Lögmannablaðið - 2022, Side 32
32 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22
HIN GRÝTTA LEIÐ TIL ÖFLUNAR
MÁLFLUTNINGS RÉTTINDA FYRIR HÉRAÐSDÓMSTÓLUM
Nú stendur yfir námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum í 38. skiptið frá því núgildandi
fyrirkomulag var tekið upp með lögum um lögmenn nr. 77/1998. Fyrsta réttindanámskeiðið var haldið árið 2000
og lengi framan af var haldið eitt námskeið árlega. Með tilkomu fleiri háskóla sem útskrifuðu nemendur með
fullnaðarpróf í lögfræði var ákveðið að halda tvö námskeið árið 2007 og hefur sú tilhögun haldist óbreytt síðan.
Fjöldi skráðra þátttakenda á hdl. námskeiði frá árinu 2000 til 2021. Hlutfall þeirra sem lokið hafa réttindanámskeiðnu með fullnægjandi
hætti eftir kynjum árin 20002021.
Heildarfjöldi þátttakenda sem lokið hafa prófraun, að
meðtöldum þeim þreytt hafa einstök próf að nýju, hefur
verið nokkuð breytilegur milli ára, eða allt frá 24 árið 2005
upp í 86 þátttakendur árin 2010 og 2014.
Á þeim námskeiðum sem haldin hafa verið frá árinu 2000
til loka árs 2021, hefur 1.351 þátttakandi verið skráður,
717 karlar (53,1%) og 634 konur (46,9%). Þrátt fyrir að
kynjahlutfall þátttakenda sé tiltölulega jafnt á námskeiðunum
(ef við höldum okkur aðeins við tvö kyn) hefur fjöldi karla
að jafnaði verið meiri. Þannig hafa karlar 24 sinnum verið
í meirihluta og konur 12 sinnum en á einu námskeiði var
hlutfall kynjanna jafnt. Kynjahlutfallið er út af fyrir sig
sjálfstætt rannsóknarverkefni í ljósi þeirrar staðreyndar
að konur hafa um árabil verið í meiri hluta þeirra sem
lokið hafa námi í lögfræði hér á landi. Sú spurning hlýtur
einnig að vakna hvers vegna kynjahlutfall félagsmanna í
Lögmannafélaginu hefur haldist nánast óbreytt síðustu 10 ár?
Rúmlega helmingur náð fullnægjandi árangri í fyrstu tilraun
Af þeim 1.351 þátttakanda sem skráður hefur verið á
réttindanámskeiðið hafa aðeins 727 náð fullnægjandi árangi í
fyrstu tilraun. Það svarar til 53,8% og skiptist upp í 400 karla,
eða 55%, og 327 konur, eða 45%. Hinir 624, eða 46,2%,
þátttakenda hafa ýmist þurft að reyna að nýju, og það jafnvel
oftar en einu sinni, eða hafa látið kyrrt liggja og hætt við
réttindaöflunina. Af þessu má glöggt sjá að það getur reynst
lögfræðingum töluverð hindrun að öðlast grunnréttindi til
málflutnings enda ríkar kröfur gerðar til þekkingar þeirra.
Hlutfall þeirra sem lokið hafa réttinda námskeiðnu með
fullnægjandi hætti eftir kynjum árin 2000-2021.
Sé hins vegar skoðaður heildarfjöldi þeirra sem náð hafa
tilskyldum árangri frá árinu 2000, þ.e. að meðtöldum
þeim sem þurft hafa fleiri en eina atrenu að prófrauninni,
hafa 1.185 lokið prófi en það svarar til 87,7% af heildar-
fjölda þátttakenda. Af þeim eru 646 karlar, eða 54,5%
og 539 konur, eða 45,5%. Sé þessi niðurstaða skoðuð í
ljósi samsetningar þátttakenda í heild, verður ekki séð að
afgerandi munur sé á frammistöðu eftir kyni.
Framangreindar tölur þýða jafnframt að 12,3% þeirra sem
þreytt hafa próf raunina hafa helst úr lestinni en þessi tala
er þó með þeim fyrirvara að ein hverjir kunni enn að eiga
möguleika á ljúka einstökum prófum, en samkvæmt reglu-
gerð þurfa þátttakendur að ljúka fyrri hluta bóklega hluta
námsins innan tveggja ára frá því þeir voru fyrst skráðir og
síðari hluta hans innan árs frá því fyrri hluta lauk en forsenda
þess að geta skráð sig á síðari hluta bóklega hlutans er að
hafa lokið öllum prófum í fyrri hluta með fullnægjandi hætti.
Ingimar Ingason