Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 2022, Side 12

Sjómannadagsblaðið - 2022, Side 12
12 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 þannig að það eru alltaf dálitlir útúrsnúningar í þessu.“ Kjör sitt í formannsembætti LÍÚ á þriggja daga aðalfundi samtak- anna sem haldinn var í Vest- mannaeyjum síðla árs 1970 segir Kristján hafa verið afar óvænt. „Á þessum tíma var búið að titla mig erindreka, því ég ferðaðist mikið um landið og heimsótti útgerðar- menn og var í góðu sambandi við þá.“ Samkoman var svo fjölmenn að samtökin fengu lánaða verbúð undir gestina og bætir Kristján við að þar hafi allt verið til fyrir- myndar, ólíkt því sem ætla mætti um verbúðir af samnefndum sjónvarpsþáttunum. Á fundin- um hafi svo komið upp deilur um formannsembættið þegar ráðandi menn í samtökunum, þeirra á meðal Sverrir Júlíusson fráfarandi formaður, Sveinn Benediktsson og Loftur Bjarnason, voru búnir að koma sér saman um að gera Þorstein Gíslason, sem var skóla- stjóri í Sjómannaskólanum, að formanni. „En það fer eitthvað illa í menn að gera Þorstein að for- manni.“ Þá hafi hans nafn borið á góma, en það hafi ekkert verið rætt áður. „Þegar Björn Guðmundsson, útgerðarmaður í Eyjum, finnur að ekki er fylgi við Þorstein ákveður hann að bjóða sig fram. Ég segi að ég fari aldrei á móti honum, sé heimagangur hjá þeim hjónum og hann einstakur vinur minn. Þetta komi ekki til greina. Þá leggjast þeir á Björn og fá hann til að draga sig til baka og úr verður að ég er kosinn formaður sjöunda nóvem- ber, byltingardaginn, 1970.“ Svo lauk fundi og Kristján hélt heim að segja eiginkonunni tíðindin, að hann væri orðinn formaður. „Strákurinn á skrifstofunni eins og sagt er.“ Kristján var þarna 32 ára. Styrk sinn í starfi segir Krist- ján hafa verið að hafa þekkt alla útgerðarmenn í kringum landið. „Ég var búinn að fara og heim- sækja alla einhvern tímann og mæta á fundi hjá útvegsmanna- félögum Vestfjarða, Austfjarða, Norðurlands, Vestmannaeyja og Suðurnesja. Ég var búinn að koma á alla þessa fundi þannig að menn vissu hver ég var.“ Hann neitar því þó ekki að verkefnið hafi ver- ið ærið, enda útgerðarmenn síst meiri lömb þá en nú og svo hafi hópurinn verið mun stærri. Fékk aldrei mótframboð En þótt átök væru og umbrota- tímar var greinilega mikil sátt um Kristján í starfi formanns, en til marks um það er að í öll þau ár sem hann gegndi formennsku fékk hann aldrei mótframboð. Einu sinni var mótframboð þó orð- að við hann. „Þetta var fyrir alda- mótin, líklega nálægt 1995, þegar við vorum niðri í Hafnarhvoli, áður en við fluttum í Hús atvinnu- lífsins,“ rifjar hann upp. „Ég hafði alltaf opnar dyrnar hjá mér, nema það væru gestir, og svo var allt í einu maður kominn inn og sestur á móti mér við skrifborðið. Hann segir: Ég er kominn hérna Kristján til að tilkynna þér að ég ætla að bjóða mig fram gegn þér.“ Þarna var kominn ungur útgerðarmaður, Guðmundur Kristjánsson sem átti eftir að láta meira að sér kveða og er núna kenndur við Brim. Krist- ján hugsaði sig um augnablik og svaraði svo að það þætti honum ánægjulegt, því hann hafi verið sjálfkjörinn öll þessi ár og aldrei vitað raunverulega hvað hann ætti sterkt bakland. „Þú gerir mér mik- inn greiða með þessu, Guðmund- ur. Þakka þér bara kærlega fyrir að koma og segja mér frá þessu. Núna veit ég hvar ég stend eftir að búið verður að kjósa á milli okkar. Hann fór út, lokaði dyrunum og ég heyrði aldrei af þessu aftur,“ segir Kristján og hlær, en bætir um leið við að þeir Guðmundur hafi alla tíð verið góðir vinir og unnið vel saman. „Ég þekkti pabba hans, Kristján Guðmundsson, útgerðar- mann á Rifi.