Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 2022, Qupperneq 18

Sjómannadagsblaðið - 2022, Qupperneq 18
18 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 var allur að breytast okkur í vil og alls ekki af því að við hefðum rutt þá braut. Þegar við færðum út í 50 sjómílur haustið 1972 voru ýmsar þjóðir Rómönsku Ameríku búnar að taka sér og verja 200 mílna lögsögu.“ Hann varar sterklega við því að falla í þá freistni að líta svo á að hér hafi Íslendingar einir verið í fararbroddi. „Það væri misskilningur og nánast þjóðremba sem við eigum að forðast.“ En þó að Íslendingar hafi notið þess að geta siglt í kjölfar annarra megi ekki heldur gleym- ast að hér á Norður-Atlantshafi hafi Íslendingar verið ákveðn- ir frumkvöðlar. „Hér voru aðrar þjóðir miklu varkárari, svo sem Norðmenn og Danir fyrir hönd Færeyinga. En alþjóðasamhengið er slíkt að við nutum þessarar þró- unar hafréttar.“ Eins segir Guðni þurfa að horfa til þess að Íslendingum hafi held- ur betur komið til góða hernaðar- mikilvægi Íslands í köldu stríði. „Bandaríkjamenn hvöttu Breta ætíð til þess að sýna aðgát og setja öryggishagsmuni Atlants- hafsbandalagsins ofar fiskveiði- hagsmunum í Hull og Grimsby, Fleetwood og Aberdeen. Þetta mikilvægi Íslands jók mjög slag- kraft okkar í þessum átökum.“ Guðni bendir um leið á að þegar fært var í 50 mílur, við mótmæli bæði Breta og Vestur-Þjóðverja, hafi allt eins verið búist við því að staðan á miðunum yrði keimlík því sem var í fyrsta þorskastríðinu, 1958 til 1961, þegar fært var út í tólf mílur. „Þá ösluðu bresk herskip á miðin og gátu nær alltaf komið í veg fyrir að breskur togari yrði færður til hafnar.“ En nokkrum dögum eftir að fært var út, 1. sept- ember 1972, segir Guðni Íslendinga í fyrsta sinn hafa beitt leyni- vopni sínu. „Skipstjórinn á Ægi, Guðmundur Kjærnested, klippti á togvíra breska togarans Peter Scott, og þá varð uppi fótur og fit. Bretar mótmæltu þessum aðförum harðlega, en hér var komið leyni- vopn sem dugði heldur betur og vígstaðan á miðunum gjörbreyt- ist. Skipherrar okkar og áhafnir á varðskipunum urðu mjög fljótt flink í að beita klippunum og þetta höfðu Bretar ekki séð fyrir.“ Ósætti var um sáttina Í þessum aðstæðum segir Guðni að hlotið hafi að koma til átaka. „Fyrst reyndu Bretar að senda dráttarbáta á Íslandsmið togurum til vernd- ar. En svo hófst eldgos í Heimaey og þá voru varðskipin í nokkrar vikur bundin við alla þjónustuna þar. Þá má líka halda því til haga að þrátt fyrir mikla hagsmuni í húfi og átök á miðunum var það nú svo að þegar gosið hófst sögðu breskir togaraskipstjórar allir sem einn: Hvað getum við gert til að hjálpa? Sama gildir um leit á hafi úti. Þá eiga sjómenn eina sál.“ En þegar varðskipin tóku slaginn aftur og fóru að klippa aft- an úr togurum veiðarfærin misstu Bretar þolinmæðina. „Í maí 7́3 hugsaði Edward Heath, forsætis- ráðherra Breta, með sér að nú væri nóg komið og horfði framhjá við- vörunarorðum embættismanna og jafnvel liðsmanna sjóhersins um að herskipavernd gæti aldrei skilað árangri til lengri tíma litið.“ Harka færðist í leikinn þegar her- skip ösluðu á miðin. „Og því miður fór svo síðsumars 1973 að um borð í Ægi lést Halldór Hallfreðsson, annar vélstjóri. Hann var að sinna viðgerð eftir ásiglingu og fékk raflost þegar alda gekk yfir borð- stokkinn og dó af þeim völdum.