Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 36
lítið um kennsluefni, hluti þess hefur líklega verið á dönsku fyrstu árin og forstöðumaðurinn kennt alla námsþætt- ina sjálfur. Námskeiðin munu, a.m.k. þegar fram liðu stundir, hafa verið haldin á haustin, milli síldarvertíðar og vetrar- vertíðar. Jón hefur á þessum námskeið- um menntað nær 200 mótorista, sem margir áttu eftir að koma mjög við sögu bæði til sjós og lands. Haustið 1940 fór hann með bát sinn Hegra EA 255 áleiðis til Hafnarfjarðar, en þaðan skyldi gera bátinn út. Hegri fórst á Húnaflóa 30. október og með honum 5 manns. Jón Sigurðsson var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Sóleyju Jóhannesdóttur, missti hann árið 1925 frá þrem ófermd- um börnum, Önnu, sem síðar giftist Torfa Hjartarsyni, tollstjóra, Skafta, skip- stjóra og Ebbu, sem dó ung. Síðari kona hans var Anna Sigríður Kristjánsdóttir og voru börn þeirra tvö, Sigurður Ólafs, vél- fræðingur, framhaldsskólakennari og báta- og skútuhönnuður á Akureyri og Ebba Þórunn, snyrtifræðingur og hár- skeri í Florida. Sonurinn Bernska og æska Sigurður fæddist 9. júní 1933 í Hrísey, perlu Eyjafjarðar, og ólst þar upp, en hann var aðeins 7 ára þegar faðir hans fórst. Móðir hans stundaði alla þá vinnu utan heimils, sem unnt var að fá, vann í fiski, var í netagerð, vann í Hrísey, á Dal- vík og á Siglufirði; hún hafði fyrir fjöl- skyldu að sjá. Sigurður var sendur í sveit á sumrin, en var í Hrísey á veturna, hjá góðu fólki ef mamma hans var við vinnu annars staðar. Hann sótti í smíðar, hann- aði og smíðaði fyrsta bátinn ellefu ára, sumarið 1944, lýðveldissumarið, það var kajak gerður úr timbri og ferniseruðum dúk: honum hvolfdi í jómfrúrferðinni! 17. júní fór Sigurður á lýðveldishátið í Svarfaðardal, hann var einmana í öllum manngrúanum; þar var stelpa frá Dalvík, ári yngri, kölluð „jarðskjálftastelpan“. Þau hittust ekki, en leiðir þeirra lágu saman síðar. Svo var flutt til Siglufjarðar. Sigurður var eitt ár í Gagnfræðaskóla Akureyrar, en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, en sumarvinnan var sótt norður. Eftir gagnfræðapróf í Reykja- vík lá leiðin til Akureyrar. Við tók sjó- mennska, en síðan meira nám, því hann lauk mótorvélstjóraprófi hinu minna á Akureyri 1952 og hóf síðan vélvirkjanám í Vélsmiðjunni Odda, sem lauk með sveinsprófi í október 1955. Þessi árin og lengur ók Sigurður um á Norton her- mótorhjóli og hefði verið kallaður „töffari“ í dag. Um þetta leyti kom „jarðskjálfta- stelpan“ til sögunnar. Sigurveig Sigurð- ardóttir fæddist á Dalvík 2. júní 1934. Örskömmu eftir að hún kom í heiminn, það var nýbúið að skilja milli móður og barns, reið jarðskjálfti yfir Dalvík og nærliggjandi byggðir. Með snarræði tókst að koma mæðgunum út úr húsinu áður en það skekktist svo, að engri hurð var þokað. Meðan þetta gerðist svaf Sigurður rólegur í vagni sínum í Hrísey og slapp óskaddaður þótt skorsteinninn á Hellu- landi, húsi foreldra hans, hryndi og hluti hans flygi yfir barnavagninn. Árið 1955 voru þau „jarðskjálftastelpan“ og Sig- urður fullvaxta og ekkert sjálfsagðara en að arka lífsveginn saman og það hafa þau gert samhent í meira en hálfa öld, giftu sig í árslok 1956, eiga þrjú börn, Kristján Þorgils, Jón og Önnu Maríu og dágóðan flota barnabarna og barnabarnabörnum fjölgar. Þá tók Vélskóli Íslands við. Þar var heimavist og búið þröngt. Sumarvinnan, sem nægja varð til framfærslu yfir vetur- inn tengdist sjómennsku, var á netum á línuveiðara, gekk ekkert, svo kyndari á Hval III og gekk mjög