Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur
Benedikt: Þessi skip dröbbuðust niður. Egill Skallagrímsson
var mjög illa umgenginn. Ég stoppaði hann einu sinni í sólar-
hring. Við vorum að koma í land, og ég sagði við Gunnar
Hjálmarsson og Rabba stýrimann, að ef ekki væri búið að skipta
um leirtau og könnur á hádegi daginn eftir, þá myndi ég heimta
heilbrigðiseftirlitið um borð, en við áttum að fara út um
kvöldið þann dag. Þetta gekk eftir, ekkert var gert, og heil-
brigðiseftirlitið kom, og þeir skoðuðu diskana og könnurnar,
síðan var bara opnað kýraugað í eldhúsinu og leirtauið og
könnurnar í höfnina, allt sprungið og safnaði í sig óþverra.
Eldhúsinu og matsalnum var lokað og hleypt gufu á allt saman.
Þá kom hreingerningargengi úr landi og hreinsaði plássið.
Rabbi stýrimaður vildi reka mig, en Gunnari skipstjóra þótti
þetta bara gott hjá mér.
Ólafur: Í einni togarasögunni fleygðu þeir borðbúnaðinum í
Bugtina og urðu að sigla inn til Keflavíkur til að fá nýjan.7
Benedikt: Það var nú gert í öðrum tilgangi.
Benedikt: Freyr, Maí, Sigurður og Víkingur voru svokallaðir
1000 tonna togarar, smíðaðir í Bremerhaven hjá A. G. Weser,
Werk Seebeck á árunum 1960–1961 og komu hingað glænýir.
Fyrir mig var það eins og að koma inn á fljótandi hótel að fara
af Agli yfir á Sigurð splunkunýjan, og matsalurinn, ég tala nú
ekki um það. Svo var Sigurði lagt, veit ekki, hvað var að.8
Haukur: Útgerðarmaðurinn sagði, að ekki væri rekstrar-
grundvöllur fyrir skipið. Þeir á Þjóðviljanum þjörmuðu eitthvað
að honum út af fjárfestingunni, sem var bara látin liggja þarna
við bryggju. Ég tel mig muna töluna 42 millj. kr., en man ekki,
hvort það var heildar kaupverð skipsins eða framlag Fiskveiða-
sjóðs. Allavega voru þetta miklir peningar í þá daga.
Benedikt: Auðun kom honum loks út aftur, en Arinbjörn
Sigurðsson var lengst af með hann, þegar hann var enn síðu-
togari.
Benedikt: Ég hitti vin minn, Guðmund, stýrimann á Frey,
niðri á Hressingarskála, og hann spurði, hvar ég væri. Ég sagði
honum, að ég hefði verið að koma í land af splunkunýju skipi,
og nú væri búið að leggja því. „Hvaða skip er það?“ spurði
Gvendur. „Það er Sigurður,“ svaraði ég. „Við förum kl. 6 í
kvöld, komdu niðureftir, ég hendi bara einhverju helvítis fíflinu
í land“, sagði hann. Ég fór á Frey, en engu fífli var hent í land af
honum.
Stinga mátti spannaskafti í rifurnar!
Ólafur: Í umræðu um sjómannaverkfall fyrir nokkrum árum
tókstu fram: „Ég var til sjós í einhver 28 eða 29 ár, ég man
aldrei eftir því að hafa verið hjá útgerð eða útgerðarmanni, sem
ÚA togari siglir á miðin. Kannski Svalbakur? Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson.