Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 8
in sterlingspundinu síðan haustið 1925.
Sósíalistar ærðust.
Það sem í þessu frumvarpi felst er
grímulaus „þjófnaður úr vasa almenn-
ings,“ þrumaði Brynjólfur Bjarnason á
Alþingi og Þjóðviljinn var ekki í nein-
um vafa um tilgang ríkisstjórnarinnar:
„... gengisfellingin var í þeim eina til-
gangi gerð að safna fé í tóma sjóði
Kveldúlfs og annarra stórútflytjenda og
bjarga þannig skuldasúpu þeirri, er þessi
fyrirtæki stóðu í við Landsbankann.“3
Og Einar Olgeirsson spurði hvort ein-
hver hefði séð með eigin augum að „...
togaraeigendur væru að sligast undir
tapinu á útgerðinni?
Og hann svaraði sjálfur að bragði:
„Ég veit ekki betur en að forstjóri
stærsta togaraútgerðarfélagsins hér í
Reykjavík, Richard Thors, hafi verið
að byggja sér eina „villuna“ enn hér í
Reykjavík, þótt hann muni hafa átt aðra
fyrir, og svo hefir mér verið sagt, að
byggð hafi verið yfir þessa sömu bræður
„luxusvilla“ á Hjalteyri. Sýnir þetta,
hvernig þeir eru að sligast undir út-
gerðinni?“4
Það var við þessar aðstæður að FFSÍ
ákvað að bera sig upp við Fiskifélag Ís-
lands (FÍ). Því ekki að efla Ægi í stað
þess að stofna nýtt blað sem yrði jafnvel
sett honum til höfuðs að einhverju leyti?
En Fiskifélagsmenn voru á varðbergi.
Þeim fannst eins og grundvöllurinn væri
smám saman að skriðna undan félaginu.
Stofnun Farmanna- og fiskimannasam-
3 Alþingistíðindi 1939, B, 171; „Stríðsgróði
hjá auðmönnum ATH nafn“, Þjóðviljinn 14.
nóvember 1939.
4 Alþingistíðindi 1939, B, 111.
bandsins hafði síður en svo róað þá.
„Þó er eitt félag, sem ég tel eiga sáralítið
erindi á vettvang fiskveiðimálanna. Það
er svonefnt Fiskimanna- og farmanna-
samband [svo]“, skrifaði Kristján Jóns-
son frá Garðsstöðum í Ægi sumarið 1939
en hann var erindreki Fiskifélagsins í
Vestfirðingafjórðungi og málsmetandi
innan samtakanna.
Og nú vildu þessi sömu samtök fá
ítök í Ægi. Hugmynd farmannanna var
að stækka Ægi um 24 síður – sem FFSÍ
fengi til umráða – og sameina hann Sjó-
manninum sem var þá nýlega byrjaður
að koma út á vegum Stýrimannafélags Ís-
lands. Síðan áttu til dæmis skipstjórnar-
menn, vélstjórar og loftskeytamenn að
fá tiltekinn blaðsíðufjölda, hver hópur,
undir sín mál. Það kom líka til greina af
hálfu FFSÍ að kaupa tímaritið.
Fiskifélagsmenn voru hikandi. Sjáum
til, sögðu þeir, sjáum til. Svo var látið
reka á reiðanum uns FFSÍ gafst upp á því
að bíða og stofnaði Víkinginn. Draumur-
inn um eitt sjómannablað lifði samt
áfram.
Ýfi ngar
Það er reyndar ekki fyllilega réttmætt
að segja Fiskifélagið hafa skotið sér und-
an að taka afstöðu til uppástungu FFSÍ
um eitt blað handa íslenskri sjómanna-
stétt. Tillagan var fyrst borin upp á Fiski-
þingi 1938 og var þá samþykkt einum
rómi að heimila stjórn Fiskifélagsins að
ræða málin við FFSÍ og að ganga til
bráðabirgðasamninga við félagið, „ef til-
tækt þykir“, um blaðaútgáfuna. En það
var pirringur í loftinu og orð Kristjáns,
erindreka Fiskifélagsins, um að FFSÍ ætti
ekkert að skipta sér af fiskimönnum og
útvegsmönnum voru sem olía á eld.
Hallgrímur Jónsson, formaður Vélstjóra-
félags Íslands, skrifaði í Víkinginn og
vandaði Kristjáni ekki kveðjurnar.
„Mér detta í hug harðar umræður,
sem urðu einu sinni við matborðið, er ég
var á togara. Héldu hásetarnir því fram,
að við vélstjórarnir værum alls ekki sjó-
menn, og rökstuddu það með því, að við
gengjum ekki í sjómannastökkum, jafn-
vel ættum þá ekki til.
Svipaðar eru röksemdir erindrekans
og annarra, sem ekki eru
nógu víðsýnir til þess að
sjá, að eigi merki sjó-
mannastéttarinnar ekki
að falla í gras, þá þarf
hún að hefja sig yfir
hreppapólitík starfs-
flokkanna og starfa
sameinuð að einu marki.“
Forseti Fiskifélagsins,
Kristján Bergsson, varð
líka fyrir hvössum skeyt-
um á síðum Víkings
vegna erindis er hann
flutti í útvarpi haustið
1939. Maðurinn ætlaði
víst að fjalla um hag sjó-
manna, sagði Á. S., en
það var nú eitthvað ann-
að. Hann fór með stað-
lausa stafi og firrur.
„Mikið á maðurinn
bágt“, var lokaniður-
staða A. S.
Um þessa mundir reru
Fiskifélagsmenn að því
öllum árum að ná undir
sig Fiskimálanefnd og
Fiskimálasjóði sem sætti
harðri gagnrýni í Vík-
Halló! Halló!
Nú, þegar síldveiðitíminn er að hefjast, vil ég í snarheitum nota tækifærið, og skjóta
fram þeirri beiðni til mikils meirihluta þeirra manna, sem með talstöðvar hafa að gera í
sumar, að æpa ekki eins ógurlega í þessi tæki, eins og algengt hefir verið, því raunveru-
lega heyrist ekkert betur með þeim gauragangi. Styrkur stöðvarinnar eykst ekkert
við það, þótt sá, sem í hana talar, öskri af lífs og sálar kröftum. Allt öskur hlýtur
óhjákvæmilega að afskræma röddina, einkum þegar hrópað er í viðkvæman
hljóðnema, og gera erfiðara um að skilja það, sem sagt er.
Til þess að fá sem mest út úr talstöðinni, þurfa menn aðeins að finna út, í hvaða
námunda við mikrofoninn talið nýtur sín bezt, og tala svo bara skýrt og rólega,
án blóts og formælinga.
Loftskeytamaður.
(1. tbl. júní 1939)
Hefir þú lent í járnbrautarslysi?
- Ég held nú það! Einu sinni fór ég í
gegnum jarðgöng, og í myrkrinu kyssti
ég föðurinn í staðinn fyrir dótturina?
(1.-2. tbl janúar 1940)
Hér er forsíða Víkings maí 1941)
(5. tbl. 1941)
8 – Sjómannablaðið Víkingur