Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Side 39
togaði útþráin í okkar mann.
Í febrúar 1977 fór hann einn til Róm-
ar og ætlaði að taka að sér smáverkefni
fyrir FAO, nokkrar vikur, en úr teygðist
og varð að lokum að tveggja og hálfs árs
útivist. Konan og dóttirin komu á eftir
honum, en synirnir voru í skóla á Akur-
eyri og á Englandi. Þennan tíma var Sig-
urður eins og jójó, hann fór stað úr stað
og land úr landi. Hann var við viðhald
og eftirlit á bátum og skipum fyrir „Fleet
Management Unit“ stofnunarinnar. Þessi
floti var lánaður stjórnum hinna ýmsu
ríkja til þróunarvinnu og var viðhaldi því
oft ábótavant eins og von var. Nafna-
rununa verður að lesa með landakorti:
Róm-Malawi-Tanzanía-Aden-Tanzanía-
Malawi-Róm-Mobasa í Kenya-Malawi-
Róm-Conacry í Guineu í V-Afríku-Dakar
í Senegal-Casablanca í Marokkó-Róm-
Dar Es Salam í Tanzaníu-Túnis-Malta-
Uganda-Tanzanía. Þá var komið fram í
nóvember 1978 og Sigurður skipti um
heimsálfu, því nú brá hann sér til Bang-
kok í Tælandi. Þannig var, að FAO í sam-
vinnu við Norðmenn, hélt þar viðamikið
námskeið í hönnun fiskiskipa fyrir Asíu
og Austurlönd fjær. Fyrirlesarar voru úr
hinum ýmsu heimshornum. Þar hélt Sig-
urður ellefu fyrirlestra um fyrirkomulag í
vélarrúmi og fleira því viðvíkjandi. Allir
fyrirlestrarnir, sem haldnir voru á nám-
skeiðinu, voru gefnir út á bók í Englandi
undir titlinum „Design of Small Fishing
Vessels“.
Eftir áramótin lá leiðin svo til Amster-
dam og þaðan til Trinidad við strendur
Suður-Ameríku, þar var hann með skip
frá FAO í slipp sex vikur og aftur svo til
Rómar, en þaðan lá leiðin til Gineu, en
síðan aftur vestur yfir Atlantshafið, til
Panama og Dóminíska Lýðveldisins. Þá
var kominn tími til að taka sér frí og það
gerði Sigurður, en til þess þurfti hann að
segja upp starfi sínu, sem hann og gerði.
Nú var komið haustið 1979 og leiðin lá
aftur til Akureyrar, heim í Suðurbyggð-
ina og í frystihús ÚA.
Eftir ár heima, haustið 1980, lá leiðin
aftur út í heim. Nú var það Indónesía.
Sigurveig og Anna María fóru með, syn-
irnir voru í námi heima og í Danmörku.
Þar bjuggu þau til sumarsins 1983. Eitt
af verkefnum hans var að mennta unga
menn til ráðgjafarstarfa, en þeirra var
brýn þörf, því vélvæðing fiskibáta var
á algeru byrjunarstigi, líkt og var hér
heima eftir aldamótin 1900, þegar
menntun nýrrar stéttar, mótoristanna,
hófst. Ráðgjafarnir áttu síðan að fara
milli fiskiþorpanna og leiðbeina og
hjálpa sjómönnum eftir því þörf krafði.
Alls voru menntaðir 36 ráðgjafar, sem
allir fengu tíu daga stíft námskeið.
Þar fetaði Sigurður í fótspor föður
Á HÆKJUM SÉR
Nú er það til siðs, í Indónesíu og líkast til víðar austur þar, að menn sitja á hækjum
sínum við flest sín störf, ef því verður við komið. Ekki gefst það jafn vel við öll verk,
eins og Sigurður komst að á einu námskeiðanna, sem hann hélt. Hann var bara með
eina vél, tvær voru ókomnar. Hann sagði hópnum að skoða gripinn og velta fyrir sér
því, sem þeir sæu. Þeir gerðu það og þar sem vélin var enn á gólfinu, en þar léku leir
og sandur aðalhlutverkið, settust þeir á hækjur sínar. Þetta líkaði Sigurði ekki, því, eins
og allir vita, eru sandur og mold óæskilegir hlutir við vélarrupptekt. Hann bað þá því
setja gripinn upp á stórt borð, vinnuborðið og dunda sér meðan hann sækti næstu vél.
Nemendur tóku því vel, enda komnir til að læra. Þegar Sigurður kom til baka, alllöngu
síðar, var vélin kominn upp á borðið og nemendurnir líka, allir sátu þeir þar á hækjum
sér rétt eins og önnur vinnustelling væri ekki til.
RÆÐAN HENNAR VEIGU
Sigurveig var duglegust fjölskyldunnar að læra mál innfæddra í hvaða landi sem þau
voru. Þegar þau hjón voru á Jövu í Indónesíu lærði hún Bahasa Indonesa, aðalmál inn-
fæddra og náði góðum tökum á því. Hún settist einfaldlega á skólabekk og stóð sig vel.
Það var svo um þessar mundir, hvernig sem það er nú í dag, að Kínverjar áttu mikl-
ar eignir þar á eyjunni, þar á meðal heilu einbýlishúsahverfin. Sigurður og Sigurveig
bjuggu í einu slíku húsi. Innfæddir voru afskaplega argir, svo ekki sé meira sagt, út í
auð Kínverjanna og vildu þá sem lengst í burtu. Að lokum sauð upp úr og innfæddir
gengu berserksgang, fóru hús úr húsi og skemmdu og eyðilögðu eignir íbúanna. Þeir
tóku allt sem hönd á festi innandyra og köstuðu út, húsbúnaður, sjónvörp og allt, sem
ekki var naglfast, var mulið mélinu smærra. Hverfið var auðvitað umlukið öryggis-
girðingu, en sá fyrsti, sem tók til fótanna, var öryggisvörðurinn sjálfur.
Þegar berserkjahópurinn kom að Jalan Rinjani númer fimmtán og bjóst til skemmd-
arverka, gekk frú Sigurveig Sigurðardóttir frá Dalvík út á tröppurnar og hélt ávarp á
Bahasa Indonesi, blandað tærri íslensku. Hvort þessir andskotar héldu, að hún væri
Kínverji, ljós á hörund og bláeygð. Nei takk, íslensk væri hún og íslensk yrði hún og
þeir skyldu bara hypja sig. Íslenska víkingseðlið varð indónesískri reiði yfirsterkara og
húsið númer fimmtán var það eina í hverfinu, sem fékk að vera í friði.
Eitt af rannsóknaskipum FAO sem Sigurður hafði eftirlit með.
Sjómannablaðið Víkingur – 39