Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Þegar ég kem í margmenni heyrir til undantekninga ef ekki svífur á mig einhver og segir: – Manstu eftir mér, við vorum saman á Hallveigu, Þorsteini – eða – ég var einn túr hjá þér á Mána- num? Oftast svara ég, þó ég muni ekkert eftir manninum: – Jú eitthvað kannast ég við þig. Fréttin í útvarpinu Á sjöunda áratug síðustu aldar má heita merkilegt að við skyldum geta haldið úti togurunum. Allir bestu mennirnir, sem sniðgengu Bakkus gamla, yfirgáfu togar- ana og fóru á síldarbátana. Við urðum að manna togarana með unglingum sem síðar urðu hörku togara- menn og jafnvel frægir togaraskipstjórar, þar á meðal voru Helgi Kristjánsson, Stefán Aspar, Páll Eyjólfsson, Eiríkur Ragnarsson og fleiri. Oftast var maður að byggja upp áhöfnina á gömlum togara- jöxlum sem komust ekki á síldarbátana vegna ofdýrkunar á Bakkusi gamla. Þessir heiðursmenn fengu flestir, ef ekki allir, einhver viðurnefni eins og svarti riddarinn, brjálaði sjómaðurinn, sludd- arinn, boltinn, fjósamaðurinn, litli blaut- ur og svona má lengi telja. Það gerðist í vetur sem leið að í mig hringdi maður sem sagðist hafa verið einn túr á Mánanum sem varð honum eftirminnilegur vegna þriggja atvika er urðu um borð. Síðan fór hann að segja mér frá frétt er hefði komið í útvarpinu á dögunum. Þar hefði verið tíundað hvernig þyrla sótti mann á haf út vegna þess að hann fór út axlarlið. – Hvað kemur það túrn- um þínum á Mánum við, spurði ég. – Jú, fréttin minnti mig á túrinn, því þá fór einn af hásetunum úr axlarlið. Rifjuðust þá upp fyrir mér þessi þrjú óvenjulegu atvik er símavinurinn sagði að hefðu gerst í þessum túr. Eyrað nær af Ég man ekki nákvæmlega hvenær ársins þetta var en við vorum á leiðinni á Austur-Grænland. Það var norðan bræla. Þegar við áttum stutt eftir á miðin kemur Magnús Ingólfsson stýrimaður, ræsir mig og segir: – Þú verður að koma niður í káetu, hann Jón klaki var að slasa sig. Magnús stýrimaður var hörkudug- legur og fylginn sér en hann mátti ekki sjá blóðugt sár þá fékk hann svima svo ég varð að sinna slíku. Þegar ég kem niður liggur Jón klaki alblóðugur á bekknum í klefanum með svöðusár á bak við hægra eyrað. Hann hafði legið öfugur á bekknum, höfuðið snúið aftur en þeim megin var mið- stöðvarofn, um það bil hálft fet frá bekknum. Neðst á honum var krani og vantaði á hann hausinn svo að beittur stautur stóð upp í loftið. Í einni veltunni hafði karlinn oltið niður af bekknum og standurinn á krananum lent bak við hægra eyrað og rifið það alveg frá þeim megin. Ég náði nú í saumagræjurnar og ætlaði Jóni að vera kyrrum á meðan ég saumaði eyrað á hann en það gekk ekki vel. Hann gat aldrei verið kyrr. Tók ég þá það ráð að láta þrjá menn setjast á bekk- inn og hafa karlinn á hnjám sér. Tveir héldu fótunum og sá þriðji höfðinu í kjöltu sinni. Eftir þessar tilfæringar gekk saumaskapurinn sæmilega enda fékk blessaður karlinn snafs við flest sporin sem ég tók en þau urðu tólf. Úr axlarlið Svo gerist það að við erum að kasta fyrsta kastið á Jónsmiðum að ungur piltur er að húkka messiseranum á for- vírinn þegar hann hrasar og dettur niður af kassanum sem hann stóð á og fór úr hægri axlarlið. Nú voru góð ráð dýr, enginn um borð kunni að kippa í axlar- lið. Ég fór því að fletta í læknabókinni þar sem réttu handtökin voru sýnd. Jón klaki var Sigurðsson, ættaður vestan úr Djúpi. Hann var um tíma reddari hjá Íslands Bersa, Óskari Halldórssyni, og sá meðal annars um frystihús hans í Vestmannaeyjum. Krakkarnir flykktust þá jafnan að Jóni og báðu hann um klaka. Þar með var hann orð- inn Jón klaki en hann var barngóður með afbrigðum og má raunar segja að öllum hafi þótt vænt um Jón er kynntust honum. Síðar gerðist hann bræðslumaður á Þorkatli Mána. Jóni þótti gott í staupinu en aldrei kom það að sök á meðan hann var á Mánanum. Hér gæðir Jón sér á signum fiski um borð í Mánanum. Texti og myndir: Ragnar Franzson Skipstjórinn fyrir borð! Grænland fyrir stafni?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.