Lögmannablaðið - 2022, Page 6

Lögmannablaðið - 2022, Page 6
6 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 FRÁ RITSTJÓRN Í þessu tölublaði er að finna umfjöllun um efni málþinga nú á árinu um #Metoo og réttarkerfið og stöðu réttar- vörslukerfisins. Þótt allir séu sammála að uppræta þurfi það samfélagslega mein sem kynbundin áreitni eða kynferðislegt ofbeldi er er ágreiningur um það hverjar bestu leiðirnar til að ná því markmiði eru. Umfjöllun á þessum málþingum á það sameiginlegt að þolendur bera vantraust til réttarvörslukerfisins þegar kemur að úrlausn mála þeirra. Sigurður Tómas Magnússon, hæstaréttardómari, benti á að réttarvörslukerfið yrði að bregðast við upplifun þolenda um að kerfið hefði brugðist þeim, hefði ekki skilning eða litið væri á brotaþola sem vettvang glæps af auðmýkt. Það er sannarlega áhyggjuefni þegar upplifun aðila af dómstólum og réttarvörslukerfinu er sá að viðkomandi njóti ekki réttlátrar málsmeðferðar. Slíkt grefur undan trausti á þeim stoðum sem við byggjum frjálst lýðræðissamfélag á. Þetta vantraust er hins vegar ekki nýtt af nálinni. Úr störfum okkar sem lögmenn þekkjum við flest þegar skjólstæðingar okkar hafa verið beittir órétti og upplifa sig valdalausa. Þótt úrræði séu til staðar að lögum til þess að rétta hlut þess er varð fyrir órétti bætir það sjaldnast fyrir sálræn áhrifum þeirrar upplifunar þegar ekki er um miska að ræða. Sú lýsing og upplifun þolanda kynferðisbrots að staða hans í réttargæslukerfinu sé meira í ætt við að vera vettvangur afbrots og að þeir upplifi valdaleysi er alls ekki eins fjarri lagi og sumir vilja láta. Hvernig eiga brotaþolar, eða foreldrar barna eða aðstandendur þeirra sem er látinn, að skilja það öðruvísi þegar þeir mega ekki fylgjast með aðalmeðferð í sakamáli þar sem tekist er á um sekt eða sýknu sakbornings í máli þeirra? Það sama gildir um takmörkun á rétti brotaþola til að fá upplýsingar sem jafnframt er í andstöðu við þær meginreglur gilda um upplýsingar um mann sjálfan í fórum stjórnvalda. Með frumvarpi dómsmálaráðherra um að styrkja réttarstöðu brotaþola að þessu leyti er stigið mikilsvert skref til þess að auka aðkomu og réttindi brotaþola þ.m.t. til þess að fá upplýsingar um málsmeðferð og gögn máls og valið að hlýða á þinghald þótt það sé lokað almenningi. Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari, benti hins vegar á það að skoða þyrfti kerfið og lögin heildstætt í stað þess að gera breytingar á núverandi kerfi. Hún nefndi til dæmis að þær breytingar sem frumvarp dómsmálaráðherra legði til væru að stofni til samskonar breytingar og gerðar voru í Danmörku og Noregi árið 2008. Það má taka undir orð Kristínar um heildstæða endurskoðun á sakamálalögum. Við getum og þurfum að gera betur til þess að draga úr vantrausti brotaþola af réttarvörslukerfinu í heild sinni. ARI KARLSSON RITSTJÓRI Records Mála- og skjalakerfi Heldur öuga málaskrá - gott yrlit. Málaskrá, ‘Mín mál’ og tímamörk mála. Mitt One: Síðustu skjöl sem ég hef lesið, breytt eða skráð. 10 síðustu vistunarstaðir (mál) þar sem ég hef vistað skjöl. Öug leitarvél. - Leitar í innihaldi skjala, og viðhengjum. Vista Outlook tölvupósta inn á mál. Öug samhæng við Microsoft Oce, Word, Excel og Outlook. Hægt að ytja inn mörg skjöl í einni aðgerð inn á mál. Hægt að ytja öll skjöl úr einni möppu inn á mál með einni aðgerð. Hægt að fá iPad lesaðgang. (spjaldtölvulesaðgangur að kernu) OneHýsing: ISO vottað umhver. Dagleg afritunartaka gagna. ÖFLUGT mála- og skjalaker sem hentar vel fyrir LÖGMANNSSTOFUR Logos lögmenn, Patice lögmenn, Draupnir lögmenn, Jónatansson lögmenn Meðal viðskiptamanna: Drag’nDrop Draga og sleppa Draga tölvupóst yr í málakerð á rétt mál með einni aðgerð. Draga skjöl á sameiginlega drinu yr í málakerð með einni aðgerð. OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is One býður hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.