Lögmannablaðið - 2022, Qupperneq 20

Lögmannablaðið - 2022, Qupperneq 20
20 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 STAÐA RÉTTARVÖRSLU­ KERFISINS Í LJÓSI UMRÆÐU UM MEÐFERÐ KYNFERÐIS- BROTAMÁLA – SAMTAL UM LAUSNIR Stjórnandi málþingsins, Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari og formaður stjórnar dómstólasýslunnar sagði í upphafi að tímabært væri að lögfræðingar kæmu saman og legðu eitthvað til málanna í umræðu um kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi sem verið hefði mikil undanfarið: Hann tók ýmis dæmi úr umræðunni svo sem: „Skömmin er gerenda og réttarkerfisins sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisofbeldis og neitað að taka ábyrgð á þeim varanlega skaða sem það hefur valdið á kynslóðum kvenna sem treysta ekki kerfinu til að ná fram réttlæti ...Við kærum ekki því réttarkerfið segir okkur að þegja.“ Sigurður tók fleiri dæmi af umsögnum um ónýtt réttarkerfi, skort á þekkingu innan þess, gjá milli borgaranna og réttarvörslukerfisins og að þar væri eingöngu litið á brotaþola sem vettvang glæps. Að jafnaði væri gengið út frá því sem alkunnri staðreynd í umfjöllun um meðferð kynferðisbrotamála að réttarkerfið hefði brugðist brotaþolum. Við þeirri umfjöllun yrði réttarvörslukerfið að bregðast af auðmýkt. Nýtt frumvarp til bóta Fyrst kom til umræðu boðað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á ákvæðum um réttarstöðu brotaþola í lögum um meðferð sakamála. Meðal nýmæla er að brotaþolar fá ýmsar heimildir við meðferð mála sem aðilar hafa til þessa einir haft, t.a.m. aukinn aðgang að gögnum á rannsóknarstigi og þinghaldi sem haldið er fyrir luktum dyrum, heimild til að leggja fram sönnunargögn fyrir dómi og leggja milliliðalaust spurningar fyrir aðila og vitni svo og rétt brotaþola til að ávarpa dóm í lok aðalmeðferðar. Þá er lagt til að þegar sýknað er af ákæru og bótakröfu vísað frá, þá fái bótakrafan að fylgja máli til æðri réttar. Með frumvarpinu er einnig bætt réttarstaða fólks með fötlun við meðferð sakamáls.. Kolbrún sagði að réttindi brotaþola væru mun skýrari í frumvarpinu og Kristín benti á að reglurnar í frumvarps- drögunum væru nánast sambærilegar reglum sem voru teknar upp í Noregi og Danmörku á árinu 2008 varðandi brotaþola. Taldi hún þó að tryggja hefði mátt betur Hinn 18. mars 2022 héldu Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands, Dómarafélag Íslands og Ákærendafélag Íslands málþing um stöðu réttarvörslukerfisins í ljósi umræðunnar um meðferð kynferðisbrota. Tilefnið var m.a. gagnrýni sem fram hefur komið um meðferð kynferðisbrotamála og afdrif þeirra innan réttarvörslukerfisins. Í pallborðsumræðum tóku þátt Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn yfir kynferðisbrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Halldóra Þorsteinsdóttir dómari við Héraðsdóm Reykjaness, Kristín Benediktsdóttir dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður og Almar Þór Möller lögmaður.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.