Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur okkur boðið að skoða litla skuttogara, 150–200 tonna skip, sem Bretar voru farnir að smíða til brúks í Norðursjón- um. Þessi, sem okkur var sýndur, var aðeins búinn að fara tvo túra, en útlitið sagði annað. Það var ótrúlegt, hvað hann var illa farinn, nýtt skip, aðeins tvær veiðiferðir. Bretar voru fyrsta togara- þjóðin, með mikla hefð, fundu þessa veiðitækni upp og voru byrjaðir að toga hérna fyrir aldamótin 1900 á segltogur- um ... gamlir togarar með strompinn fyrir framan stýrishúsið sáust fram til 1960 í Norðursjó, ... „úr því að afi notaði þetta, þá getum við notað það líka,“ — það var hugsunarhátturinn. Ólafur: Til er lýsing Eyjólfs R. Ey- jólfssonar (Eyjólfs alkakrækis); hann hóf togaramennsku í byrjun seinna stríðs, var kyndari og háseti, sigldi á Fleetwood, var rekinn af gamla Júpíter ásamt 11 öðrum fyrir rangar sakir og rekinn af bv. Hafliða fyrir kjafthátt beint framan í fésið á kallinum. Á Júpíter var vaskurinn í lúkarnum brotinn og oftast ekkert vatn; þvoðu sér úr köldum sjónum, ef þeir þvoðu sér þá ... mönnum var haldið í óvissu, hvort þeir héldu plássinu lengur en túrinn, haldið í stöðugri spennu með endalausum skömmum og jafnvel hót- unum18. Sögur gengu, að karlinn í brúnni henti þorskhausum í menn á dekki, og borgaði sektir hjá lögreglunni á eftir. Einn komst yfir vatnsbyssu og sprautaði kaffi á mannskapinn, annar öskraði í gegnum lúður, skall eins og höggbylgja á mönnum. Hvað var gert í alvöru, hvað sér til gamans? Tilvísanir í rit, sem leitað var til 1 Trawler Safety. Final Report of the Committee of Inquiry into Trawler Safety. Chairman: Admiral Sir Deric Holland-Martin. London. Her Majesty‘s Stationery Office, 1969, p. iv. (Í lauslegri þýðingu.) 2 Feigðarför Röðuls GK í janúar 1963. Ægir, 89. árg., 8. tbl., bls. 24–29, 1996. — Oskar Thorðarson, Gunnar Gudmundsson, Olafur Bjarnason, Thorkell Jóhannesson. Metylklor- idforgiftning. Nordisk Medicin, 73, 150–154, 1965. — Gunnar Gudmundsson. Methyl Chloride Poisoning 13 Years Later. Archives of Environmental Health, 32 (5), 236–237, 1977. — Vilhjalmur Rafnsson, Gunnar Gud- mundsson. Long-Term Follow-Up after Methyl Chloride Intoxication. Archives of Environmental Health, 52(5), 355–359, 1997. Í nýlegu viðtali, 31. okt. 2010, staðfesti Jón Eðward C. Helgason, að hann vissi aðeins um tvo, sem fengu sig metna öryrkja vegna slyssins í Röðli, annar var metinn 70% öryrki og hinn 100%. Bárður Steingrímsson fékk einhverjar bætur, var ókunnugt um aðra. Sjálfur fékk hann ekkert út úr þessu slysi nema dagpeninga þann tíma, sem hann var frá vinnu. Seinna fékk hann örorkubætur vegna annars slyss. 3 Steinar J. Lúðvíksson. Þrautgóðir á rauna- stund. Rvk. 1987, 18. bd, bls. 14–24. — Eldsvoði um borð í Hallveigu Fróðadóttur í fyrrinótt: Sex skipverjanna sem sváfu í neðri lúkar fórust í brunanum. Þjóðviljinn, föstu- daginn 7. marz 1969, 34. árg., 55. tbl., bls. 1 og 7. 4 Um Jón Antonsson (handrit, B. B.). 5 Banaslys í gærmorgun. Vélstjóri varð fyrir togaraskrúfu er rann af vörubílspalli. Morgun- blaðið, laugardagur 31. janúar 1959, 46. árg., 25. tbl., bls. 16. 6 Leitað er togarans Júlí frá Hafnarfirði. Þjóðviljinn, fimmtudaginn 12. febrúar, 24. árg., 35. tbl., bls. 1. 7 Hafliði Magnússon. Saltstorkin bros. Vest- firska forlagið. Hrafnseyri 2003, bls. 69–72. Hafliði Þórður Magnússon var var um tíma með Bensa sailor á bv. Júlí. Í sögunni er sagt frá þeim tveimur á Þórscafé, og stríðnin bitn- aði á Halla í næstu túrum á bv. Júlí (viðtöl við höfund bókarinnar, Hafliða Þórð Magnús- son, í júní 2010). 8 Bátinn tók út, en mennirnir voru eftir á kafi í sjónum. Rætt við háseta á Pétri Halldórss. um óveðrið mikla við Nýfundnaland. Þjóðviljinn, laugardagur 14. febrúar 1959, 24. árg., 37. tbl., bls. 12. 9 Viðtal við Gylfa Guðmundsson, skólastjóra, 29. júní 2010. 10 Viðtöl við Einar Örn Lárusson, kennara og bókavörð, frá Miðgörðum í Kolbeins- staðahreppi, og Stefán Þorvarðarson, bróður- son Aðalsteins Júlíussonar; í júní 2010. 11 3 Íslendingar farast. Þjóðviljinn, 1951, mið- vikudagur, 31. janúar, 16. árg., 25. tbl., bls. 12. – Um Ragnar Guðjón Karlsson, sjá Gunnar M. Magnúss. Virkið í norðri (Helgi Hauksson sá um útgáfuna), I. bd., Rvk. 1984, bls. 111, 124–125, 124–144, 144m, 206–207. 12 Viðtöl við Sigurð Guðmundsson og Örn Bjarnason, lækni. 13 Gunnar M. Magnúss. Virkið í norðri (Helgi Hauksson sá um útgáfuna), I. Bd., Rvk. 1984, bls. 111, 124–125, 124–144, 144m, 206–207. 14 Viðtöl við Guðmund Hallgrímsson, vélstjóra, júní 2010 og Guðmund Heimi Pálmason, togarasjómann, maí-sept. 2010. 15 Skipshafnarskrá, bv. Júlí GK 21, janúar/ febrúar 1959. Þjóðskjalasafn Íslands. 16 Síðasta veiðiferðin. Ingvi Rafn Jónsson tog- arajaxl rifjar upp síðustu veiðiferð Júpiters. Ægir, 1996, 89. árg., 5. tbl., bls. 20–21. 17 Ásgeir Jakobsson. Sagan gleymir engum. Sjómennskuþættir. Rvk. 1989, bls. 15–16. 18 Eyrún Ingadóttir. Gengið á brattann. Ævisaga Eyjólfs R. Eyjólfssonar „alkakrækis.“ Rvk. 1998, bls. 86–92. Bv. Freyr RE 1 í Reykjavíkurhöfn; þeir kölluðust sjóborgir þessir þúsund tonna togarar, slík var sjóhæfnin; smíðaður hjá A. G. Weser, Werk Seebeck í Bermerhaven í Þýzkalandi 1960; 987 brl. með 2300 ha. Werkspoor díselvél. - Ljósmynd: Jóhannes Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.