vel. Vélstjórapróf- inu lauk Sigurður vorið 1957 og varð þriðji, Veiga fór í húsmæðraskóla, og hann í rafmagnsdeildina ári síðar og varð annar. Sigurður fór að því búnu í fram- haldsnám hjá MWM í Mannheim í Vestur-Þýskalandi og var þar fram undir jól. Sumarið eftir réðist Sigurður sem vélstjóri við Laxárvirkjun í Aðaldal og var þar allt til ársins 1964 að hann flutti til Akureyrar og varð 1. vélstjóri í Vara- rafstöð Laxárvirkjunar. Á þessum árum voru oft mikil vandræði með framleiðslu rafmagns í Laxárvirkjun vegna íss og krapa og var rafmagnsskömmtun, oft dögum saman, árviss viðburður. Til að tryggja neytendum trygga raforku var brugðið á það ráð að setja upp varastöð (toppstöð) á Akureyri og var það gert í áföngum á árunum 1959-1965. Þá fram- ÞAÐ VAR SVONA RAMLANDI Mauritius er í hitabeltinu, sunnan miðbaugs og þar eru stormar og fellibyljir tíðir. Í einum túrnum stefndi fellibylur í átt til þeirra og þar sem Rvf Investigator var engin sérstök sjóborg, enda rétt um 100 tonn að stærð, var siglt sem mest mátti frá ætlaðri stefnu fellibylsins. Þá þurfti vélin endilega að bila, aðalvökvadæla skipsins var óvirk því tengsli milli hennar og aðalvélar brotnaði og við slíkt verður að gera og það strax. Þannig var um hnútana búið, að bæði ferskvatns- og olíukælarnir voru ofan á vökva- dælunni og þá þurfti að fjarlægja áður en viðgerð gat hafist. Þá var hlaupakötturinn of stuttur svo nota varð handafl. Auk þess var fátt varahluta um borð. Allt þetta tók um átta klukkutíma og á meðan nálgaðist stormurinn. „Þetta var svona ramlandi“ sagði Sigurður, „skipið hafði langa veltu og drap okkur ekki.“ SLEGGJAN Það var á Indónesíuárunum, þegar Sigurður kenndi á námskeiðunum, sem annars staðar er sagt frá, að hann fékk 6 manna hóp. Sá flokkur var skólagenginn, en sá galli var á gjöf Njarðar, að strákarnir höfðu lært til yfirmanna í sjómannaskóla, allt á bókina, ætluðu reynar ekki að vinna svo mikið sjálfir. Þetta kom þeim í koll. Þeir fengu, eins og aðrir, þrjár vélar, hverja af sinni tegundinni, vinnuaðstöðu og verkfæri og áttu að rífa þær í sundur og setja saman. Shariff, túlkurinn hans Sigurðar, sem reyndar var vélstjóri og átti að taka við námskeiðahaldinu af Sigurði, útskýrði verkefnið fyrir nemendunum, en ekkert gekk, þeir ætluðu greinilega að gera sem minnst, helst alls ekkert. Shariff, sem var ekkert nema kurteisin eins og Indónesa er siður, hvatti þá sem best hann gat, en þokaði þeim ekkert áleiðis. Þá var ekki nema eitt að gera í stöðunni, enda hafði Sig- urði runnið dálítið í skap. Hann tók trésleggju sér í hönd, óð að strákunum, þar sem þeir stóðu og spjölluðu sín á milli, hélt hvassa skammarræðu á auðskiljanlegu íslensku sjómannamáli yfir þeim og lamdi síðan sleggjunni í vinnuborðið af nokkru afli. Strákarnir hrukku illa við og það rann upp fyrir þeim, að hér væri alvara á ferðum. Verkið hófst eins og Sigurður vildi og gekk alveg ágætlega, því við námskeiðslok rifu þeir og settu saman vél á 3-4 tímum, sem venjulega var talið dagsverk. Eftir það þurfti hann aðeins að sýna þeim hamarinn ef þeir slökuðu á! Þeir voru síðan útskrifaðir og fóru til starfa meðal fiskimanna eins og til var ætlast og sendu skýrslur heim um verk og verkferla. Sá þeirra, sem best stóð sig, komst yfir 25 bátavélar á einum mánuði, sem er afrek, ef haft er í huga, að varahlutir vaxa ekki á trjánum austur þar þrátt fyrir gott loftslag og frjósemi moldar. Þessa aðferð þurfti ekki að nota annars staðar, fiskisagan flaug. 36 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.