“ Spennan í deilunni jókst til muna og íslensk stjórnvöld hótuðu að segja landið jafnvel úr NATO. Þá segir Guðni að tekið hafi að fara um fólk í Lundúnum og í höfuð- stöðvum NATO í Brussel og Was- hington. „Þetta leiddi til þess að samningar hófust. Ólafur Jóhann- esson hélt til Lundúna, átti þar fundi með Heath forsætisráðherra Breta og kom heim með samkomu- lag um tímabundnar veiðar Breta innan 50 mílna í tvö ár.“ Viðbrögðin við samkomulaginu voru hins vegar blendin og lá við stjórnarslitum. „Því Lúðvík Jóseps- son sjávarútvegsráðherra vildi ekki sjá eftirgjöf, undanslátt eða það sem hann kallaði jafnvel algera uppgjöf. En Ólafur las rétt í stöðuna og þetta samkomulag féllust Alþýðubanda- lagsmenn á með miklum semingi. Batt það enda á þessi átök, þó að eftir þetta hafi enn slegið í brýnu milli varðskipa og Vestur-Þjóðverja, sem ekki voru aðilar að samkomu- laginu. Sumum íslenskum sjómönn- um þótti líka gæsla á miðunum ansi slæleg eftir þetta samkomulag og að breskir togarar fengju að komast upp með hitt og þetta, en samkomu- lag var í höfn og Lúðvík og hans menn urðu að láta sér það lynda þótt þeim þætti það súrt í broti.“ Fleiri bækur í pípunum Sögu þessa segir Guðni þurfa að segja undanbragðalaust, ekki sem helgisögu um að við Íslendingar höfum alltaf staðið saman allir sem einn og haft heilagan rétt okkar megin, heldur án þess að búa til einhverja helgimynd. „Fyr- ir vikið verður sagan líka miklu nær sanni,“ bætir hann við. Efniviðinn í söguskoðunina sækir hann víða, svo sem í frá- sagnir blaða og annarra fjöl- miðla, auk frásagna þeirra sem á vettvangi hafi verið, þó svo að þá þurfi líka að gæta að því að hver horfi á hlutina frá eigin sjónarhóli eða stjórnpalli. Þá séu skriflegar heimildir í skjalasöfnum, frásagn- ir af samningafundum, dagbæk- ur þeirra sem tóku þátt og þar fram eftir götunum. „Og oft er þar eitthvað sagt sem skýrir heildar- myndina eftir á, en fólk vissi ekki þar og þá. Öll þessi vinna snýst um að safna saman þeim heimild- um sem til eru, vega þær og meta, túlka og setja í samhengi og búa vonandi til læsilega frásögn.“ Með útgáfu Sögufélags á þessari bók Guðna segir hann fyrsta skrefið tekið og hyggur á áframhaldandi útgáfu. „Mér skal takast að halda dampi og ná þá næst að segja söguna frá 1971 til 1974, sögu allra þessara átaka með allri sinni dramatík jafnt á sjó sem landi.“ Eftir það vonast hann til að geta tekið til við að skrifa sögu síðasta þorskastríðsins, átakanna þegar lögsagan var færð út í 200 mílur, árin 1975 til 1976. „Auðvitað hefur þessi saga verið sögð áður, en það er svo að sagan hefur aldrei verið sögð fyrir fullt og allt og alltaf má bæta við. Ég hef notið rannsókna þeirra sem á undan mér hafa komið og skrifað um þessi mál. Ég nefni til dæmis Jón Þ. Þór, Guðmund J. Guðmunds- son, og að maður tali ekki um skipherrana og embættismennina sem hafa skráð endurminningar sínar. Þessi saga er þjóðarsaga og við Íslendingar eigum að vera stolt yfir því að okkur tókst að hafa lokasigur í þessari þjóðarbaráttu, en um leið eigum við að geta sagt söguna í öllum sínum blæbrigðum, sagt frá ágreiningi, viðurkennt mistök, sagt frá málstað annarra en okkar eigin, þannig að einhver heildarmynd skapist sem við get- um unað við.