Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Síða 13
Þegar ég var beðinn um grein í Sjó-
mannablaðið Víking í tilefni 70 ára
útgáfuafmælis blaðsins, tók ég að íhuga
hvað varð þess valdandi að ég var á sjó
í 27 ár – ég fór í land eins og sagt er
fyrir rúmu ári – og hvað veldur því að
margir starfa svo stutt á sjónum sem
dæmin sanna?
Mesta byltingin
Ég var yfirvélstjóri á togurum allan
þennan tíma, fyrir utan eina loðnuvertíð.
Þetta var mér alltaf mjög gefandi og
krefjandi starf, þar sem sífellt var tekist
á við að leysa vandamál. Það hjálpaði
líka að starfa hjá útgerðum þar sem ýtt
var undir að menn gætu staðið sig og
þeim var gert kleift að vera skapandi.
Það er ekki lítið atriði til að menn endist
í svona starfi. Lengst af var ég á tveimur
skipum, Sléttanesi ÍS 808 í 8 ár og á
Gnúp GK 11 í 17 ár, hjá Þorbirni í
Grindavík. Það hefur í sjálfu sér lítið
breyst varðandi sjómennskuna sjálfa
síðan ég fór í janúar 1981, eftir Vélskól-
ann og smiðjutímann, vestur á Þingeyri á
togarann Framnes ÍS 708. Fjarvera frá
fjölskyldu og vinum er sá hluti starfsins
sem reynir mjög á marga en alltof lítið er
talað um. Mesta byltingin sem hefur orð-
ið á þessum tíma, og sem snýr að áhöfn-
inni, felst í því hversu miklu auðveldara
er nú en áður að vera í sam-
bandi við fjölskyldu og um-
heiminn en þessari fjarskipt-
abyltingu fylgir líka mikill
kostnaður sem vonandi fer
lækkandi. Vonandi rætist sá
draumur minn sem fyrst að
sjómenn á miðunum við
landið verði settir inn í hug-
takið, allir landsmenn, en
fjarskiptalögin tryggja
(í orði kveðnu) öllum
landsmönnum fjarskipta-
þjónustu burtséð frá búsetu
- og það á sama verði.
Um borð hefur hver og einn sitt hlut-
verk svo atvinnutækið virki, þó svo
að allir álíti framlag sitt mikilvægara en
annarra, þá er það nú þannig að allir eru
jafn nauðsynlegir svo að þetta stóra at-
vinnutæki, sem skipið er, megi þjóna
tilgangi sínum.
Vélstjórinn hefur það verkefni að
halda öllum tækjum og tólum gangandi
og í lagi. Þar reynir á víðfeðma kunnáttu
á mörgum sviðum og kröfurnar eru
sífellt að aukast með fleiri og fullkomn-
ari tækjum og tæknibúnaði. Starfið er
mjög fjölbreytt og gefur mikla möguleika
á að þróa og vinna að hagræðingu á
búnaði skipsins.
Hinn mannlegi þáttur
Að mínu viti er það mannlegi þáttur-
inn sem ræður mestu um hversu lengi
menn halda út á sjónum. Það
hafa orðið miklar breytingar
varðandi það val sem horft er
til þegar ákvörðun er tekin
um starfsvettvang. Miklar
breytingar hafa orðið á þjóð-
félaginu og kröfum okkar.
Hugmyndafræðin um hið
heilbrigða fjölskyldulíf hefur
tekið algerum stakkaskiptum
síðasta áratug. Nútíma mæli-
kvarðar ganga út frá því að
báðir aðilar skapi sér starfs-
frama á vinnumarkaðnum,
barnauppeldið og heimilisstörfin deil-
ist jafnt á báða og svo framvegis. Þessi
breyting hefur þrýst mörgum til að
skipta um starf, þótt þeim hafi líkað sjó-
mennskan ágætlega. Óneitanlega spyr
maður sjálfan sig þeirrar spurningar
hvernig sjómennskan passi inn í þessa
nútíma fjölskyldumynd? Illa, er svarið.
Að starfa á sjó er orðið í margra aug-
um tímabundið neyðarástand. Hvernig
getum við breytt þessu þannig að sjó-
mennskan breytist á ný í framtíðarstarf?
Það fylgir nefnilega þessu viðhorfi leið-
inda mórall, menn verða neikvæðir og
gleðin ríkir sjaldan.
Mannauðurinn
Allra seinustu ár hefur þó orðið mikil
bylting í að gera þessi störf fjölskyldu-
vænni og hefur það frumkvæði verið
mikill hvati til að menn horfa enn á ný á
Sjómannablaðið Víkingur – 13
Guðmundur Ragnarsson,
formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna
Hugleiðing eftir 27 ár til sjós
Guðmundur Ragnarsson.
Ljósmynd: Torben Hestbæk
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra
Kynni mín af Víkingum