Lögmannablaðið - 2022, Qupperneq 23

Lögmannablaðið - 2022, Qupperneq 23
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 23 HÖFUNDURINN ER ARNÞÓR GUNNARSSON SAGNFRÆÐINGUR EN HANN HEFUR ÁÐUR RITAÐ FJÖLDA BÓKA OG GREINA, Þ.M.T. SÖGU HAFNAR Í HORNAFIRÐI. HÆSTIRÉTTUR Í HUNDRAÐ ÁR – SAGA VAR NÝLEGA TILNEFND TIL VIÐURKENNINGAR HAGÞENKIS. Í UMSÖGN SEGIR AÐ AFMÆLISRITIÐ GRAFI UPP FORVITNILEGAR OG OFT ÓVÆNTAR HLIÐAR Á SÖGU ÆÐSTA DÓMSTÓLS SJÁLFSTÆÐS ÍSLANDS. EYRÚN INGADÓTTIR SPURÐI ARNÞÓR NÁNAR ÚT Í SÖGURITUNINA. ÓSKABARN HINS FULLVALDA RÍKIS EÐA PÓLITÍSKT BITBEIN? SAGA HÆSTARÉTTAR ER KOMIN ÚT: Út er komin saga Hæstaréttar. Ef einhver heldur að þar sé á ferðinni leiðinleg eða þunglamaleg lesning þá er það hinn mesti misskilningur. Frekar er hægt að tala um spennandi sögu sem speglar hið pólitíska landslag þessa öld sem Hæstiréttur hefur starfað. Þar koma stjórnmálaskörungar 20. aldar við sögu, s.s. Jónas frá Hriflu sem vildi leggja Hæstarétt niður og Vilmundur Gylfason sem sagði að Hæstiréttur væri varðhundur kerfisins en ekki vörn fólksins. Sagan er mikilvægt framlag til sögu Íslands eftir að landið öðlaðist fullveldi árið 1918 þar sem dómsvaldinu er gefinn sérstakur gaumur en áherslan hefur oftast verið á löggjafar- og framkvæmdavaldið.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.