Sjómannadagsblaðið - 2022, Síða 34
34 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2
ekki bara nokkrar sjókonur, eða
nokkra tugi sjókvenna, heldur hef
ég nú komið upp gagnabanka yfir
fleiri hundruð konur sem sóttu sjó
frá Íslandi á sautjándu og átjándu
öld.“
Læsi þjóðarinnar bjó til heimildir
Þetta segir Margaret einung-
is hafa verið hægt fyrir þá sök
hvað íslensk þjóð var vel læs og
skrifandi. Bændur hafi til dæmis
sumir hverjir tekið viðtöl við fólk
sem séu ómetanlegar heimildir,
hvort sem það er í formi bréfa-
skrifta eða dagbókarskrifa. „Allir
skrifuðu hjá sér hluti og þó að
þetta hafi að stærstum hluta
verið karlar skrifuðu þeir líka
um athafnir kvenna ef svo bar
undir. Ég veit ekki um neinn stað
annan í heiminum þar sem við-
líka finnst, því á Íslandi var þessi
mikla útbreiðsla á læsi og skrift
og meðvitund um mikilvægi
sagnaarfsins.“
Og af því að þessar heimildir all-
ar eru til segir Margaret hafa verið
hægt að stuðla að endurskoðun
sögunnar, frá því sem fólk taldi
hafa verið yfir í hlutina eins og
þeir sannarlega voru. „Það eru líka
heimildir frá konum þar sem þær
lýsa því með eigin orðum hvernig
var að sækja sjóinn.“ Hún segir
nokkuð mismunandi eftir lands-
hlutum hversu ríkir þeir séu af
heimildum og því erfitt að alhæfa
á landsvísu um hlutfall þátttöku
kvenna í sjósókn. Mikið hafi þó
verið skráð á vesturhluta landsins
og af þeim heimildum megi ráða að
þriðjungur sjómanna hafi í eina tíð
verið konur. „Ef ekki meira.“
Þá segir Margaret líka að finna
heimildir í Íslendingasögunum
um sjósókn kvenna. „Ef horft er
eftir þeim.“
Datt full af baki
Eitt dæmi sem Margaret rakti á
fyrirlestrinum er Halldóra formað-
ur, sem gerði út á Breiðafirði um
miðja átjándu öld. „Hún var vel
þekkt og keppti líka í sjósókn við
tvo bræður sína á tíæringi sínum,
en hún var aðeins með konur í
áhöfn, aldrei karla.“
Til er málverk sem sýnir Hall-
dóru sækja sjóinn, en Margaret
benti á að ákveðin ónákvæmni
væri í verkinu, því á myndinni
mætti sjá karla í bát hennar. Hall-
dóra hefði líka einatt haft betur í
aflabragðakeppninni við bræður
sína og þannig átt sinn þátt í að
gera þá sterkefnaða, því aflinn fór
allur í eitt púkk hjá þeim.
Margaret sagðist meðvituð um
að hún hefði rétt dansað á yfir-
borði sögunnar í rannsóknum sín-
um, enda útlendingur að stunda
rannsóknir á Íslandi. „Og ég er
viss um að ef fólk hér kafar dýpra
er meira að finna um Halldóru.“
Tilviljanir hafa einnig ráðið því
hvort vitað er um íslenskar sjókon-
ur. Þannig segir Margaret að eina
ástæða þess að heimildir séu um
Þórunni formann, sem í 30 ár gerði
út frá Ólafsvík, sé að hún hafi í
bæjarferð einni keypt þó nokkrar
flöskur af brennivíni og gerst ölv-
uð mjög á heimleiðinni. „Hún
datt af baki í fjörunni og lá
þar meðan flæddi að henni.
Fólk bar að og fór að huga
að henni og þá sagði hún:
Guði sé lof að Jónsi er ólæs.
Maðurinn hennar hét Jón,
en hún kallaði hann Jónsa.
