Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29
Frá Massachusetts í Bandaríkjunum
skrifar okkur skipstjórinn Gunnar
Guðmundsson, tryggur lesandi um árabil
og höfundur ófárra greina í Víkingnum.
Honum rann blóðið til skyldunnar er
hann sá áskorun ritstjóra í síðasta tölu-
blaði og hefur þegar sent okkur fróðlegar
og skemmtilegar minningar af sjónum.
Í næsta tölublaði munum við til dæmis
lesa um skondin atvik á Belgaum gamla
þar sem Gunnar var hjálparkokkur.
Gunnar byrjar þó frásögn sína fyrir
vestan.
New Bedford
Ég var að fá Víkinginn og sá þar áskorun
ritstjóra til sjómanna, að senda Víkingn-
um frásagnir af upplifun okkar á sjónum,
eins og hann tekur til orða. Ég fór að
velta þessu fyrir mér. Maður hlýtur að
hafa frá einhverju að segja eftir 52 ár á
sjónum. Datt mér þá í hug að senda hon-
um dagbókarbrot frá túr sem ég fór um áramótin 1962-´63 á
trollbáti frá New Bedford. Fyrir þá sem ekki þekkja til er New
Bedford stærsta fiskveiðihöfn Bandaríkjanna og liggur skammt
fyrir sunnan Boston. Héðan eru gerðir út um 300 bátar, mest
trollbátar, 50 til 100 tonn að stærð. Hér eru engir stórir togarar.
Báturinn sem ég var á þennan eftirminnilega túr var 60 tonn.
Yellow Tail og flúka
Nú verð ég að útskýra svolítið eðli veiðanna þarna áður en ég
held lengra. Svo skiljist betur það sem á eftir kemur. Á þessum
miðum var mikið veitt af kolategund, ekki ósvipaðri rauð-
sprettu, sem við köllum Yellow Tail (gula skottið). Nafnið kem-
ur til af því að sporðurinn á hvítu hliðinni er gulur.
Þarna er líka önnur kolategund, flúk, ekki ósvipuð smálúðu,
en það verður ekki sagt að hún velti upp í bátana, því miður,
sem er kannski ástæða þess að hún er í háu verði. Er þetta ekki
gamla góða hagspekin um framboð og eftirspurn? Flúk er því
eftirsótt en á veturna heldur hún sig á djúpu vatni en á sumrin
við ströndina.
Svo veiðist hér líka þorskur og ýsa, þó er það ekki nema
svipur hjá sjón í dag, miðað við það sem áður var. Ofveiði er
kennt um.
Erik the Red
Í áhöfninni voru sex karlar, þar af þrír bræður, Bob skipstjóri,
Thor stýrimaður og Teddy vélstjóri, einn Portúgali og tveir
Íslendingar, ég og Björn Eiríksson. Karlarnir við höfnina köll-
uðu hann Erik the Red, Eirík rauða. Hann var í meðallagi hár,
þrekinn, en ekki feitur, búlduleitur, dálítið freknóttur, með
mikið hrokkið rautt hár sem nafnið var dregið af. Ári eftir þá
atburði er hér segir frá fór Eiríkur fyrir borð og drukknaði.
Líkið náðist þó og var Eiríkur jarðsettur í New Bedford.
En þá er að segja frá túrnum.
Dagbókin
Dagbókin 26. desember 1962: Hætt við að fara vegna veðurs.
Fimmtudagur 27. desember: Farið frá New Bedford kl.
11.00. Haldið suðvestur á fimm og hálfri sjómílu suður frá Gray
Head.
Föstudagur 28. desember: Kl. 01.00 kastað á 50 föðmum.
3 til 4 körfur af flúka.
Laugardagur 29. desember: Kl. 06.00 kastað við Hudson
Canyon (sem er gil í landgrunninu) um 100 sjómílur suðaustur
af New York. Norðvestan kaldi og bjartviðri. Kl 23.20, slæm
veðurspá.
Sunnudagur 30. desember: Kl. 01.20 híft upp og gert sjó-
klárt, lagt af stað í land kl. 01.40. Stefna norðaustur. Veðrið
herðir stöðugt svo verður að breyta stefnu og halda upp í sjó
og vind.
Mánudagur 31. desember: Um kl. 02.00 á hægri ferð.
Stórsjór og um 80 mílna stormur. Tekur þá báturinn yfir sig
mikinn sjó, stafna á milli og upp í glugga. Framan við lúkars-
kappann var stór loftventill fyrir lúkarinn. Sjórinn reif hann frá
dekkinu og lagði niður á lúkarskappann svo þar var eftir stórt
gat á dekkinu. Samt kom sáralítill sjór í lúkarinn því frostið svo
Boston er stundum kölluð hin evrópska borg Bandaríkjanna.
Gunnar Guðmundsson
Í kröppum dansi út af New York
New Bedford, stærsta fiskveiðihöfn Bandaríkjanna. Myndin sýnir vel gerð
trollbátanna sem eru uppistaðan í fiskveiðiflota borgarinnar.