Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 41
tæki væru víðar smíðuð og full ástæða til
að kanna það nánar. Þetta kveikti með
mönnum neista og Sigurður og Hans
fóru ásamt fulltrúa byggingarnefndar í
vikuferð Noregs og kynntu sér gerð og
notkun slíks búnaðar. Ítarleg skýrsla
þeirra um ferðina, þar sem þeir benda á
ótvíræða kosti þessa tækis til að mennta
vélstjóra, varð til þess, að hafist var
handa um að kaupa slíka búnað og með
dyggri aðstoð bæjarstjórnar Akureyrar og
annarra ráðamanna var hermir keyptur,
sá fyrsti á landinu, og settur upp haustið
1987. Verkmenntaskólinn hafði þar öðr-
um sterkari framtíðarsýn. Það var þessari
nýju tækni og þó öllu fremur
góðu og framsýnu kennaraliði að
þakka, að Verkmenntaskólinn
fékk haustið 1987 leyfi til að
hefja kennslu á þriðja stigi vél-
stjórnar og níu árum seinna á
fjórða stigi, þannig að frá haust-
inu 1997 hefur verið starfræktur
fullgildur vélskóli á Akureyri.
Þar starfaði Sigurður allt til
vorsins 2003 að hann fór á eftir-
laun.
Hönnuðurinn
Fyrr var nefnd bátasmíði Sig-
urðar á bernskuárunum í Hrísey.
Á Indónesíu-árunum lét hann
eftir þeim áhuga sínum að teikna
og smíða báta og innritaðist í banda-
rískan bréfaskóla, Yacht Design Institut í
Maine fylki. Þetta nám stundaði hann
austur þar meðfram vinnu, en þegar
hann ætlaði að taka upp þráðinn eftir að
heim var komið, hafði skólanum verið
breytt og var nú kominn á háskólastig.
Skólastjórinn bauð honum þá að koma
vestur, bréfaskólanámið skyldi metið sem
eins árs fullt nám og lokapróf fengi hann
að loknu einu námsári. Fékk ársleyfi frá
kennslu og fór vestur 1986 og braut-
skráðist vorið 1987 með gráðuna Associ-
ate in Applied Science Degree in Small
Craft Naval Architecture. Sigurður var
fyrsti nemandinn, sem lauk þessarri
námsbraut og fékk umsögnina „with
high honours“.
Þá var komið að Sigurveigu að setjast
á skólabekk. Myndlist hafði heillað hana
allt frá því hún var búsett í Róm og Sig-
urður víðs fjarri við sín störf. Hún stund-
aði fjögurra ára nám við Myndlistarskól-
ann á Akureyri og lauk þaðan burtfar-
arprófi vorið 1998.
Á Verkmenntaskólaárunum teiknaði
Sigurður nokkra báta, sá stærsti var 40
feta seglbátur, sem smíðaður var úr stáli
vestur á Ísafirði, auk minni báta. Árið
1996 keyptu þau hjón gamla Vélskóla-
húsið við Laufásgötu á Akureyri,
sem fyrr var nefnt, og í fyllingu
tímans gerðu þau það að vinnu-
stað sínum, sem það er enn og
þar er Sigurður nú að smíða 19
feta álbát, en áður hafði hann
hannað og smíðað 20 feta segl-
skútu, en Sigurveig hefur lagt
undir austurhluta hússins, þar
málar hún og heldur málverka-
sýningar.
Höfundur var skólameistari
Verkmenntaskólans á Akureyri
og samstarfsmaður Sigurðar
Ólafs Jónssonar í fimmtán ár.
Strákarnir mínir í Verkmenntaskólanum, segir Sigurður um þessa mynd. Sjálfur er hann fyrir miðjum hópi.
Hróar siglir á Pollinum við Akureyri en hún er að öllu leyti afkvæmi Sig-
urðar sem teiknaði hana og smíðaði.
Sjómannablaðið Víkingur – 41