Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 21
 Sjómannablaðið Víkingur – 21 Þarna lágum við undir áföllum í rúma tvo sólarhringa og hafð- ist vart við að brjóta ís. Stögin á skorsteininum slitnuðu öll nema eitt, og mjög fljótlega slitum við af okkur bæði ankeri að mig minnir. Þegar veðrinu linnti, var haldið til Akureyrar. Þar þurfti Svalbakur að vera nokkra daga í Slippnum sér til hress- ingar. Eftir viðgerðina var haldið út aftur og eins og fyrr undir öruggri stjórn Halldórs Hallgrímssonar, skipstjóra. Ólafur: Slys voru hroðaleg. Bv. Skallagrímur festi trollið og reif upp polla eða vírrúllu á dekki. Fjórir fengu togvírinn á sig, tveir dóu svo til strax, en hinir sluppu furðu vel. Þetta skeði sumarið 1946.16 Benedikt: Síðurúllan frekar en mastursrúllan hefur gefið sig. Vírinn hefur hreinsað dekkið. Skemmdir, slit í festingunni, hefur ekki haft næga festu. Við heyrðum um þetta. Ólafur: Magnús Runólfsson, skipstjóri, segir gömlu kola- togara Kveldúlfs-útgerðarinnar, Þórólf, Skallagrím og Gylli, hafa legið við Ægisgarð eftir seinna stríð. Hann hafi verið sendur út með þá til veiða til skiptis, þó að þeir hafi verið orðnir hálfgert brotajárn.17 Í apríl á liðnu ári (2010) fékk frystitogarinn Hrafn GK 111 stórt hal djúpt út af Reykjanesi. Eitthvað var óklárt með hler- ana, og þá slitnaði bakstroffan, háseti varð fyrir vírnum og slengdist út í sjó. Maðurinn var látinn, þegar hann náðist inn. Vírinn hafði klippt af honum annan fótlegginn um lærið. „Þetta skeður svo fljótt“, sagði félagi hans. Haukur: Nýlega var þáttur um Elliðaslysið í útvarpinu og flutt samskipti loftskeytamannanna á Elliða og Júpiter (ex Gerpi), sem bjargaði þeim. Orðaskiptin eru varðveitt á segul- bandi, líklegast frá Gufunesradiói. Þau voru nokkurn veginn svona: „Við erum á hliðinni og ljóslausir. Já, það er ekki gott að eiga við þetta.“ Skipið sökk í haugasjó 5 mínútum eftir að áhöfnin yfirgaf það. Hefði Júpiter komið mikið seinna, þá hefði lítið verið eftir, kannski bara hálfsokkinn gúmmíbátur, sem aldrei var hægt að blása út að fullu. Benedikt: Bretar og Þjóðverjar komu með slasaða sjómenn í land á Vestfjörðum. Þá sáum við, að Þjóðverjar umgengust sín skip betur en Bretar. Eitt sinn komu Þjóðverjar inn á Patreks- fjörð með mann; komu frekar inn á Patreksfjörð en Ísafjörð. Skipverjinn var illa farinn í andliti. Hannes Finnbogason, læknir, gerði að því og skrifaði með honum bréf og sagðist ekki geta gert betur. Hann fékk þakkarbréf frá Þjóðverjum, sem sögðust heldur ekkert geta gert betur en Hannes hafði gert. Hannes saumaði einu sinni á mér hnakkann, hafði 2–3 hjúkrunarkonur, en ég held engan aðstoðarlækni. – ENDIR ––––––––––––––––––––– 1 Er karfinn ofveiddur? Finnast ný karfamið? Maðurinn, sem fann Ný- fundnalandsmiðin, Jakob Magnússon, segir frá leyndardómum hins rauða fisks. Þjóðviljinn, 27. árg., 36. tbl., bls. 6–7, 1962. (viðtal Jóns Bjarna- sonar). 2 Árangurslaus leit að Júlí. Þjóðviljinn, 1959, 24. árg., 39. tbl., bls. 1. 3 Smábátur af Blue Wave finnst. Alþýðublaðið, 1959, 49. árg., 35. tbl., bls. 1. 