Lögmannablaðið - 2022, Page 16

Lögmannablaðið - 2022, Page 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 refsinga, sem dómsmálaráðherra hefði lagt fram á síðasta þingi væri ágætt svo langt sem það næði. Til dæmis væri gert ráð fyrir auknum aðgangi að gögnum en þó þyrfti það að vera skýrara að brotaþoli hefði lögmætra hagsmuna að gæta í málinu, hann gæti farið yfir gögn máls áður en ákvörðun væri tekin um afdrif þess og að brotaþoli hefði rétt til að sitja inni í lokuðu þinghaldi og gæti tekið þátt ef hann kysi svo. Frá sjónarhorni réttargæslumanna Lilja Margrét Olsen sagði að í kynferðisbrotum væri sönnunarstaða lakari en í öðrum málum, mál frekar felld niður eða sýknað í þeim. Hún taldi að réttarkerfið hefði brugðist og að lögin væru ekki til samræmis við siðferðisvitund samfélagsins í dag. Tryggja þyrfti að þessi mál væru í réttum farvegi en ekki í höndum dómstóls götunnar. Tími væri kominn á réttarbætur og úrræði t.d. varðandi málsmeðferðartíma, upplýsingagjöf til brotaþola og bótaréttinn og að ganga þyrfti mun lengra í breytingum laga til að tryggja rétt brotaþola fyrir dómi. Lilja taldi að hlutverk réttargæslumanna væri túlkað of þröngt í lögum þar sem kveðið væri á um að þeir ættu að vera viðstaddir skýrslutöku, þinghöld og legðu fram einkaréttarlega kröfu. Hlutverkið væri mun víðtækara enda hefði brotaþoli oft samband við réttargæslumann, sem yfirfæri t.a.m. gögn, áður en kært væri til lögreglu og réttargæslumenn þyrftu sögu brotaþola til að geta áætlað miska og metið afleiðingar á tjóni. Þá væri innbyggður vandi hvað varðar þóknun réttargæslumanna sem væri metin út frá umfangi þeirrar þjónustu sem brotaþoli átti að fá samkvæmt lögum, óháð því hvaða þjónustu brotaþoli í raun fékk. Dómstólar hefðu auk þess minnkað þóknun réttagæslumanna um allt að 50% en þótt að LMFÍ hafi beitt sér fyrir hækkun þóknunar en þetta væri ekki beinlínis hvati fyrir réttargæslumenn að auka við þjónustuna. Frá sjónarhorni ákæruvaldsins Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir sagði að frá sjónarhóli ákæranda væri hlutverk réttargæslumanna mjög mikilvægt og að skerpa mætti betur á hlutverki, réttindum og skyldum þeirra í lögum. Auk þess að taka ákvörðun um höfðun sakamáls, og flytja mál fyrir dómi, væri hlutverk ákæranda að tryggja í samvinnu við lögreglu að þeir sem fremja afbrot verði beittir lögmætum viðurlögum og vinna að því að hið sanna kæmi í ljós. Brotaþolar væru vitni í sakamáli og F.v. Hrannar Hafberg fundarstjóri, Hildur Fjóla Antonsdóttir, Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir og Lilja Margrét Olsen.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.