Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 2022, Side 8

Sjómannadagsblaðið - 2022, Side 8
8 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 afleiðingar. Að sama skapi getur lítið sjálfstraust og ofuráhersla á að halda í hefðir haft margvísleg eftirmál, sem oft birtist í hroka eða „besserwisseratöktum“ að sögn Einars. „Margt af því sem við nefnum í 12 hnútum er ekki endilega þættir sem menn tengja beint við slysahættu. Tökum hreinlæti sem dæmi. Sjó- menn ættu þannig að spyrja sig: „Er allt í drasli um borð í bátnum? Erum við að flækjast í rusli sem á heima á afmörkuðum stað eða þurf- um við að klofa yfir eitthvað til að komast í björgunarbátinn?“ Við hjá Samgöngustofu höfum séð myndir úr bátum þar sem það er raunveru- lega staðan og hætta hefur skapast. Hreinlæti er því ekki bara einhver pempíuskapur, þetta er mikilvægt öryggisatriði.“ Fyrirmynd úr fluginu 12 hnútar sækja innblástur í sam- bærilegt átak Samgöngustofu fyrir fólk í flugrekstri sem kynnt var fyrir nokkrum árum. Átakið bar nafnið „The Dirty Dozen“, þar sem einnig var litið á tólf þætti í mannlegri hegðun sem leitt geta til slysa – og eiga það til að leiða til slysa. Þar var um að ræða þætti eins og þreytu eða íþyngjandi kröfur frá yfirmönnum, rétt eins og í 12 hnútum. „Við hugsuðum með okkur að við hlytum að geta gert þetta fyrir sjómennskuna líka, þrátt fyrir að hún sé annars konar heimur og öðruvísi uppbyggður. Það að vera í áhöfn flugvélar í fjóra klukkutíma er ekki eins og að vera í marga daga á túr. Þá er viðhald tækjabúnaðarins jafnframt ólíkt,“ segir Einar. Þrátt fyrir það geti sömu mannlegu þættirnir leitt til slysa í lofti og á legi, enda starfi manneskjur á báðum sviðum. The Dirty Dozen, sem unnið var með aðkomu sérfræðinga í fluggeiranum, fór á mikið flug að sögn Einars. Þannig vakti átakið svo mikla athygli í flugbransanum að flugvélaframleiðandinn Airbus nýtir það nú í forvarnafræðslu sinni. Flugfélagið Lufthansa gerir slíkt hið sama og EASA, evrópska flugöryggisstofnunin, hefur deilt „The Dirty Dozen“ í aðildarlöndum sínum. Vonir Einars standa því til að 12 hnútar muni vekja viðlíka athygli en ekki síst að verkefnið skili árangri og fækki slysum. Draumurinn að enginn brjóti nögl Fyrstu upplýsingaspjöld 12 hnúta hafa þegar litið dagsins ljós. Þau eru gefin út rafrænt og henta vel til margs konar dreifingar. Þannig má auðveldlega prenta þau út, nýta sem skjáhvílu eða deila þeim á samfélagsmiðlum. Spjöldun- um hefur verið dreift til nokkur hundruð aðila að sögn Einars, þar á meðal aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka ferðaþjónustunnar og annarra haghafa í greininni. Þá stendur jafnframt til að gefa út dagatal með spjöldunum þegar fram líða stundir. Sem fyrr segir má nálgast spjöldin með einföldum hætti á heimasíðu Samgöngustofu eða með því að leita að „12 hnútar“ í leitarvélum internetsins. Vinnan við spjöldin hófst í fyrra þegar Samgöngustofa settist niður með hinum ýmsu sérfræðingum í öryggismálum og sjómennsku, meðal annarra fulltrúum Lands- bjargar og Slysavarnaskóla sjó- manna. Einar segir að vinnan hafi verið yfirgripsmikil og vönduð, enda málefnið mikilvægt. Ótal hugmyndir hafi kviknað en að endingu hafi þeim verið fækkað niður í 12 handhæg auglýsinga- spjöld. „Þau hefðu getað orðið miklu fleiri,“ segir Einar og hlær. Spurður hver draumaniðurstað- an af átakinu sé segir Einar kím- inn: „Að menn, í mesta lagi, brjóti á sér nögl við störf sín. Með öðrum orðum: Að það verði helst engin atvik til að skrásetja.“ Einar segir að sjómenn og at- vinnugreinin öll eigi mikinn heið- ur skilinn fyrir frábæran árangur í öryggismálum á undanförnum árum. „Sá árangur er að hluta til hugarfarslegur. Fræðsla og þjálfunarkröfur sem gerðar eru til sjómanna fela nú í sér víðtækara öryggisviðhorf en áður, þetta er ekki bara spurning um að passa í einhvern björgunargalla eða vera með hjálm. Þetta snýr í auknum máli að félagslegum þáttum um borð, t.d. að standa vörð um ör- yggi sitt og félaga sinna. Þú vilt geta treyst á næsta mann, að hann stígi inn ef hætta steðjar að þér, og hann vill sömuleiðis að þú aðstoð- ir hann,“ segir Einar. „Félagslegi þátturinn er nefni- lega vanmetið öryggisatriði sem er nauðsynlegt að ala stöðugt á. 12 hnútar verða vonandi liður í því.“ – sój Fyrsta upplýsingaspjaldið var birt í janúar. Þar er sjónum beint að hagnýtum öryggisatriðum. í febrúar var áhersla lögð á að temja sér öguð vinnubrögð og að hafa vaðið fyrir neðan sig. upplýsingaspjald marsmánaðar undirstrikar mikilvægi þess að þekkja eigin takmörk og annarra.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.