Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur
Sjómannablaðið Víkingur skipar sér-
stakan sess hjá mér og það eitt að
heyra blaðið nefnt færir mig nokkra
áratugi aftur í tímann (látum alveg vera
hversu marga!).
Ég las blaðið reglulega sem krakki en
afi minn, Jónas heitinn Sigurðsson, var
skólastjóri Stýrimannaskólans og blaðið
alltaf nálægt á heimili hans og Pálínu
Árnadóttur, ömmu minnar. Í þá daga
þurftu börn að hafa ofan af fyrir sér sjálf
og ekki boðið upp á afþreyingu í þeim
mæli sem nú er. Glanstímarit voru afar
fátíð ef frá eru talin ,,dönsku blöðin“. Ég
var því alltaf spennt þegar nýtt tölublað
af Víkingnum kom út, og þarf vart að taka
fram að það var Frívaktin sem hafði mest
aðdráttarafl. Stundum lét ég þar við sitja
en þó kom fyrir að einstakar greinar
gripu auga ungrar stúlku, því blaðið var
skemmtilega uppsett og margskonar fróð-
leik þar að finna. Það var býsna spennandi
að lesa um svaðilfarir jafnt aðmírála sem óbreyttra sjómanna
auk þess sem fróðleiksmolar, oft á léttu nótunum, fylltu síð-
urnar. Líka þótti mér áhugavert að rýna í auglýsingarnar og öll
þau framandi tól og tæki sem þar voru boðin til sölu. Þrátt fyrir
þessi léttúðugu áhugamál skynjaði barnshugurinn þó alvöruna
og hættuna sem bjó að baki sjómennskunni, enda mjög ríkt í
þjóðarsálinni að halda til haga bæði því mikilvæga starfi, sem
sjómenn gegna, og því erfiða vinnuumhverfi sem hafið er.
Mikil umræða hefur farið fram undanfarið um björgunar-
þyrlur Landhelgisgæslunnar. Ég held ég megi fullyrða að sú
starfsemi standi velflestum Íslendingum afar nærri og er uppi
skýlaus krafa um að hún sé í lagi. Ekki síst krefjast sjómenn
þess að öryggis þeirra sé gætt í hvívetna,
og er það afar skiljanlegt.
Rekstrarstaða Landhelgisgæslunnar er
erfið í ljósi bágrar stöðu í ríkisfjármálun-
um. Á vegum dómsmálaráðuneytisins
og Gæslunnar er unnið að því að finna
sem hagkvæmastar leiðir til sparnaðar og
hverjum steini velt við. Þótt engir leyndir
fjársjóðir finnist má aldrei gefast upp við
að finna leiðir til að nýta fjárveitingar sem
best og vernda ákveðna kjarnastarfsemi
eins og frekast er kostur. Björgunarþyrl-
urnar eru einmitt hluti hennar.
Hér skal ekki látið staðar numið án
þess að minnast á gleðitíðindi. Þegar þessi
orð eru rituð er undirrituð nýkomin úr
eftirlitsflugi með nýju eftirlitsvél Gæsl-
unnar, TF-SIF. Er þetta magnaður tækja-
kostur sem getur sinnt bæði eftirliti og
leit, auk björgunar að ákveðnu marki.
Þetta er mikil viðbót við núverandi getu
og eru burðir Landhelgisgæslunnar
stórauknir til þess að sinna öryggi sjófarenda og löggæslustörf-
um á hafi úti. Er síst vægt til orða tekið þótt talað sé um bylt-
ingu í þessu sambandi. Þá hefur hið nýja varðskip Þór nú verið
formlega sjósett og tilhlökkunarefni að fá þann glæsilega far-
kost í flota Landhelgisgæslunnar á næsta ári. Við þetta bætist,
að Landhelgisgæslan hefur á að skipa fagfólki í hverju rúmi,
sem leggur sig fram um að skila góðu dagsverki. Að mínu viti
gæti blandan ekki orðið betri; góð tæki og afbragðsgott fólk.
Ég vil að lokum óska Sjómannablaðinu Víkingi til hamingju
með afmælið og vona að ungir jafnt sem aldnir geti notið blað-
sins næstu 70 árin, hið minnsta!
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra
Kynni mín af Víkingum
Ragna Árnadóttir.