“ - óká galdurinn við ritun sögunnar segir guðni felast í hinum gullna meðalvegi, sem sé að virða í hvívetna fræðileg vinnu- brögð um leið og smíðaður sé læsilegur texti sem haldi fólki við efnið. Mynd/Anton Brink HAnsen Verk forseta kunna að vera litin öðrum augum n Þegar velt er upp spurningunni um hvort staða Guðna Th. jóhann- essonar sem forseta íslands setji honum einhverjar skorður í efn- isvali eða framsetningu þegar kemur að ritun sögunnar kemur í ljós að hann hefur velt vöngum yfir því. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar þetta rit kemur út og aðr- ar rannsóknir mínar má vel vera að viðbrögð, til góðs eða ills, mark- ist af því að ég gegni þessu embætti nú um stundir,“ segir hann en stendur um leið við þá sagnfræðilegu nálgun sem viðhöfð er í verk- inu. „í þessu embætti er nánast skrifað í starfslýsinguna að maður horfi björtum augum fram á veg og líka um öxl og leitist við að finna það sem sameinar fólk frekar en það sem sundrar því. En um leið er ég sannfærður um að hver sem þessu embætti gegnir gerir þjóðinni engan greiða með því að búa til falska mynd af sameinaðri þjóð sem drýgir hverja hetjudáðina á fætur annarri, öðrum betri og hæfari. Þannig að ég geng út frá því að það sjónarmið okkar sagnfræðinga á íslandi, leiðarstef okkar og leiðarljós, að hafa skuli það sem sannara reynist, dugi líka forsetum vel.“ Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn ÍSLANDS SJ Ó MANNAFÉLAG 10 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7 þróun segir Gunnar að hafi verið viðvarandi síðustu 10 til 15 ár. Breytingar á vinnuaðstæðum sjómanna síðustu ár segir Gunnar hins vegar mismunandi eftir skip- um. Á vinnsluskipum hafi dregið mjög úr því að menn séu að burð- ast með pönnur og kassa því nú séu færibönd, stigabönd og annað sem færi fiskinn upp í hendurn- ar á mönnum. „Menn þurfa því lítið að vera að teygja sig og færa sig eftir fiski.“ Þá séu komin betri kerfi varðandi hífingar. „Áður voru menn bara með bómuna, en núna eru betri græjur við að hífa og slaka. Og svo eru náttúrulega komnar vélar eins og til dæm- is beitningavélar sem vinna um leið og línan er lögð. Þannig að það er alls konar ný tækni komin í vinnuna um borð sem líka hef- ur dregið úr slysahættu. Það eru margir hlutir, smáir og stórir sem gert hafa hlutina betri.“ Það sem helst teljist til nýbreytni núna segir Gunnar að útgerðarfyr- irtækin hafi verið að ráða til sín ör- yggisstjóra. „Þeir eru með fókusinn á öryggismál dags daglega og að hjálpa sjómönnum að halda vöku sinni þegar kemur að þessum mál- um, að daglegu eftirliti sé sinnt og að menn haldi öryggisreglur sem þeir hafa sett sér. Og þetta er partur af öryggisstjórnunarkerfi um borð í hverju skipi. Oft er sagt að skip- stjórinn sé sá sem beri ábyrgðina, en öryggisstjórnunarkerfi hjálpar til við að dreifa ábyrgðinni á alla um borð. Enginn er undanskilinn og enginn getur vísað á annan þegar kemur að öryggismálum.“ Engu að síður eru áhöld um hvernig til hefur tekist við að fækka slysum að mati Gunnars. „Þarna tekst á betri skráning og svo hins vegar að menn sýna meiri árvekni og skrá kannski atvik sem ekki voru skráð áður. Það er ekki víst að það hafi alltaf farið á skýr- slu þótt einhver hafi klemmt sig eða skorið á fingri, en ég held að í dag fari það á skýrslu. Svo hefur þetta náttúrlega líka með samn- ingamál sjómanna að gera, en þeir hafa mjög ríkan bótarétt og þar af leiðandi er mjög mikilvægt að allir sinni skráningu mjög vel.