Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur
Ég lét piltinn leggjast á gólfið fyrir
framan káetuna aftur í en þar var nóg
gólfrými. Síðan settist ég andfætis við
hann, setti fótinn upp í handarkrikann
á piltinum, sneri handleggnum svo að
olnboginn vísaði inn á við og spennti
handlegginn að búknum. Hann small í
liðinn og pilturinn var fljótur að jafna sig.
Skipstjórinn fyrir borð
Nú er eftir það þriðja og síðasta sem
gerðist óvenjulegt í þessum túr og það
furðulegasta. Þegar þetta gerðist vorum
við komnir með bang bang aðferðina.
Það er að segja þýska aðferðin. Bobbing-
arnir voru hífðir inn í einu lagi. Felliður
voru settar upp á gálgana svo að öll
lengjan kom inn í einu lagi þótt búið
væri að hækka lunninguna framan við
svelginn.
Þegar bobbingarnir komu inn fyrir
lögðust þeir að lunningunni aftan við
svelg en þar var eikarplanki, festur í
dekkið, sem skorðaði þá út við lunn-
inguna en framan við svelginn féllu
bobbingarnir í stálrennu sem fest var
innan á lunninguna.
Þegar eftirfarandi gerðist vorum við
að hífa fyrsta holið á Heimlandshrygg
en það mið er sunnan Jónsmiða. Þegar
trollið kom á síðuna var mikið af þorski
í því og var fiskur upp allan einfalda-
belg. Ég sá þá að komið var gat við
vængskilin að aftan og flæddi þar út
fiskur. Ég stökk niður á dekk og lagðist
út á lunninguna og reyndi að draga sam-
an netið til þess að loka gatinu. Hvorki
bátsmaðurinn, sem var á spilgrindinni
framan við brúna, eða gilsmaðurinn sáu
hvað ég var að gera. Þess vegna fór sem
fór. Bobbingarnir lentu innan við renn-
una, framan við svelginn, og þeir hífðu
af miklum krafti í bobbingalengjuna til
þess að fá hana upp í rennuna. Það var
mikill hugur í þeim eins og alltaf er
þegar menn eru að fást við stórt hol.
Við þetta rauk bobbingalengjan upp
og myndaði beina línu á milli gálganna.
Það vildi mér til happs, þar sem ég lá út
á lunningunni, að þyngdarpunkturinn
á mér var utan við borðstokkinn. Ég
þeyttist upp í loft og fór að minnsta kosti
tvöfalt flikk-flakk áður en ég stakkst í
sjóinn á móts við pokann. Það var skrít-
inn svipur á körlunum þegar ég kom
syndandi að dallinum og skreið upp á
belginn. Ég var ekki lengi í sjónum,
aðeins fáar mínútur en mér er minnis-
stætt hvað ég skalf mikið og hvað tenn-
urnar glömruðu í munni mér þegar ég,
uppi í brú, var að tína af mér spjarirnar.
Þarna vorum við nálægt ísröndinni og
sennileg hefur sjávarhitinn verið um 0
gráður. Þessi túr endaði vel. Við komum
heim með fullt skip og sárið á klakanum
hafðist vel við.
Karlarnir gera að um borð í Þorkeli Mána. Borgarísjaki lónar hjá.
„Einar á Þverá, sem var gæðingur í Vallanesi, er spekingur að
viti, en dulur og daufur og tortryggur og hundslegur og hjá-
leitur, svo að eg hef ekkert gagn af honum ... og er mér e.t.v. af
honum ófriðar von ...“
Þannig skrifaði séra Björn Halldórsson í Laufási við Eyja-
fjörð í mars 1855 um Einar Ásmundsson sem þá var að flytjast
að Nesi, næsta bæ við prestinn. Það fór eins og Björn óttaðist
og þráttuðu nágrannarnir lengi um varphólma í Fnjóskánni
sem forveri séra Björns hafði tekið undir Laufás í skjóli kirkju-
legra skjala en hólmurinn hafði áður tilheyrt Nesi. Með þeim
var engu að síður vinskapur.
Skæklatog þetta stóð í mörg ár en í árslok 1882 var loks
ákveðið að dómtaka þrætuna og fékk Einar í Nesi, sem var
sækjandi málsins, í hendur stefnu til að birta séra Birni. En þá
gerðist það að presturinn andaðist skyndilega. Einar lét þetta
ekki aftra sér en heimtaði af stefnuvottunum að þeir færu í
Laufás þar sem séra Björn hvíldi í kistu sinni en jarðarförin átti
ekki að fara fram fyrr en um miðjan janúar.
Þannig atvikaðist það að hinn 4. janúar 1883 stjákluðu tveir
vandræðalegir stefnuvottar í baðstofunni í Laufási og tilkynntu
séra Birni Halldórssyni að hann ætti að viku liðinni að mæta að
Grýtubakka „ ... einni stundu fyrir hádegi til að gæta réttar síns
við skipun merkjadóms og ákvörðun um merkjagöngu“.
Sonur séra Björns skrifaði litlu síðar að stefnuvottarnir
hefðu ekki farið nær kistu föður hans „en nauðsyn þótti.“
Ekki jók þessi aðför hróður Einars í Nesi og eftir hans dag
hefur ekki hvarflað að jafnvel hinum þrasgjörnustu Íslending-
um að lesa stefnuræðu yfir líki.
Stefnuræða lesin yfir líki
ÓTRÚLEGT EN SATT!