Svo bætti hún við: Það má
enginn frétta af þessu, ekki
einu sinni guð.“
Um þessa konu segir
Margaret að annars sé lítið vit-
að, utan að hún hafi verið ölkær úr
hófi. „En ég er viss um að það er
meira um hana að finna. Og hún
var formaður í 30 ár, lengur en
Þuríður.“
Sögurnar segir hún að séu mik-
ið fleiri, svo sem úr verbúðum á
borð við Dritvík. Konur hafi sótt
í að vinna á slíkum stöðum sam-
kvæmt heimildum frá átjándu og
nítjándu öld. „Konur sóttu í þessi
störf því þarna sluppu þær burt af
bæjunum og úr sveitinni.“
Þuríður er frægust
Margaret segir að efniviðurinn
sé mikill og fleiri hundruð konur
undir sem fjalla mætti um. „Og
ég fjalla einungis um brot þeirra
í bók minni. En það var Þuríð-
ur formaður sem var kveikjan að
áhuga mínum og hún er lang-
frægust þessara kvenna.“ Vegna
þessa hafi Margaret ráðist í frekari
rannsóknir á Þuríði sem nú bera
ávöxt í væntanlegri bók hennar,
Kona, skipstjóri, uppreisnarmaður
(á ensku: Woman, Captain, Rebel).
Launamunur skýrist af
ólíkum launum í landi og á sjó
n „Við í ráðuneytinu höfum haft mikinn hug á því að reyna að jafna stöðu
kynja á sem flestum sviðum,“ sagði Ásta Þorleifsdóttir, formaður Siglinga-
ráðs og verkefnastjóri verkefnisins Konur og siglingar hjá Innviðaráðuneytinu,
í kynningu sinni fyrir fyrirlestur Margaret Willson sem fram fór í Sjávarklasan-
um í lok mars. Hún áréttaði um leið að með því væri ekki sagt að steypa ætti
alla í sama mót eða að allir ættu að vinna sömu störf, heldur ætti að vera til
staðar möguleikinn á vali um sömu störf.
Konur eru eitt prósent
„í rannsóknum okkar hefur komið fram að hvergi er meiri munur á kynjum en
í sjósókn, í störfum á sjó. Þegar við fáum opinberar tölur virðist staðan hafa
skánað, en það er vegna þess hve margar konur eru í störfum í landi sem
tengjast sjávarútvegi og sjósókn.“ Ásta benti á að konur væru rétt um eitt
prósent þeirra sem lokið hefðu skipstjórnarnámi og hlutfallið væri enn lægra
þegar horft væri til vélstjóra.
Ásta segir misjafna stöðu kynjanna endurspeglast víða. Hún hafi til að
mynda skoðað notkun kynjanna á innanlandsflugi. Karlar hafi verið fleiri í
morgun- og síðdegisflugi, en konur fremur flogið með vélum síðar um daginn
eða seinna á kvöldin. „Ástæðan er sú að afsláttarflugferðirnar eru á þessum
tíma.“ Þarna telur hún að speglist líka launamunur kynjanna, sem sé hvergi
meiri en í sjávarútvegi. „Þar sem verst er eru konur með þriðjung af heildar-
launum karla.“ Skýringin sé munurinn á því að starfa í landvinnslu eða á sjó.
Konur eru eitt prósent
„Við reynum að vekja athygli á þessu,“ sagði Ásta og kvað reynt að heimsækja
skóla og vekja athygli stúlkna á því að á sjó væru góðir tekjumöguleikar. „Þá
kemur kannski spurningin um það hvort hefð sé fyrir því að konur sæki sjó
og það er þá sem frábærar konur eins og Margaret koma og hjálpa okkur
með því að segja sannleikann um fortíð íslenskra sjókvenna.“ Þar séu víða
fordæmi og allt aftur til landnámsins, til dæmis hafi Þuríður sundafyllir, sem
settist að á Bolungarvík, verið fyrsta kvótadrottning landsins og selt aðgang
að fiskveiði innan strandsvæða sinna. Og ef farið sé nógu langt aftur inn á
íslendingabók séu þar nöfn á borð við Ólöfu ríku og Helgu ríku, konur
sem hafi verið mjög stórtækar í útflutningi á fiski.
