Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur Frásögn Jóns Ólafs Benónýssonar fyrrverandi símstöðvar- stjóra í Kálfshamarsvík Austur-Húnavatnssýslu af land- helgisbroti bresks togara og viðleitni sjómanna þar til að láta koma lögum yfir hann. Frásögnin er skráð í janúar 1976 og varðveitt á Þjóðskjalasafni. Fyrirsagnir eru Víkingsins. Bretinn staðinn að ólöglegum veiðum Það mun hafa verið árið 1924 sem sá atburður skeði sem nú skal sagt frá. Frá Kálfshamarsvík reru þá nokkrir fiskibátar. Það voru flest fjögramannaför, vélarlaus. Einn af formönnum þaðan hét Ari Einarsson. Þá var það eitt sinn er komið var fram um mánaða- mótin september-október að hann og fleiri reru í sunnan strekkingsstormi og vegna þess reri Ari beint vestur frá Kálfs- hamarsvík og vestur fyrir „Brúnir“ sem er þar nokkurnveginn þrjár sjómílur frá landi sem þá voru takmörk landhelginnar. Er hann var að enda við að draga línuna djúpt á hrauninu þá var togari að toga eftir hrauninu ofan við brúnina og hafði hann úti ljósbauju sem var vestast á hrauninu. En er Ari var nýkominn á stað í land komst hann svo nærri togaranum að hann og háset- ar hans sáu glöggt nafn og númer skipsins og gátu einnig miðað glöggt á hvaða stað skipið var. Ég, sem þessar línur rita, var þá einnig formaður frá Kálfs- hamarsvík og var aðeins lítið eitt norðar en Ari en viðlíka langt frá landi og sá bát Ara og togarann alltaf meðan ég var frammi á miðunum og þar á meðal sá ég þegar Ari fór mjög skammt frá togaranum er hann var á leið til lands. Það sem næst skeði í þessu máli var það að Ari Einarssonar kom heim til mín því ég hafði þá á hendi landsímastöð og sendi hann þá símskeyti til sýslumanns Húnavatnssýslu þar sem hann skýrði frá nafni og númeri togarans og einnig á hvaða stað hann hefði verið að veiðum þennan dag og óskaði eftir að þetta mál væri tekið fyrir og togarinn fengi sekt. Þetta festist allt vel í minni mínu enda sendi ég umtalað sím- skeyti sjálfur til Blönduóss og er enginn vafi á því að sýslumað- urinn hlýtur að hafa fengið það með skilum. Undrunarefnið Nú leið haustið og veturinn, næsta sumar og haust og fréttum við ekkert sem höfðum verið að vona að eitthvað skeði í þessu máli. En í janúar var ég kominn til Reykjavíkur og var þann vetur háseti á vélbáti og var verið að búa hann til veiða fram undir febrúarbyrjun. Þá var það einhverntíma seint í janúar, að mig minnir, að ég kom austan Hafnarstræti og gekk norður Pósthússtræti og niður á hafnarbakkann sem þá var allt öðru- vísi en hann er nú. Sé ég þá hvar skip stendur þar uppi með austurkanti einhverskonar bryggju sem var næstum beint fram- undan Eimskipafélagshúsinu. Er ég kom nær sé ég að þar er kominn togarinn sem ég hafði sent skeytið um árið áður og taldi víst að ekki hefði náðst til hans en mig minnir að hann héti „Venator“ G. Y. en ekki man ég einkennistölu hans. Mér varð starsýnt á togarann er hann stóð þarna vel hálfur á þurru og var fyrst í vafa um hvað gera skildi en svo ákvað ég að gera allt sem ég gæti til þess að hann fengi makleg málagjöld. Ég fór því inn á símstöðina, sem þá var þar sem lögreglustöðin var síðar, og bað símastúlku að ná fyrir mig í dómsmálaráðu- neytið. Það virtist að hún ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar maður klæddur á sjómannavísu og alls ekki í hreinum fötum lét sér detta í hug að tala við hið háa stjórnar- ráð. Ég fékk þó samband fljótlega og sagði þeim manni sem ég talaði við greinilega frá hvað gert hefði verið í máli þessa togara og einnig það að ég væri símstöðvarstjórinn frá Kálfshamarsvík og hefði sjálfur sent skeytið til sýslumannsins en vissi ekki til að neitt hefði verið gert í málinu. Nú væri hins vegar auðvelt að hafa hendur í hári togarans því hann stæði uppi í fjöru hér í Reykjavík sem ég nánar tiltók. Ennfremur upplýsti ég að auð- velt væri að ná í tvo af þeim mönnum sem voru á báti þeim er tók nafn og númer af togaranum. Það voru þeir Ari Einarsson, þá sjómaður í Sandgerði, og Bjarni Theodór Guðmundsson, þá sjómaður í Keflavík. Ég krafðist þess mjög ákveðið að mál togarans væri tekið fyrir sem allra fyrst og lét þess getið að útlendir togarar væru margoft á grunnmiðum á austanverðum Húnaflóa og þar væri ekki friður með veiðarfæri okkar heimamanna. Fáum dögum eftir samtal mitt við stjórnarráðið voru þeir Ari og Bjarni Theodór kallaðir af sýslumanni Gullbringu- og Kjós- arsýslu til Hafnarfjarðar til að mæta þar fyrir rétti þar sem þeir báru vitni í máli togarans og var þeim sagt að fullsönnuð væri sekt hans um landhelgisbrot. Sjálfsagt væri hægt að finna í opinberum skjölum frásögn um það sem gert hefir verið af hálfu þess opinbera í þessu máli en ég hefi ekki kjark eða dugnað til þess. Nú þegar við Íslendingar erum komnir í okkar þriðja og hatrammasta „þorskastríð“ þá datt mér í hug að rifja upp þessa gömlu sögu. Og er ekki algjört einsdæmi að útlendur veiðiþjófur hafi verið tekinn af íslenskum valdsmönnum þar sem hann stóð að nokkru leyti uppi á þurru landi? Þeir voru helmingi minni bátarnir sem reru frá Kálfshamarsvík, eða fjóræringar en myndin sýnir áttæring ná landi í Grindavík. Ljósmynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Jón Ólafur Benónýsson Landhelgsbrjótur á þurru landi

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.