Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur ekkert smámuna mál, þetta mátti að vissu leyti teljast lífsspursmál fyrir þessa sjómenn og jafnvel fyrir hag þjóðarinnar. Mér fannst eins og þessir menn hrópuðu úr djúpunum: „Svona var aðstaðan okkar að standa á sleipum þiljum við örlágan rimlavara og kasta línunni með báðum höndum, þegar bátskelin veltist í sjón- um.“ Þá var það ekki neitt smámuna hagræði, ef takast mætti að láta línuna renna út á fullri ferð, fara þá með helm- ingi lengri línu á ef til vill sama tíma með helmingi meiri von um veiði. Það lá fljótt í augum uppi, að það þurfti ekki annað en að búa um stamp- inn undir stól, sem tæki línuna upp úr honum. Það var ekki meira um vert en þegar Kólumbus lét eggið standa uppi á endann. En menn verða að skilja tímann og vanann þá til þess að giska á, hvað menn hefðu gjört með það, þó ég hefði sagt þeim þetta. Ég fór ekki dult með það og sýndi sumum hver hugmyndin væri. Þegar ég var staddur í Reykjavík á landbúnaðarsýningunni, fór ég einu sinni til Péturs Gauta, sem þá var ráð- herra og sagði honum eitthvað um þetta og minntist á líkur fyrir lögvernd. Hann sagði mér að fara til Guðmundar Ólafs- sonar lögfræðings síns. Upp úr því hafði ég lítið, nema það að hér væri engin patentlöggjöf til. Skildist mér helst, að þetta væri mest undir náð konungsins komið. Ég smíðaði þó á þessum árum einn pípukrans, sem ég kallaði og stól og rennu. Þessi pípukrans var þannig gjörður, að klippt var til úr þunnri galvaníseraðri járnplötu sem hálfmáni af sömu stærð og stampbotninn. Við boga- línuna, lítið frá rönd voru klippt löng og mjó göt eftir geisla miðpunktsins. Þá voru smíðaðir 12 rörbútar úr sama efni. Voru þau ferköntuð og nærri eins há og stampurinn. Rifa var eftir endilöngu rör- inu á miðri hlið þess, neðri endinn aðeins mjórri. Klippt var svo úr neðri enda þess, að þegar því var stungið niður í botnplötuna, varð nokkurt lauf í gegn til þess að krækja það fast. Síðan var hvert rör fest þannig fast að öðru. Efst var hverju röri brugðið um stálvír. Þetta varð þá vel samfellt og féll í línustamp- inn. Þegar línan var beitt, var beittur öngull látinn eftir rifunni í rörin, hver á sinn stað. Menn geta giskað á það að ég varð næsta hissa vorið 1924, þegar Kristján Bergsson, sjálfur forseti Fiskifélagsins, ásamt Pétri á Oddstöðum komu í Ný- höfn til mín. Þeir drukku kaffi. Að því loknu segir Kristján við mig: „Hafðir þú ekki hér einhvern útbúnað til þess að láta línu renna í sjóinn?“, - og á lægri nótunum, - „Viltu lofa mér að sjá það?“ Mér fannst eins og sakir stóðu ekkert ákjósanlegra en það að fá forseta Fiski- félagsins í þetta mál. Við fórum út í skemmu mína. Tók ég þar stamp og pípukransinn. Við beittum lítinn línustúf með saltaðri síld. Tók þar næst stólinn og rennuna, kom stampinum fyrir á sín- um stað, lét línuendann yfir rennuna og rétti léttleikamanni hann og sagði hon- um að hlaupa með hann fram bakkann eins og hann gæti. Þetta rann úr eins og leiftur. Ég spurði Kristján hvernig hon- um litist á þetta. Ekkert gaf hann út á það og fór sína leið. [...] Á jólaföstunni, veturinn eftir fékk ég símskeyti frá Fiskifélagi Íslands um að senda fyrir næstu vertíð 20 pípukransa í stampa úr steinolíufötum og tvær lagn- ingarennur. Ég var ekki vel við látinn með þetta, því ég átti ekkert efni í það. Sendi ég þá mann með hest og sleða á Kópasker til þess að sækja bárujárn, sem þar var þá til. En það fór fyrir mér þá sem oftar, að ég varð að smíða áhöld til þess að koma þessu nokkuð áfram. Ég átti vals, sem lagði upp á raðirnar á efn- inu, en ég þurfti að leggja allmikla vinnu og efni í vals, sem lagði pípurnar fer- kantaðar og líka smíðaði ég tilheyrandi lokkvél fyrir rifurnar í botninn og skörð- in í pípuefnið að neðan. Ég var ekki bú- inn með þetta smíði fyrr en í febrúar. Þann 5. mars sigldi það frá Kópaskeri í stórum kassa, ég held með Sterling. Þessu fylgdi reikningur til Fiskifélags Ís- lands, kr. 600,-, 20 pípukransar á kr. 20,- og 2 línurennur á kr. 200,-. Það var víst komið undir sumarmál, þegar ég fékk bréf frá Kristjáni. Segir hann, að þetta hafi allt gengið illa. Hann hafi pantað þetta fyrir tvo skipstjóra á skútum. Hafi þeim ekkert litist á þetta, þó muni annar eitthvað hafa reynt það, því hann hefði Línurenna Kristins í Nýhöfn. Rennan er uppi á borði og kransinn á kassa fyrir neðan. Þetta eintak sannar sögu Kristins um uppruna línurennunnar og lýsir betur en nokkur orð fyrstu gerð hennar. Haft er eftir grískum heimspekingi: „Túlkun hugmyndar er jafn mikils virði og hugmyndin sjálf.“ Vera má að margir hafi verið búnir að hugsa einhverja lausn á því að línan rynni fyrir borð, en Kristinn í Nýhöfn var fyrsti maðurinn sem túlkaði hugmyndina í verkfæri sem nýst hefur íslenskum – og erlendum – sjómönnum til þessa dags.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.