Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 15
Sjómannablaðið Víkingur – 15 SART EPIRBGMDSSTalstöðvar með FM útvarpi Hand talstöð við hjálm FRIÐRIK A. JÓNSSON EHF Akralind 2 - 201 Kópavogi - Sími: 552-2111 - Netfang: faj@faj.is - www.faj.is FAJ NAVTEX Íslenskur texti Ný Íslensk tíðni Enginn pappír SAILOR Sea-Tel mæti. Afkastageta atvinnutækisins minnkar og þá um leið arðsemin af fjár- festingunni við það að alltaf er verið að þjálfa nýja einstaklinga í störfin. Það kom ekki ósjaldan fyrir yfir sum- armánuðina þegar kjarninn af áhöfninni á Gnúpnum var í sumarfríi að lítið fór í gegnum vinnsluna vegna þess að ekki fengust vanir menn. Reynir á einkalífið Öll umræða um sjómannsstarfið hefur oftast snúist um hetjur hafsins og mikil afrek. Rétt er að störfin eru unnin við mjög erfiðar og hættulegar aðstæður, en það má ekki gleymast og það þarf að vera í umræðunni, að þetta eru einstakl- ingar með sínar þarfir og tilfinningar. Sjómenn eiga konur og börn sem þeir eru oft langtímum frá. Hjónabönd þola iðulega illa þetta álag sem þessari fjar- veru fylgir og börnin verða af því sem talinn er sjálfsagður hlutur í dag, nefni- lega að báðir foreldrar sinni uppeldinu. Með auknum samskiptamöguleikum er starfsumhverfið að lagast en bæta þarf það enn frekar. Ekki hefði mér dottið það í hug þegar ég hóf sjómennsku- ferilinn og talstöðin var eini samskipta- möguleikinn, að sjómenn ættu eftir að sinna sínum bankaviðskiptum í gegnum tölvu utan af sjó. Ég minnist margra stunda um borð þegar ég var leiður, var að missa af hinum og þessum viðburðum í stórfjölskyldunni eða hjá vinum, illa fiskaðist og langvarandi brælur gerðu mönnum lífið leitt. Þá leiddi ég oft hug- ann að því að nú væri komið nóg af sjó- mennskunni og tímabært að finna sér starf í landi, en alltaf ýtti maður þessu til hliðar og hélt áfram á sjónum. Eftir að hafa sett þessar hugleiðingar á blað og reynt að finna ástæðuna fyrir því að ég var í 27 ár á sjónum er svarið ein- falt, ég fann mig í þessu starfi og náði að lifa með þeim ókostum sem því fylgja. Það skal samt viðurkennt að fyrir tveim- ur árum taldi ég minn kvóta búinn á þessum starfsvettvangi og tími kominn til að róa á ný mið. Það var meðvituð ákvörðun eftir mikla umhugsun. Til hamingju Vegna mikillar sérstöðu sjómennsk- unnar er nauðsynlegt að stéttarfélögin og aðrir sem málin varða hafi vettvang til að koma umfjöllum um málefni stéttarinnar á framfæri, þess vegna er það ánægjuefni að Sjómannablaðið Víkingur er orðið 70 ára. Ég óska þeim sem að útgáfunni koma til hamingju með áfangann og vel- farnaðar í framtíðinni. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.