Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Síða 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur eftir Hilmar Snorrason Ég geri ráð fyrir að nú sé hugur allra netverja við að tjá sig um það hvenær þeir fara að sofa, vakna, komast á frívakt eða vitlaust fiskerí á Facebook. Það er ekki annað að heyra á sjómönnum, sem hafa netaðgang um borð, en að „fésið“ sé tómstundaiðkunin sem margir eyði í öllum frívöktunum. En viti menn þá er líf fyrir utan kjaftaganginn á fésinu og þá er gaman að láta uppbyggilegar heima- síður dæla fróðleik til okkar. Sjómannablaðinu Víkingi er mikill heiður að kynna fyrstu síðuna að þessu sinni en það er www.timarit.is. Tímarit. is er stafrænt bókasafn með yfir 3 mill- jónir blaðsíðna að fletta í og nýtist hún öllum þeim sem eru í einhverjum rannsóknum á sögunni, ómetanleg hjálparhella. Nýlega var lokið við að skanna alla árganga Sjómannablaðsins Víkings til ársins 2008 inn á vefinn þannig að nú geta allir áhugasamir hafið lestur á blaðinu frá upphafi. Þau eru orðið ófá tölublöðin sem gefin hafa verið út en í eina tíð komu 10 blöð út árlega. Til að geta fengið aðgang að vefnum þarf að skrá sig inn og er aðgangur ókeypis. Næst ætlum við að skoða USAToday síðu um farþega- og skemmtiferðaskip á slóðinni http://www.usatoday.com/travel/ cruises/default.aspx. Þarna má fá fréttir af því sem er að gerast hjá þessum skip- um. Þeir sem hyggja á ferðalög geta líka með þessum hætti fundið tilboðsferðir á síðunni. Til að fræðast um þá aðila sem bjóða upp á skemmtiferðir eru ýtarlegar upplýsingar um margar útgerðir sem og hafnir sem þessi skip sigla til. Sem sagt, þá er hægt að leggja drög að sumarfríi þegar loks fer að birta til í kreppunni hjá okkur. Á vormánuðum voru tíðar frétti af íslenskum skipstjórnarmanni sem var um borð í skipi sem flutti hjálpargögn frá Indlandi til Sri Lanka. Skipið komst sannarlega í heimsfréttirnar enda áttu hjálpargögnin að fara til tamila en stjórn- völd á Sri Lanka meinuðu skipinu að koma til hafnar þrátt fyrir fyrri vilyrði þar um. Á slóðinni http://vannimission. org/ er hægt að fræðast um þetta mann- úðarverkefni og má einnig sjá viðtöl þar við Kristján Guðmundsson sem var með í för. Það hefur ekki farið leynt að margir Íslendingar hafa flust búferlum úr landi eftir að kreppan skall á. Sjómenn hafa sannarlega verið í þeim hópi þrátt fyrir að tekjur þeirra hafi vænkast örlítið með slakara gengi en menn muna líka mögru árin þegar gengið var það sterkt að tekjurnar urðu að engu. Ef einhverjir eru enn eftir sem hafa hug á að fara út í heim er ekki úr vegi að skoða síðuna www.crewplanet. eu þar sem menn geta skráð sig inn og vinnu- veitendur í leit að skip- verjum geta haft sam- band. Þegar ég skoðaði síðuna var verið að bjóða skipstjórum á milli 8 og 9300 € á mánuði miðað við fjóra mánuði um borð og fjóra heima. Þetta mun gera eitthvað um 1,6 á mánuði. Þarf nokkuð að spá í hlutina meira? Ég rakst á síðu sem heitir www.shipsandhar- bours.com þegar ég var í leit að ákveðnu skipi og vildi kanna hvort mögulegt væri að mynd- ir frá viðkomandi höfn væri að finna á netinu. Á þessari síðu eru myndir frá mörgum höfnum sem og af skipum. Þessi síða er alveg þess virði að eyða góðum tíma í hana. Þeir lesendur sem hafa áhuga á her- skipum ættu að skoða síðu um belgíska sjóherinn á slóðinni www.zm-fn.be. Að vísu er síðan á hollensku en það gerir ekkert til því nóg er af ljósmyndum á síðunni. Þar má sjá myndir af herskip- um flotans sem og frá styrjaldarárum seinni heimsstyrjaldarinnar.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.