Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41 og sleppt, eflaust mörgum þeirra aftur og aftur. Seinni daginn var ég heima í húsi að hafa það gott, gekk norður með ánni og tók nokkrar ljósmyndir, reyndi að vatnslita, hugsaði minn gang, pakkaði saman og hélt heim á leið. Líklega verð ég að viðurkenna að ég hef mjög frumstæðar hvatir og þegar ég er ekki að sækja mér fisk í soðið þá koðnar veiðináttúran niður og ég hætti að nenna þessu. Ég hef ímugust á græðgi og stórfelldu fiskadrápi (nema það sé stundað af togara), en ég vil geta sótt mér fáeina fiska og fá að njóta fersk- metisins. Að banna fólki eins og mér að hirða einn einasta fisk, tekur úr því alla löng- un til veiða því við þessar frumstæðu manngerðir þurfum „blod på tannen“ til að geta haldið áfram. Ef ég ætla að veiða fisk til að eta hann þá læðist ég eins og köttur fram á bakkann. Ef ég ætla að veiða fisk til að sleppa honum þá kasta ég bara út og athuga hvort einhver nennir að bíta, mér er nokk sama og vildi helst að enginn biti svo ég geti haldið áfram að njóta þess að vera úti í náttúrunni að hugsa með sjálfum mér. En að vera úti í náttúrunni að hugsa með sjálfum sér fæst ókeypist – það þarf ekki að kaupa veiðileyfi á fiska til að gera það. Boð og bönn Það á ekki að banna fólki að veiða sér til matar því það tekur úr því alla náttúru. Það á hins vegar að rækta með ungvið- inu hófsemi og virðingu fyrir náttúrunni. Smám saman yrðu þannig til kynslóðir veiðimanna sem færu til veiða, tækju 1–2 fiska og færu síðan heim. Gaurarnir sem veiddu fullan pallbíl af sjóbirtingi í Grenlæk vorið 1995 og sturtuðu honum síðan í ruslagáma við Kirkjubæjarklaustur á heimleiðinni ættu þá ekki upp á pallborðið og hafa sannar- lega orðið sjálfum sér til ævarandi minnkunar. Þetta er eins og með allt annað gott og slæmt í mannlífinu: uppeldið byrjar heima og endar þar líka. Kennum börn- um okkar að sofa við árbakkann, inn- rætum þeim ekki að stærst og mest sé best: kennum þeim að tyggja strá og sofa undir sólbjörtum himni. Það á ekki að breyta náttúrunni meira en þörf krefur. Árnar á Íslandi hafa flestar verið eins og þær eru síðan land byggðist. Þar hefur verið gnótt fiska og menn sótt sér björg í bú sem er okkur eðlislægt. Mér hugnast ekki að veiði- mennska á fastalandinu sé byggð upp með því að veiða og sleppa og banna mönnum að hirða eitt og eitt flak í ofn- inn sinn. Það á að innræta fólki að ganga vel um náttúruna, taka af hófsemd, ganga um af hógværð og veiða ALDREI fyrir ruslatunnuna. Að kyssa fisk Mennirnir í sjónvarpinu voru enn að slá saman lófum og kyssast. Ég stóð eins og álfur á gammósíunum mínum á miðju stofugólfinu, gapandi eins og asni með furðu í augum. Slor draup af gotóttum pokanum. Ætlarðu ekki að ganga frá þessu? spurði kærastan. Jú, rétt strax, stundi ég. Litlu sjóbleikjurnar mínar runnu tvær saman úr gulum Bónuspokanum niður í vaskann. Utan á annarri þeirra var föl- grænt strá sleikt upp við roðið. Ég beygði mig niður og kyssti hana, náði stilknum á milli tanna mér og ég tuggði sæll og glaður á meðan ég flakaði fiskana. Bunan úr krananum endur- ómaði andardrátt elífðarinnar. L a u s n á k ro s s g á tu 2 . tb l. 2 0 11 Greinarhöfundur með fallega bleikju úr Runukvísl. Þessi fékk frelsið, enda óvenjuvæn miðað við það sem gengur og gerist á þessum slóðum og mun skila sínu til vaxtar og viðgangs stofnsins.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.