Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 13
Sjómannablaðið Víkingur – 13 var á hefðbundnum flutningaskipum. Þeirra staður er í brúnni þar sem þeir sitja við hleðslutölvu skipsins og skrá niður allar færslur á gámum. Taka þarf út úr hleðsluforriti losaða gáma og setja lestuðu gámana á rétta staði í lestina. Ekki er lengur nægjanlegt að segja að þessi og hinn gámurinn séu í viðkom- andi lest heldur þarf staðsetning gáms að skrást nákvæmlega til að útreikningar stöðugleika skipsins og stressi þess séu réttir. Eitt af vandamálum gámaskipa er það mikla álag sem getur komið á bol skipanna þar sem lestun fer fram í sam- ræmi við losunarhöfn farmsins og því oft ekki hægt að jafna farmþunganum jafnt milli lesta skipsins. Þetta þurfa stýri- mennirnir að passa upp á svo ekki skapist hætta á að skipið brotni. Meðan skipverjarnir á Selfossi voru að vinna sín venjubundnu skipsstörf notaði ég tímann til að skoða skipið hátt og lágt mér til fróðleiks og ánægju. Klukku- stundirnar liðu ótrúlega hratt og áður en ég vissi af voru hásetarnir byrjaðir að loka lestarlúgum. Lestarlúgur gámaskipa eru engar smásmíðar en hver lúga á Sel- fossi vegur um 19 tonn að þyngd en kranarnir fóru létt með þær. Ég heyrði að aðalvélin var gangsett og kranarnir felldir niður í stóla sína. Ekki þurfti að huga að landgang því enginn slíkur var settur upp enda fóru hvorki skipverjar í land né að landfólk kæmi um borð. Ekkert var að vanbúnaði hjá skipverj- unum að sleppa landfestum og halda heim á leið. Selfoss lagðist aftur að bryggju í Sundahöfn rétt um fjögurleytið og nú var megin þorri skipverjanna á leið í sitt reglubundna frí. Yfirmennirnir sigla aðeins eina ferð í einu en undirmenn- irnir fara tvær og síðan eina í frí. Hinn skipstjóri Selfoss, Guðmundur Haralds- son, og hans teymi tækju við skipinu á miðnætti og færu með farminn frá Grundartanga ásamt farmi lestuðum í Reykjavík og Vestmannaeyjum til Þórshafnar, Immingham og Rotterdam. Ég vill þakka Magnúsi vini mínum og áhöfn hans fyrir skemmtilegan dag og að umbera forvitni mína skríðandi um allt skipið eins og ég væri tollari í ham. (Fyrir áhugasama má finna fleiri ljós- myndir frá ferðinni með Selfossi á slóðinni https://picasaweb.google. com/100095574473348743282/Selfoss) Reykjavík fyrir stafni. Selfoss að koma til Reykjavíkur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.