Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33 Rýmkun fyrir útgerðir Skráningafánalöndin gera margt til að laða að skip og þar með tekjur til landa sinna. Nú nýlega kynnti Panama um nýja tegund skráningar skipa eða „skip í legu“. Þau skip sem lenda í verkefnaskorti og hefur verið lagt er hægt að færa á þessa skráningu sem gerir eigendum þeirra kleyft að spara peninga því skráning undir þessum formerkjum er 40-50% ódýrari. Samhliða því að lækka skráningargjöldin rýmkast fyrir eigendur að fækka skipverjum um borð þar sem skipin fá ný mönnunar- skírteini sem og veruleg rýmkun á tímalengd reglubundinna skoðana. Í byrjun júní var talið að rúmlega 380 stórflutninga- skip yfir 10.000 tonn DW hefðu ekki verið hreyfð í meira en mánuð vegna verkefnaskorts auk þess sem um 10% af gáma- skipum heimsins liggja verkefnalaus um allan heim. Nýjar hafnarríkisreglur Paris Memorandum of Understanding samkomulagið um Hafnarríkiseftirlit (Port State Control) boðar byltingarkenndar breytingar á framkvæmd eftirlitsins frá og með árinu 2011. Þá verða innleiddar nýjar skoðunarleiðir þar sem tekið verður tillit til vel rekinna skipa og útgerða. Slíkar útgerðir og skip verða verðlaunuð með minni skoðunum en sjónum beint að áhættu- samari skipum sem ekki hafa gott orðspor hvað rekstur varðar. Þau skip munu aftur á móti verða fyrir auknum og ýtarlegri skoðunum en áður. Tekið verður til skoðunar árangur útgerða svo og útkoma úr ISM skoðunum skipa til að greina þau skip sem falla í áhættuhópa. Þá verður einnig horft til frammistöðu fánaríkis gagnvart öryggi skipa. Nú er bara að vona að íslenskir farmenn lendi í betri hópnum en lítið verður hægt að horfa til íslenska þjóðfánans þar sem ekkert kaupskip í alþjóðasiglingum hefur þann fána við hún. Sjóránssögur Það er eiginlega ekki hægt annað en að minnast á sjórán í þessum pistlum enda eru þau ein mesta ógnun sem steðjar að sjómönnum um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er nýbúið að frelsa maltneska timburflutningaskipið Arctic Sea úr hönd- um sjóræningja þótt sagan á þessum tímapunkti hafi ekki verið upplýst til fullnustu. Rússneskri áhöfn skipsins hafði verið haldið í 25 daga áður en tókst að frelsa hana með herafla. Það var þó ekki herafli sem frelsaði áhöfnina á dráttarbátnum Yene- goa Ocean sem sómalskir sjóræningjar hafðu haldið í 10 mán- uði heldur kænska skipstjórans. Honum tókst að telja sjóræn- ingjunum trú um það að skipið væri orðið olíulaust og gæti því hvergi farið en skipið hafði legið við strönd Sómalíu. Ræningj- unum þótti því óþarft að hafa nema einn varðmann um borð. Þetta nýtti svo áhöfnin sér eina nóttina þegar henni tókst að yfirbuga sjóræningjann og sigla dráttarbátnum á haf út. Það var síðan hollensk freigáta sem kom til móts við dráttarbátinn og veitti skipverjunum læknisaðstoð. Var honum síðan fylgt til Yemen. Meiri sjórán Skipstjórinn á olíuskipinu Dubai Princess, sem er 115 þúsund tonn að stærð, var lofaður af breska sjóhernum fyrir kænsku við að losna undan sjóræningjum á Adenflóa. Hrað- bátur með sex sjóræningjum um borð reyndi að komast um borð í skipið en þeir voru meðal annars vopnaðir vélbyssum og sprengjuvörpu. Skotið var á skipið en skipstjórinn jók ferðina eins og kostur var sem og að sigla í krákustíga. Að lokum sáu sjóræningjarnir að þeir myndu aldrei komast um borð enda sigldi skipið í átt að verndarflotanum og hjálparþyrlur á leið- inni. Ekki sluppu sjóræningjarnir alveg þar sem þeir voru stoppaðir og afvopnaðir af hermönnum. Í apríl mánuði var tilkynnt um 30 árásir á skip undan Sómalíu og 29 mánuðinn á eftir. Í byrjun júni voru 13 skip og 193 sjómenn í haldi sjóræn- ingja í Sómalíu og voru flestir þeirra Filippseyingar. Þrátt fyrir þessar tölur hefur árásum fækkað eftir að verndarskip voru staðsett á svæðinu en einnig hefur verið bent á að skipstjórar bregðast af sífellt meiri hörku við sjóræningjaógninni. Dæmdur Nýlega var skipstjóri birgðaskipsins Vos Viper sektaður af skoskum dómstóli fyrir að hafa leyft skipverja að koma um borð í skipið, þar sem það lá í höfn, undir áhrifum áfengis. Dómsorð voru þau að skipstjórinn hefði brotið gagnvart örygg- isreglum fyrirtækisins sem og öryggisstjórnunarkerfi skipsins (ISM). Umræddur skipverji lést eftir að hann féll niður stiga í íbúðum skipsins en skipstjórinn, Alexander Phimister, lýsti sig sekan um ákæruna. Málsatvik voru þau að skipið lá í höfn í Lerwick á Shetlandseyjum og fór skipstjórinn ásamt vélstjóra og yfirstýrimanninum á krá til að halda upp á afmæli skip- stjórans. Fleiri skipverjar voru þar einnig en eftir að þeir komu aftur til skips ákvað yfirstýrimaðurinn að ná í kaffi en féll í stiga og lést af völdum áverka sem hann hlaut. Við krufningu kom í ljós að áfengismagn í blóði hans var yfir leyfilegum mörkum útgerðarinnar og ISM kerfi skipsins. Talsmaður breska stéttarfélags sjómanna NUMAST sagði að dómsniðurstöður sköpuðu fleiri spurningar eins og hvað hefði gerst ef skipverj- anum hefði verið meinað að fara um borð í skip sitt. Skip- stjórinn var sektaður um 1.800 pund. Vöxtur þrátt fyrir kreppu Í nýlegri skýrslu Lloyd’s Register – Fairplay er bent á að þrátt fyrir skelfilegt ástand á fragtmörkuðum þá er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti í fjölda gámaskipa. Þessi niðurstaða er reyndar mjög svört fyrir eigendur þessa skipa þar sem þetta mun einungis hafa þau áhrif að búast megi við mjög lágum farmgjöldum í langan tíma. Heimsfloti gámaskipa telur 4.671 skip með samtals 12,4 milljón TEU’s flutningsgetu. Búist er við um 13% vexti á árinu 2009 sem aðallega kemur til af pöntun- um á nýsmíðum meðan góðærið varði en eigendurnir eru að fá skipin afhent nú. Búist er við að árlegur vöxtur á árunum 2010 til 2013 verði aðeins minni eða um 9,3%. Ef litið er til ákveð- innar stærðar gámaskipa kemur í ljós að mestur vöxtur verður í skipum yfir 8.000 TEU’s eða um 25% til ársins 2013. Sem lýsandi dæmi fyrir ástandið þá tapaði AP Möller-Mærsk nærri 400 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi 2009 en í fyrra varð hagnaðurinn um milljarður dollara. Meginástæðu þessa við- snúnings má rekja til gámaflutningasviðs útgerðarinnar. Sómalskir sjóræningjar vopnaðir vélbyssum og sprengjuvörpu að reyna að kom- ast um borð í 115 þúsund tonna olíuskip.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.