Sjómannadagsblaðið - 2022, Page 16
16 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2
Ö ll er þessi saga æsileg,
flókin og marghliða en
grunnurinn, meginþráður-
inn, er sá að við Íslendingar vild-
um skiljanlega tryggja full yfirráð
okkar yfir auðlindum hafsins um-
hverfis Ísland en Bretar voru ekki
á þeim buxunum að samþykkja
það og ekki heldur Vestur-Þjóð-
verjar, sem sóttu hér líka á þessi
mið. Einhvers konar átök voru því
nánast óumflýjanleg,“ segir Guðni
Th. Jóhannesson um væntanlega
bók sína sem kemur út 1. septem-
ber næstkomandi, í tilefni af því að
þá eru 50 ár liðin frá því að lögsaga
Íslands var færð í 50 mílur.
Ritun bókarinnar á sér nokkurn
aðdraganda. „Þegar ég var í dokt-
orsnámi á Englandi undir lok
síðustu aldar og í byrjun þessarar
tókust samningar við ritnefnd um
sögu landhelgismálsins um að ég
skrifaði þá sögu með tíð og tíma,“
segir Guðni. „Árið 2006 setti ég
saman lítið rit, Þorskastríðin þrjú,
og svo var alltaf hugmyndin að ég
segði þessa sögu í ítarlegra máli.“
Skriður komst á söguritunina
árið 2013 þegar Guðni fékk stöðu
við Háskóla Íslands og var hann
í miðjum klíðum við verkið þegar
örlögin tóku í taumana árið 2016
og hann varð að leggja til hliðar öll
bókaskrif, enda kominn í hlutverk
þjóðhöfðingja. „En í heimsfaraldr-
inum fann ég stund milli stríða og
tók upp þráðinn og út er að koma
hjá Sögufélagi bók mín um sögu
landhelgismálsins frá árinu 1961,
þegar átökunum um útfærslu
landhelginnar í 12 mílur lauk, og til
1971 þegar ný ríkisstjórn komst til
valda á Íslandi og lýsti því yfir að
fiskveiðilögsagan yrði færð út í 50
sjómílur, 1. september 1972.“
Um leið áréttar Guðni að hann
hafi vitanlega haft nægu að sinna
í heimsfaraldrinum, líkt og öllum
stundum í embætti forseta, en um
leið hafi honum verið hollt að finna
stund hér og þar til að hverfa frá
ys og þys samtímans og sökkva sér
ofan í fyrri hugðarefni. „Það veitti
ákveðna sálarró sem ég kunni afar
vel að meta. Ég er viss um að fólk
í ábyrgðar- og áhrifastöðum hefur
gott af því að hverfa um stund frá
amstri dagsins, hvort sem það er
til að skella sér á skíði, leika á gítar
eða skrifa bók um þorskastríðin,“
segir hann kankvís.
Fetar gullinn meðalveg
Bókin fjallar um aðdraganda
útfærslunnar í 50 sjómílur þegar
annað þorskastríðið hófst. Guðni
segir Breta þá reyndar ekki strax
hafa sent verndarskip á miðin og
raunar vonað í lengstu lög að þess
þyrfti ekki. „En raunin varð sú að
átök blossuðu upp á miðunum og
þessum átökum lauk ekki fyrr en
haustið 1973 þegar gert var bráða-
birgðasamkomulag um réttindi
Breta innan 50 mílnanna.“
Guðni segir að við ritun bók-
arinnar hafi hann leitast við að
feta hinn gullna meðalveg sem
sagnfræðingar flestir vilji helst rata.
„Þá horfum við til þess að virða
í hvívetna fræðileg vinnubrögð,
vitna í heimildir og styðja mál okk-
ar rökum, en reynum um leið að
segja frá á þann máta að lesandinn
leggi bókina ekki frá sér á fyrstu
síðunum.“ Í þeirri viðleitni hafi
hann líka notið aðstoðar einvala-
liðs, svo sem Margrétar Tryggva-
dóttur myndaritstjóra, sem séð hafi
til þess að bókin sé líka ríkulega
myndskreytt.
Í sögunni segir Guðni líka að séu
þættir sem óneitanlega séu efnivið-
ur í afskaplega spennandi frásögn.
Í bókinni sé til dæmis ítarleg frá-
sögn af eltingaleik við Aberdeen-
togarann Milwood árið 1963 sem
hafi verið æsilegur í alla staði. Eins
sé í henni að finna frásögn af töku
togarans Brands frá Grimsby árið
1967 og flótta hans frá Reykjavík.
„Þá ákvað skipstjórinn að hverfa úr
höfn í skjóli nætur og freista þess
að halda alla leið til Englands með
tvo íslenska lögregluþjóna um borð
og var það fáránlegt feigðarflan
frá upphafi, en lýsti ákveðinni ör-
væntingu.“
Um leið bætir Guðni því við að
saga þorskastríðanna gerist ekki
bara á hafi úti. „Á vettvangi
stjórnmálanna er aðdragandinn að
útfærslunni í 50 mílur mjög
spennandi á sinn hátt því á þessum
tíma var alls ekki um það eining
á Íslandi að stækka lögsöguna.“
Deilur hafi verið um málið milli
ríkisstjórnarflokkanna sem tóku
við 1971, sem voru Framsóknar-
flokkur, Alþýðubandalag og Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna.
„Innan þessarar stjórnar var hver
höndin upp á móti annarri. Síðan
var stjórnarandstaðan með Alþýð-
uflokk og Sjálfstæðisflokk, þar sem
leiðtogar vildu fara mun hægar í
sakirnar, leita sátta og málamiðl-
ana, bíða um stund og sjá hvernig
þróun mála yrði á alþjóðavett-
vangi.“
Höfðum ákveðinn meðbyr
Guðni segir skipta miklu máli og
ekki mega gleymast þegar rætt er
um útfærslu lögsögunnar að Ísland
hafi á þessum tíma notið mjög þró-
unar á alþjóðavettvangi. „Hafréttur
í haust, þegar 50 ár eru liðin frá því að fiskveiðilögsaga íslands var færð í 50 mílur, kemur út hjá
Sögufélagi fyrsta bókin af þremur í ritröð guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings og forseta ís-
lands, um þorskastríðin. guðni segir mikilvægt að segja söguna eins og hún var, ekki aðeins sem
helgisögu um samstöðu og forystustarf þjóðar í baráttunni við ofríki. íslendingar nutu alþjóðlegr-
ar þróunar á sviði hafréttar og voru síður en svo einhuga um skrefin sem tekin voru í baráttunni við
Breta og Vestur-Þjóðverja um útfærslu landhelginnar.
Átök voru
nánast
óumflýjanleg
guðni Th. Jóhannesson, forseti
íslands, gat í heimsfaraldri
COVid-19 notað lausar stundir
til að halda áfram ritun sögu
landhelgisdeilunnar. á 50 ára
afmæli færslu lögsögu íslands í
50 mílur kemur út eftir hann ný
bók þar sem sú saga er reifuð.
Mynd/Anton Brink HAnsen
Ég er viss um að fólk í
ábyrgðar- og áhrifastöðum
hefur gott af því að hverfa
um stund frá amstri
dagsins, hvort sem það
er til að skella sér á skíði,
leika á gítar eða skrifa bók
um þorskastríðin.