Ásta segir rannsóknarefni af hverju konur hafi horfið úr sjáv-
arútvegi hér á landi og séu fyrst að snúa aftur núna síðustu
ár, en til þessa sé Margaret Willson sú sem mestar rannsókn-
ir hafi stundað á þessu. Eftir hana liggur bókin Seawomen
of Iceland, sem Ásta segir að gæti heitið Sjókonur á íslandi
þegar hún verði loks þýdd á íslensku, en einnig sé vænt-
anleg ný bók hennar um Þuríði formann. Segir Ásta að í
bókinni sé að finna margvíslegar upplýsingar um Þur-
íði sem ekki hafi komið fram áður. – óká
ásta Þorleifsdóttir,
sérfræðingur í innviðaráðuneytinu.
Bókin kemur út í janúarbyrjun á
næsta ári en gestir fyrirlestursins á
Granda voru þeir fyrstu sem fengu
að sjá kápumynd bókarinnar. Hana
er nú hægt að forpanta í erlendum
vefverslunum á borð við Amazon
og Barnes & Noble.
„En eftir því sem ég kafaði dýpra
dáðist ég æ meira að Þuríði. Og
svo eru til svo mikil gögn um hana,
bréf, hennar eigin bréf, dómsskjöl
og pappírar sem ekki hafa verið
birtir áður. Fyrir það fyrsta var hún
frábær formaður og svo lét hún sig
réttindi kvenna varða, barðist fyrir
þær og sótti jafnvel fyrir dómi mál
kvenna sem orðið höfðu fyrir heim-
ilisofbeldi.“
Til eru frægar sögur af Þuríði,
svo sem í tengslum við Kambsránið,
sem hún átti þátt í að upplýsa, en
Margaret nefnir að í tengslum við
það mál hafi kviknað sagan um að
hún hafi þurft að fá sérstakt leyfi
til að ganga í buxum. „Hið rétta er
hins vegar að það þurfti ekkert sér-
stakt leyfi,“ sagði hún. Sýslumaður-
inn á þeim tíma notaði þetta til að
knýja hana til að aðstoða við lausn
málsins. Þetta atriði hafi verið
rannsakað sérstaklega í samvinnu
við íslenska fræðimenn og hvergi
finnist dæmi um að konur hafi þurft
sérstakt leyfi til að ganga í buxum.
„Í Laxdælasögu segir frá ákvæði
um að klæðskipti, hvort sem var
karla eða kvenna, væru skilnað-
arsök og síðar voru sett lög um að
hægt væri að dæma hvort heldur
sem er karla eða konur til útlegðar
fyrir klæðskipti, en þau lög voru af-
numin 1280.“ Þá segir Margaret líka
að Þuríður hafi skilið eftir sig skrif
þar sem fram kom að sýslumað-
urinn vildi ekki viðurkenna þátt
hennar í að Kambsránið upplýstist.
„En þetta vitum við aðeins út frá öðr-
um heimildum.“
Breyttir tímar um aldamót
Framan af þótti sjálfsagt að allir
tækju til hendinni við hvers konar
störf, með það að markmiði hrein-
lega að lifa af, segir Margaret. „En
seint á nítjándu öld varð breyting
í íslensku samfélagi hvað varðaði
stöðu kvenna. Þá tók sú skoðun
að ná yfirhöndinni að hlutverk
Fyrirlestur margaret Willson var vel sóttur, en að viðburðinum stóðu Félag kvenna í sjávarútvegi, innviðaráðuneytið
og Sjávarklasinn. Mynd/ókÁ
nýjasta bók margaret Willson er
væntanleg snemma í janúar á næsta
ári. Hún er um Þuríði formann, fræg-
asta kvenkyns skipstjóra íslendinga
og þá sem upplýsti um eitt frægasta
rán sögunnar, Kambsránið.
Sú tilfinning að sjórinn
sé og hafi verið
yfirráðasvæði karla
endurspeglar það sem
við höldum, mun fremur
en raunveruleikann.