4 Maritime History Archive. In Remembrance of the Blue Wave and the Blue Mist. http://eo-eo.facebook.com/topic.php?uid=54212233144&topic=6687 - Skv. upplýsingum kanadísku veðurstofunnar (Canada´s National Climate Archive) fyrir St. John´s, sem ná aftur til 1942, þá gerir yfir 20 gráðu frost þarna á hverjum vetri samfara stormi um 10 vindstigum eða meira, og sjávarkuldi í Labradorstraumnum er um og undir 0 gráðum. Líklegast sker Nýfundnalandsveðrið 1959 sig þó úr í því, hve frostharkan samfara óveðri stóð lengi, frá laugardagskvöldi, 7. febrúar, til þriðjudags, 10. febrúar, eða á 3ja sólarhring. 5 Hafliði Magnússon. Nepja við Nýfundnaland. Sjómannablaðið Víkingur, 62. árg., 4. tbl., bls. 28–29, 2000. 6 Gottfreð Árnason. Togararnir 1962. Ægir, 1963, 56. árg., nr. 13, 222–230. 7 Ásgeir Jakobsson. Tryggva saga Ófeigssonar. Hafnarfirði 1979, bls. 297. 8 Ásgeir Jakobsson. Um borð í Sigurði og nokkrir Grímsbæ[j]arþættir. Rvk. 1972, bls. 10-13. 9 Benedikt Brynjólfsson. Sjómannadeilan. Bréf til blaðsins. Morgunblaðið, föstudaginn 1. júní 2001, 89. árg., 122. tbl., bls. 67. 10 Skipaskoðunarstjóri ræðir við togaraskipstjóra. Alþýðublaðið, 40. árg., 39. tbl., bls. 1 11 Alfreð Jónsson. Mannskaðaveðrið á Nýfundnalandsmiðum 1959. Skag- firðingabók. Rit Sögufélags Skagfirðinga, Rvk. 2008, 31. árg., bls. 39–48. 12 Skv. viðtali við Bjarna Ármann Jónsson (Badda feita) vantaði skipstjórann á Júlí 2. matsvein í þessa ferð og reyndi að fá Badda, en tókst ekki. Egill Steingrímsson, sem hafði verið 2. kokkur á Júlí 1958, fór heldur ekki. Júlíus Viðar Axelsson fór, vinur Kidda kokks. (Glópalánið var með mér ... Viðtal Kristínar Sveinsdóttur við Bjarna Ármann Jónsson, Morgun- blaðið, 4. febrúar 1984, bls. 2; Þjóðskjalasafn Íslands, Áhafnarskrár bv. Júlís 1958/59). — Þórður Pétursson, skipstjóri á Júlí, var fæddur í Hafn- arfirði 29. október 1916. Foreldrar hans voru Jóhanna Jóhannsdóttir og Pétur Þórðarson, sjómaður. Þórður missti ungur móður sína og ólst upp með föður sínum, lengst af í Reykjavík. Hann hóf togarasjómennsku 1934 og lauk fiskimannaprófi hinu meira frá Stýrimannaskólanum 1939 með ágætiseinkunn. Var í skólanum samtímis Marteini Jónassyni, sem var með Þorkel mána í Nýfundnalandsveðrinu. Þórður var stýrimaður á togurum öll stríðsárin og sigldi til Englands. Hann var þá búsettur um tíma á Patreksfirði. Eftir stríð bjó hann í Reykjavík og var stýrimaður á bv. Geir, þangað til hann tók við skipstjórn á bv. Júlí 1952. Með það skip var hann æ síðan. Þórður hafði verið kvæntur og eignaðist 3 börn. Bróðir hans var Jóhann Pétursson, vélstjóri og kennari í Vélstjóraskóla Íslands. 13 [Kjartan Stefánsson.] „Komum okkur upp hið snarasta“ – rætt við Hall Ólafsson, bátsmann á Elliða. Fiskifréttir, 21. desember 2007, 25. árg., 48. tbl., bls. 20–21. 14 Guðmundur Jakobsson. Mennirnir í brúnni. Þættir af starfandi skipstjórum. I. bd. Rvk. 1969, bls. 126–148 (viðtal við Hans Sigurjónsson). 15 Viðtal við Árna Einarsson, 26. 5. 2010., fyrrum háseta á bv. Maí frá Hafnar- firði. — Jón Kr. Gunnarsson. Mennirnir í brúnni. Þættir af starfandi skip- stjórum. II. bd. Rvk. 1970, bls. 73–95 (viðtal við Halldór Halldórsson). 16 Þeir létust af slysförum, Ægir, 39. árg., nr. 6–7, bls. 165. 17 Guðjón Friðriksson. Togarasaga Magnúsar Runólfssonar skipstjóra. Rvk. 1983, bls. 155. Belgurinn flýtur upp; gott karfahal á Víkurálnum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.