Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 40

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 40
40 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 S jómannadagsráð hefur frá upphafi alfarið starfað án arðgreiðslumarkmiða og er tiltæku ráðstöfunarfé á hverjum tíma eingöngu varið til viðhalds og uppbyggingar í starfsemi og til greiðslu fjárhagsskuldbindinga sem tengjast rekstri. Fjórðungur hjúkrunarrýma hjá Hrafnistu Sjómannadagsráð helgar krafta sína uppbyggingu á húsnæði og rekstri fjölbreyttrar þjónustu við eldra fólk og þjónustar á degi hverjum hátt í tvö þúsund einstak- linga í fimm sveitarfélögum. Í því sambandi gegnir Hrafnista, dótturfélag Sjómannadagsráðs, stóru hlutverki sem leiðandi aðili í öldrunarþjónustu með rekstri átta hjúkrunarheimila í fimm sveitarfélögum á suðvesturhorni landsins. Þar búa alls um átta hundruð manns í rúmlega fjórð- ungi tiltækra hjúkrunarrýma á landinu. Auk íbúanna sækja á fjórða hundrað dagdvalargesta margvíslega þjónustu og þjálf- un til Hrafnistu á degi hverjum, bæði þeir sem búa sjálfstætt á eigin heimili og íbúðarleigjendur Naustavarar, sem einnig er dóttur- félag í eigu Sjómannadagsráðs. Sjálfstæð búseta svo lengi sem kostur er Naustavör er íbúðaleigufélag sem stofnað var árið 2001. Félagið hefur byggt á þriðja hundrað sérhannaðra leiguíbúða í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði í næsta nágrenni við Hrafnistuheimilin. Þjónustumark- mið Naustavarar er að veita íbúum aðgang að margvíslegri afþreyingu og tómstundum, fjölbreyttum þjón- ustumöguleikum og öruggu um- hverfi til búsetu á efri árum. Með því leitast Sjómannadagsráð við að gera hverjum og einum kleift að halda áfram sjálfstæðri búsetu svo lengi sem kostur er með þeim úrræðum sem standa til boða hjá félagsþjónustu sveitarfélaga og heilbrigðisþjónustu opinberra aðila. Vinsældir leiguíbúðanna hafa aldrei verið meiri en um þessar mundir, en upplýsingar um helstu kosti þeirra má nálgast á Naustavör.is. Meðal stærstu vinnustaða Sjómannadagsráð hefur í áratugi þróað starfsemi sína í takti við breytilegar og vaxandi kröfur sam- félagsins um fjölbreytt búsetuúr- ræði eldra fólks. Því felst þjónusta Sjómannadagsráðs ekki aðeins í því að veita þeim hjúkrunarþjón- ustu sem þurfa á varanlegri um- önnun á hjúkrunarheimili að halda, heldur einnig og ekki síður í því markmiði að gera eldra fólki kleift að búa lengur í sjálfstæðri búsetu. Í heild búa um þrettán hundruð manns á Hrafnistuheimilunum átta og í leiguíbúðum Naustavar- ar, sem njóta fjölbreyttrar og að verulegu leyti sérhæfðrar þjónustu sautján hundruð starfsmanna, jafnt faglærðra sem ófaglærðra. Eru starfsstöðvar Sjómannadags- ráðs því sem heild meðal fjölmenn- ustu vinnustaða landsins. Fjórir lífsgæðakjarn- ar Sjómannadagsráðs Lífsgæðakjarni er hugtak yfir heildstæða hugmyndafræði sem Sjómannadagsráð hefur þróað undanfarna áratugi, en fékk ekki sérstakt heiti fyrr en nýlega. Lífs- gæðakjarni nær yfir húsnæði, að- búnað og þjónustu þar sem eldra fólk hefur aðgang að starfsemi sem eykur lífsgæði fólks sem nýtur þjónustunnar. Hann samanstend- ur af hjúkrunarheimili, leiguí- búðum og þjónustumiðstöð. Með virku samstarfi þeirra sem þar búa, starfa eða sækja þangað þjónustu verður til kjarni með fjölbreyttri þjónustu, sem stuðlar að auknu öryggi, félagstengslum, meiri vellíðan og almennt auknum lífsgæðum eldra fólks. Sjómanna- dagsráð starfrækir í dag fjóra lífsgæðakjarna á höfuðborgar- svæðinu; við Boðaþing í Kópavogi, Hraunvang í Hafnarfirði og við Laugarás og Sléttuveg í Reykja- vík. Með nýju samkomulagi sem Sjómannadagsráð og Hrafnista hafa gert við Reykjavíkurborg um að taka að sér ábyrgð á sjálfs- eignastofnuninni Skógarbæ opn- ast tækifæri til að þróa fimmta lífsgæðakjarnanum við Skógar- bæ, þar sem veitt verði fjölþætt þjónusta við aldraða í samstarfi við Reykjavíkurborg. - bv Sjómannadagsráð er stærsta fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við aldraða Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins voru upphaflega grasrótarsamtök sjómanna í reykjavík og Hafnarfirði, stofnuð árið 1937, sem í dag standa að Félag skipstjórnarmanna, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómannafélag íslands. afmælisfögnuður þar sem tímamótum var fagnað með harmonikkuleik. nýtt fjölbýlishús naustavarar við Sléttuveg. Púttvöllurinn við Sléttuveg tilbúinn fyrir sumarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.