Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2022, Síða 54

Sjómannadagsblaðið - 2022, Síða 54
54 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 erlendra veiðiskipa gerði ekki ann- að en að auka þær kröfur. Fleiri og fleiri vildu hverfa frá hinum gömlu lifnaðarháttum þar sem landbún- aður var stærstur og huga í auknum mæli að sjósókn. Einar Benedikts- son var einna fremstur í flokki þessa hóps. Hann var harðorður í garð landa sinna og virtist hreinlega blöskra framtaksleysið og lítill vilji í framfaraátt. Einar gaf út eigið blað, sem hét Dagskrá. Í lok 19. aldar skrifaði hann um þessi málefni: Vér stöndum hér uppi bláfátækir, afskekktir og óþekktir, fyrir utan öll gæði heimsmenningarinn- ar, og horfum á erlenda fiskara draga frá okkur marga tugi milljóna á ári, og svo ef einhver leyfir sér að benda á veg til þess að leiða þennan gullstraum að nokkru, eða jafnvel miklu leyti, inn i vasa landsmanna, þá er hann í sömu svipan búinn að fá heila hjörð af urrandi rökkum á hælana, sem ekkert hugsa um, einskis annars óska heldur en að geta verið sér sjálfum og öðrum til tjóns með því að hindra skyn- samlegar, rökstuddar umræður um það ráð, sem til er lagt. Þetta er menningin okkar íslendinga. Hér er ekki til mikið aflögufé til góðra, þjóðlegra fyrirtækja, en vér höfum ávallt allsnægtir af ill- gjörnum andróðri gegn öllu, sem miðar í nýja stefnu, til að víkja af alfaravegi vanabundinnar, sof- andi hugsunar. Íslendingar höfðu vissulega reynt að auka útgerð en skipakostur þeirra var langt á eftir öðrum þjóðum. Það er kaldhæðnislegt að sumir keyptu t.d. skútur af Bretum, sem voru í miklum mæli að færa sig yfir á togarana. Þessi skip voru iðu- lega kölluð „botnvörpungar“, eftir aðalveiðarfæri þeirra. Sjálfur taldi Einar að það væri eina vitið að Ís- lendingar hæfu einnig botnvörpu- útgerð, en það var hægara sagt en gert. Til auka á vanlíðan lands- manna gerði botnvarpan meira en að sópa upp fiskinum. Veiðarfæri þau sem Íslendingar notuðust við urðu iðulega fyrir miklum skemmd- um vegna ágangs erlendra skipa. Gefnar voru upp sakir Botnvörpungar fóru oft ansi nærri landi í skjóli nætur, langt fyrir innan landhelgismörkin sem þá voru þrjár sjómílur en ekki lögfest sem slíkt. Íslendingar voru ösku- reiðir og beindu spjótum sínum að Dönum, sem auðvitað áttu að koma í veg fyrir landhelgisbrot. Líklega hafa Danir viljað gera eins vel og þeir gátu en eins og áður sagði höfðu þeir ekki yfir mörgum skipum að ráða sem gátu sinnt þessu verkefni. Einnig hafði koma bresku herskipanna árið 1896 ekki farið framhjá þeim. Þeir skildu alveg skilaboðin sem Bretar voru að senda þar. Eins og stór ruddi væri þar að vara lítilmagnann við því að angra sig. Þannig var einfaldlega staðan. Danir voru hræddir við stóru þjóðirnar, eink- um Breta. Þetta gekk svo langt að Danir þorðu ekki annað en að gefa landhelgisbrjótum upp sakir og afturkalla sektir til þeirra. Hannes Þorsteinsson lýsti þessu ágæt- lega í grein sem hann skrifaði í tímaritið Þjóðólf: Er mælt að náðun þessi stafi af alvarlegum kvörtunum (eða hót- unum) ensku stjórnarinnar til ut- anríkisþjónustunnar dönsku, er svo hefur fengið Íslandsráðgjaf- ann nýja til að útvega lögbrjót- um þessum fulla uppgjöf sekt- anna eða konungsnáðun. Þegar Englendingurinn ygglir skelfur Danskurinn. Vér Íslendingar fáum að bera afleiðingarnar af því að Danir eru kotþjóð og vér undirlægjur þeirra og er því ekki við góðu að búast. Reiði Íslendinga jókst og fleiri og fleiri virtust nú sannfærðir um að betra væri að sinna sínum mál- um sjálfir en að vera upp á Dani komna, sem gátu svo ekki sinnt sínu hlutverki sómasamlega. Í þeim málum miðaðist eitthvað. Ísland fékk heimastjórn árið 1904. Þremur árum áður höfðu Danir og Bretar gert samkomulag um að landhelgi Íslands og Færeyja yrði þrjár mílur. Það er þó eitt að ákveða lögin og annað að sjá til þess að þeim sé framfylgt. Enda kom fljótlega í ljós að Bretar og aðrar þjóðir virtu þetta að vettugi og veiddu oft langt fyrir innan. Jafnvel gerðust þeir svo frakkir að sigla nánast upp í land nærri byggðarlögum, eins og hreinlega til að sýna innfæddum hver hefði völdin. Íslandsmet sem enn stendur Árin liðu og ný öld gekk í garð en lítið breyttist í þessum málum. Samband Íslendinga og Dana varð æ stirðara, enda voru þeir fyrrnefndu æfir yfir hugleysi og lydduskap þeirra síðarnefndu. Dan- ir héldu áfram að senda hingað skip sem áttu að taka og sekta land- Beitiskipið Hekla var nútímalegt skip, 1.350 smálestir með 3.000 hestafla vél og 156 manns í áhöfn. mynd þessi af skipinu er tekin í skipalæginu í Kaupmannahöfn árið 1891, en skipið var smíðað árið áður. Mynd/nAVAl History And HeritAge CoMMAnd í umfjöllun óðins í fyrsta tölublaði ársins 1905, þar sem þessi mynd birtist, segir: „C.g. Schack kapteinn, sem yfirmaður var á Heklu fyrri hluta þessa sumars, hefur getið sjer hjer betri orðstýr en allir fyrirrennar- ar hans. á þeim fáu mánuðum sem hann hafði hjer landhelgisgæslu, tók hann fleiri botnvörpunga en hin- ir höfðu náð árum saman.“ Mynd/óðinn-tíMArit.is

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.