Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 35
Sjómannablaðið Víkingur – 35
notkun um borð í íslenskum línuveiðara
var, að talið er, smíðuð um borð í Ólafi
Bjarnasyni, af vélstjóranum þar, Bergi,
síðari hluta janúar eða fyrri hluta febrú-
armánaðar árið 1927. Eða eins og segir á
einum stað í grein Ásgeirs Jakobssonar:
„þá hafi Bergur vélstjóri bangað sam-
an rennu og hafi það verið á miðun-
um (Hafnarleirnum) seint í janúar eða
byrjun febrúar árið 1927. Þó að renn-
an væri nokkuð klunnaleg, sem von-
legt var, smíðuð við þessar aðstæður,
þá nýttist hún þeim strax á Ólafi
Bjarnasyni. Að vísu var í fyrstu meira
um flóka en áður en það lagaðist
fljótt.“
Hér mun átt við Ólaf Bjarnason
MB-57 sem samkvæmt skipaskrá, frá
árinu 1928, var smíðaður árið 1911 úr
stáli í Einswarden í Þýskalandi sem
stendur á vestari bakka árinnar Weser en
nokkru norðar, austanmegin, er hafnar-
borgin fræga, Bremerhaven. Skipið var
141 brl. að stærð, knúið af 200 HÖ
gufuvél.
Staðreynd er að rennan sjálf var ein-
föld í smíðum án kransasettsins en
kransasettið var aldrei notað nema í
reynslutúrnum á Víkingi eins og áður er
getið um. Það var hugmyndin sem var
dýrmæt en allir sem eitthvað gátu
smíðað og höfðu séð rennuna áttu að
geta komið saman nothæfri rennu þar
sem myndir af henni höfðu birst í blöð-
um (sjá grein Hólmsteins Helgasonar).
En það þurfti svo sem ekki myndir til
þar sem rennurnar voru til sýnis hjá FÍ
sem vafalítið hefur lagt sig fram um að
sýna þær bæði skipstjórum og útgerðar-
mönnum.
Niðurstaðan
Önnur rennan sem Kristinn sendi Fiski-
félagi Íslands í mars 1926, kom í leitirn-
ar árið 1974 hún var enn í vörslu Fiski-
félagsins, fannst í geymslu Hafrann-
sóknastofnunarinnar ásamt kransasetti
og blikkbala. Sú renna ásamt fylgihlutum
er nú varðveitt á Byggðasafni Þingeyinga
á Húsavík. Um afdrif hinnar rennunnar
er ekki vitað en um tíma var talið að þær
hefðu báðar farið til Vestfjarða.
Um frekari útbreiðslu rennunnar eru
ekki tiltækar upplýsingar að neinu
marki. Í Eyjablaðinu frá 31. október
1926 kemur m.a. eftirfarandi fram undir
fyrirsögninni fréttir:
„Athygli viljum við vekja á auglýsingu
Þórðar Jónssonar á Bergi, um nýjan
útbúnað sem tekur fyrir alla áhættu
við að leggja línu – og flýtir auk þess
fyrir lagningu línu að miklum mun.
Er það góðra gjalda vert, þegar menn
innleiða þá nýlundu, sem bæði tekur
fyrir áhættu og sparar tíma og til-
kostnað.“
Í bókinni „Aldahvörf í Eyjum“ eftir
Þorstein Jónsson, sem út kom á árinu
1958 er greint frá þessari tilraun Þórðar
Jónssonar á Bergi, bls. 278, sem mistókst
algjörlega að því er þar kom fram vegna
þess að beitt var hrognum eins og al-
gengt var í þá daga. Fleiri gerðu tilraun
með rennuna í Eyjum 1927. Um fram-
haldið kemur eftirfarandi fram í bókinni:
,,Þó var það ekki fyrr en 1928, að al-
mennt var farið að nota þá stórkost-
legu framför, sem hér hafði hafið inn-
reið sína. Meðal þess sem línurenn-
unni má telja til gildis, var það, að nú
voru nær engin takmörk fyrir því, hve
langa línu var hægt að róa með. Svo
fljótlegt var að leggja hana í renn-
unni“.
