Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 50
266 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 COVID-19 hefur kallað fram marga þanka hjá flestum ef ekki öllum. Ef horft er á vefsíðu Worldometer um fjölda COVID-til- fella1 sést að fjöldi látinna er kominn yfir þrjár milljónir vegna pestarinnar. Þetta gefur hins vegar ekki nema takmarkaða mynd því að þegar þetta er ritað eru 39 lönd þar sem fleiri en 1000 manns eru látnir af hverri milljón íbúa. Þetta er þrátt fyrir að flest þessara landa hafi gripið til margs konar aðgerða til að hefta útbreiðslu sóttarinnar. Víðast hvar hafa þessar aðgerðir verið harkalegar, með miklum lokunum, boðum og bönnum og takmarkað mjög samskipti og dregið úr vinnumöguleikum. Þessu hefur fylgt vaxandi atvinnuleysi um heiminn.2 Atvinnuleysi sem slíkt er ógn við heilsu með beinum hætti. Rosen og Stenbeck bentu í ágúst 2020 á að í Sví- þjóð mætti gera ráð fyrir því að ef fjöldi atvinnulausra mundi aukast um 100.000 mætti búast við 1800 andlátum fyrir tí- mann á næstu 9 árum á eftir, ef ástandið skánaði ekki. Fjögurra ára kreppa mundi þannig kalla á 800 ótímabær andlát þar í landi.3 Þá verða án vinnu ekki til verðmæti til þess að bæta líðan, heilsu og velferð. Í samfélagi þjóða eru millilandaviðskipti grundvöllur að sköpun verðmæta. Okkar verðmæti grundvallast á því að við nýtum verðmæti okkar. Grundvallarverðmæti er þó frelsið og mannréttindi, frelsi til að tjá okkur og vera ósammála eða sammála. Til þess þurfa staðreyndir að liggja fyrir og við að fá réttar upplýsingar þannig að hægt sé að taka ákvörðun, styðja ákvörðun eða vera henni ósammála. Í COVID-fárinu liggur fyrir að ef við grípum ekki til fullnægjandi aðgerða er hætt við að um 2700 á hverja milljón íbúa látist eins og gerst hefur í Tékklandi.1 Hvaða aðgerðir höfum við? Lokanir og samkomubönn, með öðrum orðum einangrun frá umheimi. Þetta hefur í grundvallaratriðum gengið upp í sumum löndum en með tilheyrandi tolli fyrir efnahagslíf þannig að slíkt gengur ekki til lengdar. Betri læknisþjónusta, fullkomnari gjörgæsla og önnur flókin læknisfræðileg úrræði eru einnig möguleg. Heilbrigð- iskerfin í heiminum eru víðast þegar fullsetin þannig að COVID var í eðli sínu yfirlögn á fulla deild og vegna efnahags- samdráttar er getan takmörkuð til að mæta þessu. Í raun er eina raunhæfa aðgerðin bólu- setning. Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið hvað duglegastir að bólusetja, en önnur lönd komið á eftir. Árangur virðist vera að skila sér í Bretlandi með fækkun tilfella og færri andlátum vegna pestar- innar og eru nú um 6 sinnum færri andlát á dag í Bretlandi en í Frakklandi. Á sama tíma nú í apríl 2021 eru áhyggjur af því að AstraZeneca-bóluefnið valdi alvarleg- um aukaverkunum. Í Bretlandi þar sem bóluefnið hefur verið langmest notað er auðveldast að skoða fylgikvilla þess. Þar hefur komið í ljós að um fjögur tilfelli alvarlegs blóðstorkuvanda á hverja milljón bólusettra og eitt andlát á hverja milljón bólusettra.4 Ávinningshlutfallið af bólu- setningu er því yfir 1000-falt miðað við þau 39 lönd sem vísað er í að ofan. Er það ekki siðferðislega ámælisvert í okkar vestrænu samfélögum að hika með bólusetningar í þessari stöðu? Beitum okk- ur fyrir því í samfélagi þjóðanna að bólu- efni verði nýtt án tafar. Þannig tryggjum við mannréttindi, atvinnu, verðmætasköp- um, líf og frelsi. L I P R I R P E N N A R COVID-19-siðferðið Kristinn Tómasson geð- og embættislæknir kristinn@laekning.is Höfundur greinar á COVID tímum. Heimilismynd Heimildir 1. worldometers.info/coronavirus/ - apríl 2021. 2. The World Bank. Unemployment, total (% of total labor force) (modeled ILO estimate) | Data (worldbank.org) - apríl 2021. 3. Rosen M, Stenbeck, M. Interventions to suppress the coronavirus pandemic will increase unemployment and lead to many premature deaths. Scand J Publ Health 2021; 49: 64-8. 4. Wise J. Covid-19: How AstraZeneca lost the vaccine PR war. BMJ 2021; 373: 921.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.