“ Gunnar segir klárt mál að núna séu sjómenn sinnugri þegar kemur að öryggismálum og passi betur hver upp á annan en raunin kunni að hafa verið áður. „Ef einhver ætlar sér að ganga of langt þá er einhver annar sem stoppar hann. Menn taka þannig ábyrgð hver á öðrum. Og mér finnst fræðslan og skólastarfið svolítið hafa opnað augu manna fyrir þessu. Hérna áður fyrr var það þannig að menn voru ekkert mikið að skipta sér hver af öðrum. En menn eru mikið opnari með þetta í dag.“ Þessir hlutir gangi líka svolítið í bylgjum því þegar mikill uppgang- ur var í fiskveiðum og sjósókn þá hafi líka verið mikil endurnýjun og oft mikið af nýliðum um borð. „Með kvótakerfinu og fækkun skipa þá minnkar þessi endurnýjun og meira um að vanir sjómenn séu um borð. En sá tími er að einhverju leyti liðinn, en í staðinn erum við með miklu betra fræðslukerfi fyrir nýliða og öll skip með kerfi um hvernig taka skuli á móti nýliðum.“ Þá sé heldur ekki litið svo á að þeir séu einir nýliðar sem séu að fara í fyrsta skipti á sjó, heldur sé litið svo á að maður sé nýliði ef hann er nýr um borð í viðkomandi skipi. Dæmi um áhrif nýliðunar á slys segir Gunnar hægt að lesa úr tilkynningum um slys á upp- gangstímanum rétt fyrir hrun, en þá hafi gengið erfiðlega að manna skip. Þannig megi sjá slysatíðni taka stökk árið 2007. „En eftir 2008 eru bara orðnir vanir menn á sjó. Svo er annað í þessu að smábáta- útgerð jókst eftir að kvótakerfið var set á.“ Þegar horft er á tölurnar núna allra síðustu ár og um leið með í huga að slysaskráning sé betri þá segist Gunnar fullyrða að hlutirnir færist til betri vegar. „En betur má ef duga skal og það hlýtur að vera markmið okkar að fækka þessu verulega. Við sjáum hver árangur- inn varð við að fækka banaslysu og alvarlegum slysum og þá á al- veg að vera hægt að fækka hinum slysunum verulega. Þar þarf bara að koma að þessari nýju hugsun að allt skipti máli, smátt og stórt. Undanfarin ár hefur líka verið vakning í því að skrá það sem kall- að hefur verið „næstum því slys“, því þar sem verður næstum því slys getur orðið alvöru slys síðar. Menn eru að reyna að fyrirbyggja slysin. Og þegar fleiri fyrirtæki eru búin að ráða sér öryggisstjóra þá held ég að öryggismenningin færist á nýtt og betra stig.“ -óká Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn PORT OF HAFNARFJORDUR SMÍÐAVERK ehf. Íslensk smíðaverks snilli Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Sími 568 0100 | stolpigamar.is GÁMALEIGA GÁMASALA KÓPAVOGSHAFNIR FROSTI ehf 44 H r a f n i s t u b r é f Eggjabúið Hvammi Gólf oG veGGlist ReyKjAvíK Slys tilkynnt hjá almannatryggingum Ár Slys alls Slys á sjómönnum Hlutfall 1985 1.795 459 25,6% 1986 1.904 503 26,4% 1987 2.177 592 27,2% 1988 2.366 619 26,2% 1989 2.670 631 23,6% 1990 2.874 614 21,4% 1991 3.194 522 16,3% 1992 3.074 511 16,6% 1993 3.303 523 15,8% 1994 2.893 486 16,8% 1995 2.749 459 16,7% 1996 3.010 434 14,4% 1997 3.044 460 15,1% 1998 3.031 378 12,5% 1999 2.991 381 12,7% 2000 3.005 361 12,0% 2001 3.108 344 11,1% 2002 2.401 413 17,2% 2003 2.037 382 18,8% 2004 1.799 309 17,2% 2005 1.782 366 20,5% 2006 1.583 268 16,9% 2007 1.772 425 24,0% 2008 2.160 291 13,5% 2009 1.980 239 12,1% 2010 1.842 279 15,1% 2011 1.934 252 13,0% 2012 2.004 249 12,4% 2013 2.015 230 11,4% 2014 2.157 210 9,7% 2015 2.128 220 10,3% Heimild: Hagstofa Íslands „Áður voru menn bara með bómuna, en núna eru betri græjur við að hífa og slaka.“ VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.