“ Í vetur kviknaði á ný umræða um tilurð kvótakerfisins, ekki síst fyrir tilstilli sjónvarpsþáttar- aðarinnar Verbúðarinnar. „Já, ég fylgdist með þessum þáttum,“ seg- ir Kristján og bætir við að sér hafi að mörgu leyti þótt þeir vel gerðir og sagan þannig upp sett að hvatti til áhorfs. „En mér fannst efnið samt aldrei koma til skila upphafi kvótakerfisins, breytingunum sem voru gerðar og ástæðunum sem lágu að baki.“ Tilurð og inn- leiðingu kvótakerfisins segir hann hafa verið mikla lífsreynslu og rekur upphafið til aðalfundar LÍÚ á Akureyri 1983. Snerist hugur í Kanada „Um haustið kom út þessi svarta skýrsla um að aflinn verði tekinn niður í 200 þúsund tonn. Þá kemur til umræðu, sérstaklega meðal Austfirðinganna, hvort rétt sé að stjórna veiðunum með kvótakerfi.“ Þessu segist hann hafa lagst eindregið gegn, því það væri svo mikil frelsissvipting. „Menn hefðu hingað til gengið frjálsir til veiða og fráleitt væri að setja einhverjar slíkar hömlur.“ Kristjáni snerist hins vegar hugur í ferð til Kanada og Nýfundnalands sem vinur hans Magnús Gústafsson, þá forstjóri Hampiðjunnar, bauð honum að vera með í. Þar í landi voru miklar ráðagerðir um leiðir til að ná upp afla þarlendra í milljón tonn. Krist- ján og Magnús fóru vítt og breitt og hittu forstjóra. „Og ég kem aftur heim uppfullur af því að ég verði að skipta um skoðun. Fyrirséð var að með óbreyttri stýringu yrðum við að leggja öðru hverju skipi.“ Heima bjó Kristján svo um hnúta að hann gæti sótt Fiskiþing sem fulltrúi Reykjavíkurfélagsins og kynnti hugmyndir sínar. „Þar er samþykkt að kanna til hlítar að setja kvóta á hvert skip og stýra veiðunum þannig.“ Kristján fór svo, ásamt Hilmari Bjarnasyni á Eskifirði og Eyjólfi Ísfeld Eyjólfs- syni, forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, á fund Hall- dórs Ásgrímssonar, sem þá var nýtekinn við sem sjávarútvegsráð- herra, til að kynna honum hug- myndirnar. „Hann tekur okkur nú ekki vel í fyrstu en fer svo að hugsa málið og hefur samband við mig og fer að hugleiða hvernig þetta gæti verið innleitt.“ Þarna er komið fram í desemberbyrjun 1983 og ljóst að Alþingi þyrfti að klára málið fyrir áramót ef innleiða ætti breytingarnar fyrir árið 1984. „Halldór setti upp samráðsnefnd sem Jón Sigurðsson, þá forstjóri Þjóðhagsstofnunar, fór fyrir og mér fannst mjög gott að vinna með alla tíð, en að nefndinni áttu líka aðild sjómannasamtökin, fisk- vinnslan og LÍÚ.“ Síðan var breytingin samþykkt á Alþingi með góðum meirihluta, en til eins árs. „Það var nú það sem menn keyptu, að þetta væri tilraun í eitt ár.“ Kristján segir andstöðuna hafa verið mesta hjá Alþýðubandalaginu, en flestum hafi verið ljóst að þetta gæti ekki gerst öðruvísi. „Gerð var sátt um val á milli sóknardaga og kvóta á skip, en þó takmarkað við að enginn mætti veiða meira en 70 prósent af því sem hann hefði veitt áður. Svo var opið með grálúðuna, þar sem Vestfirðingar héldu sig við sóknarmark því þeir voru búnir að byggja upp mjög góða reynslu í veiðum á henni. En með það að kerfið opnaðist fóru aðrar útgerð- ir að stórauka sínar veiðar, sem þýddi að kvóti Vestfirðinganna minnkaði ár frá ári.“ Kristján var 32 ára þegar hann var nokkuð óvænt og með afar skömmum aðdraganda kosinn formaður Líú á aðalfundi samtakanna í Vestmannaeyjum árið 1970. Í breiðafirði sögðu menn að þeir ættu að fá meiru úthlutað af því að þessi ár hefði sjórinn verið óvenjukaldur og þess vegna fiskast minna. Og svona voru viðbárurnar allt í kringum landið, allir með einhverjar sérstakar skýringar á sínum högum. Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.