Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur ferð til að kynnast þessum morgunferð- um gámaskipanna. Þriðjudagsmorguninn 12. júlí héldum við félagar saman niður í Sundahöfn en erfiðlega gekk þó að komast þangað því allar aðkomuleiðir að höfninni voru lokaðar af lögreglu. Um morguninn hafði komið upp eldur á athafnasvæði Hring- rásar og var slökkvistarfi ekki lokið. Eftir að skipstjórinn hafði tjáð lögreglunni að hann þyrfti að komast til skips, ásamt fleiri skipverjum sem einnig biðu, var veitt heimild til að halda för áfram niður á athafnasvæði Eimskipa. Strax og um borð var komið lögðu skipverjar síðustu hönd á undirbúning fyrir brottför, aðal- vél gangsett og landgangur tekinn. Klukkan var hálf átta þegar Magnús gaf fyrirmæli um að landfestum skyldi sleppt. Skipið seig mjúklega frá bryggj- unni og 5.400 kW aðalvélin fór að vinna sína vinnu við að koma skipinu hægt og bítandi upp í fulla ferð sem er 15 hnútar. Selfoss er eitt fjögurra gámaskipa í eigu Eimskipa, smíðaður í Danmörku 1991 fyrir danska útgerð en Eimskip keypti skipið 1999. Þegar talað er um stærðir gámaskipa þá er ávallt talað um hversu margar 20 feta gámaeiningar þau taka og því minna horft til tonnatölunn- ar. Selfoss er skráður sem 724 gámaein- ingaskip en mesta lengd hans eru 127 metrar. Skipið er flokkað sem svokallað sellugámaskip (cellular container) sem táknar að í lestum þess eru sporbrautir fyrir gámanna sem þeir sitja í. Sellurnar gera það að verkum að ekki þarf að sjóbúa gáma í lestum sem gerir það að verkum að minni þungi er um borð í skipinu af sjóbúningarbúnaði. Hægt er að lesta fjórar gámahæðir í lestum en á þilfari geta gámarnir aftur við brú farið í 7 hæðir en eftir því sem framar dregur lækka gámahæðirnar. Á fremstu lestar- lúgu eru aðeins þrjár hæðir því öðrum kosti sæist ekkert fram fyrir skipið. Burðargeta skipsins er 8.600 tonn. Há- marksþungi 20 feta gáms getur verið 30 tonn sem þýðir að ef allir gámar sem lestaðir eru um borð í skipið eru í há- marksþunga gæti skipið einungis lestað um 286 gáma. Það er því djúpristan sem ræður hvenær skipið er fulllestað en ekki heildar gámaflutningsgeta þess. Mörgum þykja gámaskipin oft vera mikið hlaðin enda ekki nema von því stærsti hluti gámanna sem skipin bera eru fluttir á þilfari. Á Selfossi er gert ráð fyrir hægt sé að lesta 497 gáma á þilfarið sem er 68% af heildargámaflutningsgetu skipsins. Mikil hlaup Um borð eru 11 skipverjar sem ganga sínar vaktir áfram þrátt fyrir að skipið teljist vera í heimahöfn en á skut þess Stefnan tekin út Sundin með nýja vitann á Skarfagarði milli krananna. Stýrimennirnir Finnur Magni Finnsson og Bragi Finnbogason. Morgunmaturinn að verða tilbúinn. Fv. Björgvin Björgvinsson 1. vélstjóri, Gunnar Rafn Skarphéðinsson vélavörður, Ólafur Skúlason bátsmaður og Arngrímur Jónsson háseti.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.