Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33
sagt, að beitan hefði viljað slitna af rör-
unum. Sagðist hann mundi reyna að ná
þessu verði seinna en varaði mig við að
senda svona reikning á Fiskifélagið, ég
ætti enga kröfu á það. Ég skrifaði honum
aftur og sagði honum, að ég hefði aldrei
efast um það að hægt væri að skera svo
stóra beitu að það þyrfti að troða henni í
rörin, væru þau þó mun víðari en þau
sem hann hefði séð. Líka sagði ég hon-
um, að ég teldi mig eiga aðganginn að
Fiskifélaginu samkvæmt símskeytinu og
mundi geta krafist þess með lögum, ef ég
nennti.
Þessi þræta entist okkur í mörg ár. Ég
man að ég sagði einu sinni í bréfi til
hans, að rennan mín væri þegar farin að
moka milljónum inn í þjóðarbúið. Ekki
bar hann á móti því, en sagði að þetta
hefði komið svo seint, að hann hefði
tapað tækifæri á að ná þessu hjá þeim,
sem báðu um það, nú væri annar þeirra
kominn á höfuðið, en hinn dáinn.
Ég held að það hafi verið 1934, sem
Sæmundur bróðir minn kom sunnan úr
Reykjavík. Þá var hann með 250 krónur
frá Kristjáni Bergssyni sem hann sagðist
eiga að afhenda mér með því skilyrði,
að ég gerði ekki meiri kröfur til Fiski-
félagsins.
1943 var konan mín stödd í Reykja-
vík. Þá fór hún á fund Kristjáns Bergs-
sonar og talaði um þetta við hann.
Kenndi hann henni það ráð þá, að ég
skyldi skrifa sögu þessa máls og finna
svo Helga Pálsson á Akureyri. Þetta
gjörði ég þá um haustið. Hann flutti
þetta mál á fjórðungsfundi Fiskifélagsins
þar. Fékk ég bréf frá fundinum, þar sem
þeir segjast ekki hafa mikil peningaráð,
en gjöri sér til gamans að senda mér 200
kr. og segjast munu fylgja því eftir á
aðalfundi að þingið veitti mér einhverja
viðurkenningu. 1944, eftir rétt 20 ár,
veitti Alþingi mér 20.000,- kr.
Árið 1946 keypti ég Farmal dráttarvél,
m.a. fyrir þessa peninga. Þessi dráttarvél
á mikinn þátt í ræktun 90 dagslátta túna,
fyrst lengi ein dráttarvéla um heyöflun,
auk þess var sagað með henni allur viður
í þrjú nýtísku fjárhús, ofl. hús og hrært
nær alla steinsteypu í þrjú íbúðarhús út
frá Nýhöfn. Væri vel, ef allir styrkir Al-
þingis bæru ekki minni ávöxt.“
Fiskifélagið dró lappirnar
Um sögu lagningsrennunnar hafa þrír
einstaklingar, sem allir eru fallnir frá,
ritað greinar í Ægi, Ásgeir Jakobsson
(1919-1996), rithöfundur frá Bolungar-
vík, í 22 tbl. árið 1976, undir fyrirsögn-
inni „Saga lagningsrennunnar.“ Helgi
Pálsson, (1896-1994) frá Akureyri m.a.
erindreki Fiskifélags Íslands á Norður-
landi, í 11-12. tbl. 1945, undir fyrirsögn-
inni „Maðurinn sem fann upp lagnings-
rennuna“ og Hólmsteinn Helgason
(1893-1988), m.a. útgerðarmaður á
Raufarhöfn, í 14. tbl. 1973, undir fyrir-
sögninni „Línulagningarrennan“.
Í þessum greinum kemur m.a. eftir-
farandi fram í tímaröð:
• Fyrsta hugmyndin að lagningsrenn-
unni verður til hjá Kristni haustið
1920.
• Árið eftir að Kristinn fær hugmyndina
að lagningsrennunni ásamt kransa-
settinu kannar hann hvort hann geti
fengið einkaleyfi á þessu tæki en
komst að því að það væri ekki inni í
myndinni.
• Á árinu 1921 hefur Kristinn komið
hugmynd sinni á pappír.
• Fyrsta lagningsrennan ásamt kransa-
setti er tilbúin á árinu 1923.
Um haustið 1925 fær Hólmsteinn
Helgason boð frá Kristni í Leirhöfn þar
Æviágrip
Járnsmiðurinn og hugvitsmaðurinn
Kristinn í Nýhöfn
Kristinn Kristjánsson fæddist í Leirhöfn á Melrakkasléttu 17. ágúst 1885. Kona
hans var Sesselja Benediktsdóttur, f. 10. júní 1892 frá Akurseli í Öxarfirði. Þau
hófu búskap sinn í Leirhöfn 1919 en 1924 byggðu þau nýbýlið Nýhöfn, ásamt
járnsmiðju.
Kristinn varð landsþekktur fyrir járnsmíðar
sínar. Hálfan vetur nam hann járnsmíði í Reykja-
vík í smiðju Þorsteins Jónssonar járnsmiðs að
Vesturgötu 39.
Ungur kom Kristinn sér upp járnsmiðju í Leir-
höfn og svo í Nýhöfn, eftir að hann flutti þang-
að. Meistarabréf í járnsmíði fékk hann á árinu
1934 og hjá honum numu margir járnsmíði.
Atvinnusaga Kristins er í senn einstök en
jafnframt lík sögu annarra hugvits- og hagleiks-
manna sem ruddu braut iðnvæðingarinnar hér
á landi og voru í reynd ómissandi þáttur at-
vinnulífs heilla byggðarlaga og héraða. Auk
hvers konar járnsmíða sinnti Kristinn vélavið-
gerðum, stórum sem smáum og fyrir nútíma-
mann teljast mörg verk hans á því sviði hrein undraverk. Í hans hlut kom ekki
einungis að lagfæra bilaða hluti, heldur einnig og jafnvel enn frekar að smíða
einstök stykki þar sem „varastykki“ voru hvergi fáanleg. Þá varð hann oft að
hanna og smíða þau áhöld sem nota þurfti til viðgerðanna. Margir komu í
smiðju Kristins í Nýhöfn, ekki síst sjómenn sem þurftu að bræða hvítmálm í
legur, renna öxla, gera við sprungnar blokkir og laga dælur. Slíkt var þá ekki
á færi annars manns á stóru landssvæði en hans. Auk smíða og viðgerða var
Kristinn sífellt að vinna að nýjum hugmyndum, með það að markmiði að auð-
velda vinnubrögð og þar með að tæknivæða íslenskt þjóðfélag. Má þar m.a
nefna dengingarvél sem hlaut viðurkenningu á Iðnsýningunni 1921 og vog til
að vigta lifandi sauðfé.
Kunnastur er Kristinn fyrir uppgötvun sína á línurennunni. Fyrir daga henn-
ar þurftu sjómennirnir að standa við línubjóðin og kasta línunni út. Það var
hættuverk og kostaði mörg mannslíf. Fyrir uppfinningu sína á línurennunni
var Kristinn sæmdur styrk frá Alþingi 1944.
Kristinn og Sesselja urðu fyrir því áfalli að hús þeirra, Nýhöfn og áföst
smiðja Kristins, brunnu 12. febrúar 1957 ásamt öllu innbúi, þ.á.m. áhöld og
verkfæri Kristins.
Þau byggðu sér aftur íbúðarhús í Nýhöfn og áttu þau þar heimili til dauða-
dags. Kristinn andaðist 7. ágúst 1971 og Sesselja 24. janúar 1972.
Kristinn Kristjánsson.