Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur stýra skipinu enn um sinn með því að hella olíu stöðugt á glussakerfi stýris- vélarinnar, en skyndilega brotnuðu fest- ingar stýrisrammans og við það slóst stýrið stjórnlaust. Nú varð ekki við neitt ráðið og lagðist skipið djúpt á stjórn- borðshliðina í 15 metra ölduhæð eða meira. Mikil ísing hlóðst á yfirbyggingu og möstur en skipskrokkurinn var næst- um alltaf í kafi. Ingólfur skipstjóri hafði staðið á stjórnpalli, við opinn gluggann frá því að veðrið skall á, andlitið saltstorkið og hrímað, maðurinn sjálfur algjört hraust- menni. Hann gaf fyrirmæli um að dæla olíu í sjóinn, til þess að koma í veg fyrir að brotsjóirnir lentu af fullum krafti á skipinu, og skipaði mér að senda út neyðarkall. Samband var haft við banda- rískt veðurathugunarskip sem var í tals- verðri fjarlægð og hefði þurft að sigla til okkar á móti óveðrinu. Aðstoðar var því ekki að vænta þaðan. Bandarísk björgunarflugvél kom frá flugvelli á Grænlandi „Blue West One“. Hún flaug fyrir ofan óveðrið. Flugmenn- irnir sendu okkur hvatningarorð og ég man að ég svaraði: „A friend in need is a friend indeed“. Næst var brotist aftur í klefa stýris- vélarinnar og tókst að binda stýris- rammann hart í bakborða. Ingólfur ákvað nú að ná skipinu fyrir vind eftir svo langa dvöl á stjórnborðshliðinni. Það tókst með því að knýja vélina til hins ýtrasta, og lagðist skipið yfir á bakborðs- hliðina. Auðveldaði það vinnuaðstöðu við rennibekk í vélarrúmi, auk þess sem olíuverk aðalvélar starfaði betur. Héldu undir rennibekkinn Margra er að minnast úr áhöfninni sem vann verk sitt sem ein heild. 1. stýrimað- ur var Guðmundur Hjaltason, síðar skip- stjóri hjá Samskipum, þrekmenni og dugnaðarforkur. Á meðan stýris- og vélarafls naut við og hægt var að andæfa gegn sjó og vindi, stóð bátsmaðurinn, Haukur Andrésson, við stýrið. Honum treysti Ingólfur best að lúta fyrirmælum hans. Haukur báts- maður var yfirvegaður og athugull af- burðamaður. Tel ég að hann hafi staðið við stýrið stanslaust í tæpa tvo sólar- hringa. Haukur lærði seinna til trésmiðs, enda hagleiksmaður. Mánudaginn 26, janúar hafði veðrinu slotað nokkuð og gátu vélstjórar þá hafið bráðabirgðaviðgerð. 2. vélstjóri í ferð þessari, var Geir Jónsson, sem fenginn Klakabarningur um borð í Drangajökli. Vatnajökull og Drangajökull (fremra skipið) í Harbourside í New Jersey sem snemma á 6. áratugnum varð aðalviðkomustaður Jöklaskipa í Bandaríkjunum í stað New York. Að kvöldi 28. júní 1960 hvolfdi Drangajökli á Pentlandsfirði. Mannbjörg varð. Sjóréttur komst ekki að neinni ákveðinni niðurstöðu um orsakir óhappsins og skipverjar sögðu í blöðunum: „Óskiljanlegt hvers vegna skipið sökk.“ Mynd úr 2. b. sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.