningum er ráðlagður dagsskammtur 300 mg eða hærri. Þegar gögn Lyfjastofnunar eru skoðuð kemur í ljós að langstærsti hluti þeirra skammta sem skrifaðir eru út af quetiapíni eru 100 mg eða lægri skammtar (mynd 2). Langmest var skrifað út af 25 mg skömmtum af lyfinu á Íslandi árið 2016, en til ársins 2019 dregst hlutfallslega saman notkun á þeirri skammtastærð (úr 74% í 59%) á meðan notkun á 50 mg skömmtum (úr 2% í 7%) og 100 mg skömtum (úr 17% í 25%) eykst. Þetta notk- unarmynstur endurspeglar hugsanlega sambærilega þróun og hefur átt sér stað í Noregi, þar sem meðaldagsskammtur af quetiapíni er einnig lægri en 100 mg og einungis 4% þeirra sem fá uppáskrift fyrir lyfinu eru í samræmi við samþykktar leiðbeiningar fyrir notkun lyfsins.4 Ekki er hægt að lesa úr gögnum Lyfjastofnunar hver ástæðan er fyrir ávísun lyfja sem innihalda quetiapín. En notkunarmynstur sem byggir á því að ávísa skammtastærð- um undir ráðlagðri skammtastærð vekur upp spurningar um það hvort læknar séu í auknum mæli farnir að ávísa lyfinu við meðferð á svefnleysi og einnig má velta fyrir sér hvort breytt notkunarmynstur tengist þolmyndun og að með langtíma- notkun þurfi aukna skammtastærð?5 Ávinningur af notkun quetiapíns í meðhöndlun á svefnleysi hefur lítið verið rannsakaður og ekki hefur verið sýnt fram á ávinning af notkun lyfsins, en aukaverkanir eru algengar jafnvel þó lyfið sé notað í lágum skömmtum. Algengustu aukaverkanir eru „hang-over-effect”, ávanamyndun og að sjúklingar eigi í erfiðleikum með að hætta noktun lyfs- ins jafnvel eftir notkun lágra skammta. Þekkt er að notkun lyfsins valdi hækkun á blóðfitum og þyngdaraukningu sem haft getur neikvæð áhrif á meðal annars hjarta- og æðakerfi og ýtt undir þróun Sóley María Bogadóttir mastersnemi í opinberri stjórnsýslu og hagfræði, University of Colorado soley.bogadottir@ucdenver.edu Sólveig Dóra Magnúsdóttir læknir, MyCardio LLC, Denver, Colorado solveig.magnusdottir@sleepimage.com

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.