Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 37
Sjómannablaðið Víkingur – 37
stokk tímunum saman og smátínast
þaðan í opið dauðans gin; og fá enga
björg veitt. Það sást raunar ekki nema
með höppum og glöppum, fyrir
særokinu.“1
Hannes Hafstein ráðherra ávarpaði
mannfjöldann sem hnípinn fyllti planið
hjá Ellingsen. Honum var ákaflega
brugðið. Það var varla mánuður síðan
hann kom að utan þar sem hann hafði
notið allra lífsins lystisemda í Kaup-
mannahöfn, gengið um hallarsali og
vingast við Friðrik VIII, hinn nýja kon-
ung Danaveldis, um leið og hann fylgdi
þeim gamla, Kristjáni IX, til grafar. Þá
var hann stór, nú var hann óumræðilega
lítill. Höfuðskepnurnar urðu ekki beisl-
aðar þótt ráðherra Íslands bæði menn
að grípa til bjargráða. Á höfninni lá
fjöldi skipa, þar af sex gufuskip, en
ekkert þeirra réði við að sigla út í veður-
haminn.
Kvótinn á Fiskiþingi
Kristján Ragnarsson er einn þeirra á
Fiskiþingi, sem eru fylgjandi kvótakerf-
inu, en hafði áður verið andsnúinn því.
En hvers vegna? Eftir aðalfund LÍÚ fyrr
um haustið fer Kristján, til Kanada í boði
Magnúsar Gústafssonar, forstjóra Hamp-
iðjunnar til að kynna sér fiskveiðistjórn-
un þar. Kanadamenn hafa þá tekið upp
kvótakerfi, þar sem aflaheimildum er
úthlutað til sjávarútvegsfyrirtækja, sem
1 „Stórslysið á Viðeyjarsundi“, Ísafold 11. apríl 1906.
þá geta hagrætt innan fyrirtækjanna og
stundað hagkvæmari útgerð.
„Þarna sannfærist ég um það að
kvótakerfi sé lausnin á bæði vanda und-
angenginna ára og þeirra sem framundan
voru,“ segir Kristján í samtali við sögu-
ritara. Og hann heldur áfram:
„Hafrannsóknastofnunin lagði þá til
heildarafla af þorski um 200.000 tonn,
en árið 1981 var þorskaflinn um 460.000
tonn. Ég hafði nefnt það á aðalfundi
okkar um haustið 1983 að miðað við
þær aflaheimildir yrði að leggja öðru
hverju skipi á árinu 1984. Ég taldi nauð-
synlegt að kvóta yrði úthlutað á hvert og
eitt skip og ábyrgðin væri þá komin á
herðar hvers og eins og hver útgerðar-
maður ákvæði hvenær hann fiskaði
sínar heimildir. Menn gátu þá líka fært
til aflaheimildir skipa innan sömu út-
gerðarinnar til hagræðingar og fækkunar
skipa. Þetta kom auðvitað stærri fyrir-
tækjum meira til góða en öðrum, en
þegar opnaðist fyrir frjálst framsal 1990
komu þessi ákvæði öllum til góða. Það
var mikið heillaspor að mínu mati og
ótrúlegt að það skyldi gerast í stjórnartíð
vinstri stjórnar.
Það var mikið áfall fyrir marga, þegar
kvótakerfinu var komið á að fá í hend-
urnar blað, sem á stóð hve mikið mætti
fiska. Það var nánast ólýsanlegt, því á
þeim tíma var sá mestur og bestur, sem
mestan fisk bar að landi. Þó illa hafi
gengið á einhverjum tíma átti alltaf að
gera betur næst. Ég taldi alltaf rétt að
miða við aflareynslu síðustu þriggja ára,
eins og gert var í Kanada, en það gat
komið misjafnlega niður á útgerðum og
gerði það í mörgum tilfellum. Það var
reynt að bæta slíkt upp eftir föngum. Það
er alveg ótrúlegt að takast skyldi á svona
stuttum tíma að ganga frá úthlutun í árs-
byrjun 1984 án þess að kæmi til mála-
ferla í einu einasta tilfelli, í raun alveg
einstakt.“
Kvótakerfið, hugsanlega
ekki til ef ...
Þegar litið er yfir þetta tímabil, er ljóst
að Fiskifélagið og þing þess hafa haft
veruleg áhrif á mótun fiskveiðistefn-
unnar og stjórnun fiskveiða. Eftir
samþykkt Fiskiþings 1983, sem öll þá-
verandi hagsmunasamtök innan sjávarút-
vegsins stóðu að, hafði myndast sam-
staða um kvótakerfið, sem í raun var
erfitt að standa gegn. Einnig lá fyrir á
þessum árum að það var eindreginn vilji
Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi sjáv-
arútvegsráðherra, að taka upp kvótakerfi.
Á hinn bóginn má telja nokkuð víst að
hefði ekki náðst samstaða á Fiskiþingi
um að leggja til að veiðunum yrði stjórn-
að með kvótakerfið til eins árs til reynslu
haustið 1983, hefði það dregist að koma
kerfinu á. Hugsanlega hefði kerfið aldrei
orðið til, því ógnin sem steðjaði að,
hrikalegur niðurskurður þorskveiði-
heimilda og bágt ástand þorskstofnsins,
hjaðnaði nánast strax aftur. Þorsk-
stofninn braggaðist hratt og aflinn jókst
næstu árin eftir 1984.
Surprise GK 4 frá Hafnarfirði. Myndin er tekin í seinna stríði. Íslenski fáninn er málaður á kinnunginn og brúna svo Þjóðverjar sjái greinilega að skipið er frá hlut-
lausri þjóð. Karlarnir eru á síld og myndin því tekin 1941. Í marsmánuði það ár voru þrjú íslensk skip skotin niður af Þjóðverjum, línuveiðarinn Fróði, togarinn
Reykjaborg og línuveiðarinn Pétursey. Alls 28 sjómenn féllu. Í kjölfarið voru allar siglingar íslenskra skipa til og frá Englandi stöðvaðar og stóð svo fram á sumar.
Fóru þá sumir togararnir á síld en það hefur varla gerst í annan tíma á stríðsárunum, slík voru uppgripin í kringum siglingarnar.
Mynd: Úr safni Hafliða Óskarssonar.