Eins og hér kemur fram eru ekki að
finna í nefndum gögnum um upphaf
línurennunnar ótvíræðar upplýsingar
um hvort hún var norskt eða íslenskt
hugarsmíð þó virðast vísbendingarnar
um að hún sé íslensk þ.e. hugarsmíð
Kristins í Leirhöfn mun fleiri og efnis-
ríkari en þær sem tengja upphaf hennar
Noregi. Þar má m.a. nefna eins og áður
hefur komið fram eftirfarandi:
• Hugmyndin að lagningsrennunni
kviknar hjá Kristni haustið 1920.
• Árið eftir hefur Kristinn komið hug-
mynd sinni á blað og kannar hvort
hann geti fengið einkaleyfi á þessu
tæki en fær höfnun.
• Fyrsta lagningsrennan ásamt kransa-
setti er tilbúin á árinu 1923.
• Forseti Fiskifélags Íslands, Kristján
Bergsson, skoðar rennu Kristins, vorið
1924.
• Forseti Fiskifélagi Íslands, Kristján
Bergsson, pantar tvær rennur ásamt til-
heyrandi haustið 1925.
Í kaflanum úr bókinni, „Af heima-
slóðum“, sem Níels Árni Lund skráði
gerir Kristinn m.a. grein fyrir við-
brögðum forseta Fiskifélags Íslands,
Kristjáns Bergssonar, þegar hann kom til
Leirhafnar vorið 1924 og skoðaði renn-
una ásamt fylgihlutum. Viðbrögðum
Kristjáns lýsir hann svo:
„Mér fannst eftir á framkoma hans
hjáræn og datt mér í hug að það stæði
eitthvað í sambandi við það, sem ég
sagði við Pétur Gauta. Líka hafði ég
mínar skoðanir um það, að hann
hefði lagt þetta langa lykkju á leið
sína aðeins til þess að finna skóla-
bróður sinn frá Gagnfræðaskólanum
á Akureyri eins og hann lét í veðri
vaka.“
Því miður liggja ekki fyrir nein gögn
um það hver hlutur Fiskifélags Íslands
var í því að koma upplýsingum um
rennuna til skipstjóra og útgerðarmanna
á þessum tíma. Ef taka á mið af afdrifum
rennanna tveggja sem Kristinn sendi
Fiskifélaginu, að þess ósk í upphafi árs
1926, verður ekki séð að áhuginn hafi
verið mikill þar sem ekki liggja fyrir
upplýsingar um hvað varð af annarri
rennunni og hin fannst fyrir tilviljun
innpökkuð eins og Kristinn gekk frá
henni vorið 1926 í geymslu Hafrann-
sóknastofnunarinnar á árinu 1974.
Almennt um það hvort hugmyndin að
rennunni sé norsk eða íslensk kemur
eftirfarandi fram í bréfi Helga Kristjáns-
sonar, bróður Kristins, í bréfi til Ásgeirs
Jakobssonar sem verða lokaorð þessarar
samantektar:
„Það er að vísu rétt, sem þú bendir á,
að fleiri menn glími iðulega við sama
viðfangsefnið samtímis. En, að tveir
menn sinn í hvoru landi, án nokkurs
sambands sín á milli, leysi sama verke-
fnið samtímis á nákvæmlega sama hátt,
mun varla finnast dæmi til.“
Nú er dóttursonur Kristins, Níels Árni Lund að gera smiðju afa síns, sem
brann 1957, sitthvað til góða; hreinsa gömul verkfæri, stilla upp því sem til
er af smíðisgripum og koma því í sýningarhæft ástand. Hann er að leita að
gamalli einfaldri línurennu sem gæti verið eins konar tákn fyrir smiðju
Kristins og yrði komið fyrir á góðum stað. Er nokkur lesandi svo birgur að
eiga - eða vita um slíkt eintak sem væri fáanlegt til þessa verðuga hlutverks?
Gefanda yrði að sjálfsögðu getið og gerð skil eftir því sem óskað er. Þeir
sem kynnu að geta liðsinnt Níelsi Árna, með þetta eru beðnir að hafa sam-
band við hann eða greinarhöfund.
Níels Árni Lund, Gvendargeisla 34, 113, Reykjavík
Sími: 555-2227
Netfang: lund@simnet.is