Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur Við vorum á siglingu inn Eyjafjörð- inn til Akureyrar á Oddgeiri ÞH. Það var vor í lofti sjórinn spegilsléttur og fjörðurinn skartaði sínu fegursta með Kaldbakinn í norðri en Súlur í suðri. Ég átti vaktina frá miðnætti til kl. sex um morguninn. Um miðja vaktina varð ég alveg óskaplega svangur og langaði í eitthvað gott í svanginn. Vissi að kokk- urinn átti alltaf niðursoðna ávexti sem geymdir voru í einum bekknum í mat- salnum. Í þá daga voru niðursoðnir ávextir og ís yfirleitt í eftirmat á sunnu- dögum, á eftir hryggnum eða lamba- lærinu. Til þess nú að seðja bæði hungrið og sætindafíknina ákvað ég að fá eina ávaxtadós að láni hjá kokknum sem alltaf var kallaður afi um borð þar sem hann var sá elsti í áhöfninni. Síðan ætl- aði ég auðvitað að skila dósinni þegar til Akureyrar kæmi enda fyrirhugað að liggja þar næstu tvo þrjá daga. Til þess að afi yrði nú einskis var tók ég pappírinn utan af ávaxtadósinni og setti utan um dós með grænum baunum sem ég stillti síðan upp hjá hinum dós- unum til öryggis ef afi færi nú að kanna birgðirnar áður en hann pantaði kostinn á Akureyri, þannig frá gengið átti enginn að komast að leyndarmáli mínu. Land- legan á Akureyri tók enda og við fórum þaðan snemma á sunnudegi sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Um hádegið er ég ræstur í matinn, en ég átti vaktina frá hádegi til sex um kvöldið. Það voru flestir búnir að borða þegar ég kom í matinn. Þegar ég var búinn að gera hryggnum (eða kannski var það læri) góð skil var eftirrétturinn eftir, þ.e. ávextirnir og ísinn; eitthvað var farið að minnka í ávaxtaskálinni svo að afi fór fram í eldhús til þess að sækja meira. Skömmu eftir að hann er farinn fram heyrist hann tauta stundar hátt með mikilli hneykslun í röddinni: „Flest er nú orðið svikið – þeir eru farnir að setja grænar baunir í ávaxta dósirnar – ja allt er nú til í henni veröld“. Síðan kom hann inn í matsalinn og rak framan í mig skálina sem núna hafði að geyma blöndu af niðursoðnum ávöxt- um og grænum baunum og hélt yfir mér langa ræða um sviksemina en tók fram svona við og við að þessi uppákoma hins breyska heims ætti sko alls ekki að koma niður á mér þar sem ég hefði sko ekkert til saka unnið, hann myndi bara kasta úr skálinni í ruslið og sækja nýja dós handa mér. Segjast verður eins og er að mitt fram- lag til þessarar orðræðu og hneykslan afa var fremur fátæklegt. Lái mér hver sem vill. * * * Á þessum árum voru frystar og kælar undir matvæli um borð í skipum oft á tíðum fremur lélegir, kældu illa og héldu ekki frosti í frystinum. Þannig var þetta um borð í Oddgeiri ÞH þrátt fyrir að sífellt væri verið að reyna að koma þessu til betri vegar. Trúlega hefur ástæðan verið sú að frysti- og kæligetan var of lítil miðað við hitastig og magn matvæl- anna sem sett voru í geymslurnar. Undan þessu kvartaði afi eðlilega býsna oft við vélstjórana án þess að tækist að koma hlutunum í þokkalegt lag. Þannig háttaði til um borð að frystirinn og kælirinn voru í þvergangi sem endaði með hurð útí bakborðsganginn. Aftan við hurðina var komið fyrir gas og súrflöskum log- suðutækjanna en á hvorri flösku voru tveir mælar sem stigu þegar verið var að nota tækin en lágu niðri þess á milli. Einu sinni kemur afi til vélstjórans, þegar ólagið á kæligeymslunum hafði keyrt úr hófi, og biður hann að koma með sér út í bakborðsganginn; þegar þangað kemur bendir hann alvarlegur á mælana á kútunum og segir alvarlegur í bragði: Það er ekki nema von að ástandið sé eins og það er í frystinum og kælin- um, þeir eru bara allir í núllinu núna. Helgi Laxdal Rænt frá kokknum Horft út Eyjafjörðinn. Kaldbakur til hægri og Tröllaskaginn í vestri. Höfði við Grenivík og Hrísey, óljós þúst í hafinu, kallast á. Mynd: Jón Hjaltason.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.