Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 2022, Page 14

Sjómannadagsblaðið - 2022, Page 14
14 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 Allir vildu meiri kvóta Kristján tók sæti í svonefndri „þriggja manna nefnd“ sem fulltrúi LÍÚ, en auk hans voru í henni Stef- án Þórarinsson frá sjávarútvegs- ráðuneytinu og Helgi Laxdal sem fulltrúi sjómanna. „Við settumst yfir það í lok desember og byrjun janúar að úthluta kvóta á hvert skip,“ segir hann og bætir við að sér hafi þótt athyglisvert að ekki urðu ein einustu málaferli út af úthlutun- inni. „En það var náttúrlega vegna þess að þetta var til eins árs, og til reynslu. Þannig að okkur tókst að úthluta þessum heimildum.“ Út- gerðarmenn reyndu engu að síður að hafa áhrif á úthlutunina, en miðað var við veiðireynslu undan- genginna þriggja ára. „Í Breiða- firði sögðu menn að þeir ættu að fá meiru úthlutað af því að þessi ár hefði sjórinn verið óvenjukaldur og þess vegna fiskast minna. Og svona voru viðbárurnar allt í kringum landið, allir með einhverjar sér- stakar skýringar á sínum högum.“ Kristján segir merkilegt að þegar kom fram á árið 1989 og þeir hafi eindregið lagt til að sóknar- kerfið yrði aflagt hafi það gengið svo algjörlega í gegnum samtök- in að engin andstaða var við það. „Mönnum var alveg orðið ljóst að sóknardagakerfið var orðið, ef svo má segja, klámhögg í kerfinu. Það gat ekki gengið áfram því það leiddi bara til áframhaldandi ofveiði.“ Í framhaldi af því kom svo upp að leyft yrði frjálst framsal. „Það var nú svo merkilegt að þá var vinstristjórn með Steingrím Her- mannsson í forsæti, sem átti eftir að segja í endurminningum sínum að Halldór hafi ekkert hlustað á sig og farið í einu og öllu eftir því sem útgerðarmenn hefðu krafist. En frjálsa framsalið var náttúrlega lyk- illinn að hagræðingunni. Allt gekk þetta eftir og hefur náttúrlega gjör- breytt allri stöðu sjávarútvegsins. Í staðinn fyrir öll þessi opinberu afskipti sem voru og var hægt að afnema með frjálsa framsalinu.“ Mikil og jákvæð hliðaráhrif Kristján viðurkennir um leið að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu hratt breytingarnar myndu eiga sér stað. „Fljótlega var farið að úrelda skip í stórum stíl, fækka skipum og sameina heim- ildir.“ Einu mistökin segir hann hafa verið að setja ekki strax kvóta á skip undir 10 tonnum. „Þar með var opið gat fyrir smábátana til þess að stórauka sínar veiðar, en svo varð bara mikið um að þessir bátar væru keyptir upp og fækkaði fljótlega um helming í smábáta- flotanum. Svo hefur þetta magnast upp aftur núna með strandveiðun- um.“ Um leið segir Kristján það ekki skyggja á árangurinn að breytingarnar hafi gengið hraðar en fyrirséð var. Svo séu innbyggð- ar takmarkanir, sem hann hafi alla tíð talað fyrir, til að koma í veg fyrir meiri samþjöppun. Fyrir utan karfa, þar sem einstök útgerð má hafa 35 prósenta hlut, er línan dregin við 12 prósenta yfirráð í einstökum tegundum. Kvótakerfið segir Kristján hafa haft í för með sér mikil og jákvæð hliðaráhrif, bæði á sjósóknina sjálfa, öryggismál og umgengni við aflann, og svo á þróun veiðar- færa, nýtingu aflans og fleiri þætti. „Til dæmis hefur þetta leitt til vel- gengni íslensks iðnaðar sem hefur með sjávarútveginum þróað alla þessa tækni sem í dag er orðin stór útflutningsvara.“ Kristjáni þykir þó skyggja á að Sjálfstæðisflokkurinn, sem var í stjórnarandstöðu þegar framsalinu var komið á, skyldi greiða atkvæði á móti því. „Ég átti nú sérstaka vini þar, meðal annars Þorstein Páls- son, formanninn sem þá var. En Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkur og Framsókn settu frjálsa framsal- ið á, sem var náttúrlega mikil gæfa.“ Hann segir merkilegt til þess að hugsa að allan þennan tíma frá því kvótakerfið var tekið upp, nærri 40 ár, hafi verið um málið pólitískar deilur. „En kerfið stendur nánast óbreytt frá því að frjálsa framsalinu var komið á.“ Draumórar að ná allsherjarsátt En sér Kristján fyrir sér að hægt verði að koma hlutum þannig fyrir að sátt náist um kerfið? „Ég segi alltaf að það séu draumórar að ætla að ná einhverri allsherj- arsátt um þessa hluti. Fyrst og fremst verður að láta skynsemina ráða um hvernig til hefur tekist, hverju breytingarnar hafa skilað og hvernig staða greinarinnar er í dag miðað við að ekki hefði verið gripið til þessara ráðstafana allra. Það eru alltaf einhverjar sérskoð- anir og menn tileinka sér það því miður í pólitíkinni að vera með ábyrgðarlaust tal og einhver fyrirheit sem ekki standast neina skoðun,“ segir hann. Ljóst sé að alltaf verði matsatriði hvað teljist sanngjarnt gjald fyrir aðganginn að auðlindinni. „Þetta er eilíft þrætumál.“ Hugmyndir sem fram hafi kom- ið um breytingar á kerfinu, svo sem með innköllun og uppboði á heimildum, telur Kristján lítt mótaðar. „Hvernig á að reka fyr- irtæki í samkeppni þar sem fiskur fer á markað, einn kaupir svona mikið þennan daginn eða hinn og þar með situr annar uppi allslaus með sitt fólk á launum og hefur ekkert að starfa?“ Þegar bent er á þetta segir hann talsmenn slíkra breytinga strax hverfa frá megin- reglunni um uppboð og tala um að takmarka það við landshluta og stýra innan svæða. „Og hvað hefur það þá upp á sig að þetta sé eitthvað uppboð? Þetta stenst enga skoðun.“ – óká Það eru alltaf einhverjar sérskoðanir og menn tileinka sér það því miður í pólitíkinni að vera með ábyrgðarlaust tal og einhver fyrirheit sem ekki standast neina skoðun.“ Kristján hefur síðustu ár verið búsettur í eigin íbúð í mörkinni í reykjavík og lætur vel af umhverfi og aðbúnaði. Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is BRAVILOR THA Frábær uppáhellingarvél með vatnstanki eða vatnstengi CONVOTHERM 4 EASYDIAL Vandaðir ofnar fyrir stóreldhús Þægilegt viðmót - til í mismunandi stærðum WEXIÖDISK Vandaðar og öflugar uppþvottavélar fyrir þá sem vilja það besta VIÐURKENNDAR OG VANDAÐAR HEILDARLAUSNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR Fastus býður upp á vandaðar heildarlausnir frá virtum og viðurkenndum framleiðendum fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði og þvottahús. Sérfræðingar Fastus búa yfir 20 ára reynslu í skipulagningu og samsetningu á stóreldhúsum.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.