Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Blaðsíða 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur
Enn og aftur ætlum við að ferðast
um netheima í leit að skemmti-
legum síðum. Sumarið að klárast og
enn einn veturinn framundan. Léttum
okkur lundina með því að skemmta
okkur um stund á áhugaverðum net-
síðum en ég minni lesendur á; endilega
sendið blaðinu áhugaverða tengla sem
þið rekist á og teljið að eigi leið til
lesenda blaðsins.
Fyrsta síðan sem við skoðum hefur
reyndar valdið dálitlum usla enda er til-
gangur hennar að vekja athygli á mikil-
vægi siglinga fyrir eyríki. Eitthvað sem
við þurfum líka að lifa við. En á síðunni
www.noships.com er fjallað um átaksverk-
efnið Seafarers Awareness sem varir í viku
á hverju ári. Að þessu sinni var búið til
myndband sem sjá má á síðunni og hefur
það farið fyrir brjóstið á mörgum.
Bretar hafa verið í átaki að kynna
mikilvægi siglinga og þar eru samtök
útgerðarmanna Chamber of Shipping
engin undantekning. Síða þeirra www.
british-shipping.org hefur að geyma
áhugavert efni um siglingar sem og bæk-
ur fyrir skipstjórnendur sem ég hvet
ykkur til að skoða.
Heitasta netefni sumarsins er eflaust
sigling strandferðaskipsins Nordnorge frá
Bergen til Kirkenes í Noregi. Bæði net-
verjar og sjónvarpsáhorfendur í Noregi
og nágrannalöndum sátu límdir yfir
þessari siglingu sem margir töldu tómt
rugl að senda út í beinni útsendingu.
Ekki nema von að svo hafi margir hugs-
að því ferðin tók 136 tíma. Slóðin á
þessa klukkutíma er www.nrk.no/hurti-
gruten og er það vel þess virði að kíkja á
siglingu skipsins enda mjög áhugavert
efni. Ég hef reyndar ekki haft tíma til að
horfa á alla siglinguna en hægt er að
velja sér svæði til að skoða.
Það eru fleiri en Bretar sem eru að
vekja athygli á siglingum en frændur
vorir Danir hafa ávallt sýnt kaupskipa-
sjómennsku mikla athygli. Á slóðinni
www.worldcareers.dk er að finna viðtöl
við fólk úr öllum geirum þessa greinar
sem lýsa því hversu áhugaverð störf
þeirra eru. Ég verð að segja að ég heill-
aðist af þessari framsetningu en reyndar
hafa Danir kvartað undan að svo virðist
sem ekki sé lengur pláss fyrir eldri sjó-
menn enda séu á síðunni aðeins viðtöl
við ungt fólk. Þetta eru Danir í hnot-
skurn.
Fyrir alla þá sem eiga í vændum sigl-
ingar um svæði þar sem eiga má von á
sjóræningjum þurfa sannarlega að eiga
næstu síðu í uppáhaldsflipanum sínum á
vafranum. Síðan www.shipping.nato.int
gefur nýjustu upplýsingar um stöðu mála
á einstökum svæðum. Þá eru þar leið-
beiningar til áhafna um undirbúning,
varnir og hegðun sem best er að beita
lendi menn í þeim ósköpum að fá þessa
villimenn um borð.
Síða fyrir alla þá sem eru að fylgjast
með fréttum úr skipaheiminum eða þá
að leita upplýsinga um skip, skipshluti
eða mismunandi gerðir skipa er að finna
á slóðinni http://bestshippingnews.com.
Nú getur þessi hópur andað léttar eftir
skoðun síðunnar sem mér finnst vera
mjög fræðandi og áhugaverð.
Eflaust hafa allir lesendur þessara
pistla einhverntíma dundað sér við að
búa til pappírsflugvélar og skip. Að vísu
er hér oftast um að ræða sömu hönn-
unina en nú er hægt að útvíkka gerð
pappírsskipalíkana. Slóðin www.walden-
font.com/papermodels er reyndar um
aðeins flóknari skipslíkön en þessi
gömlu góðu en hér er bara að taka nýja
stefnu. Reyndar er mögulegt að hlaða
niður teikningar af einu slíku án greiðslu
og þarf aðeins að prenta skjalið á mis-
munandi þykkan pappír og svo er hægt
að hefjast handa.
Eftir miklar umræður um Landeyja-
höfn og dýpkunarframkvæmdir þar er
ekki úr vegi að skoða síðu sem fjallar
um dýpkunarskip með meiru. Slóðin á
síðuna er www.theartofdredging.com og
þar má meðal annars sjá nýjustu hug-
myndir eða tækni í dýpkunum. Eitthvað
sem gæti nýst í Landeyjarhöfn - eða
hvað?
Oft er ég spurður eftir síðum sem
bjóða upp á atvinnu fyrir sjómenn
erlendis. Hér kemur því ein slík á slóð-
inni www.tos.nl. Hér er um hollenska
síðu að ræða en þegar ég skoðaði síðuna
var fjöldinn allur af störfum í boði.
Lokasíðan að þessu sinni er hreint út
sagt stórkostleg og jafnframt með flott-
ustu síðum sem ég hef fundið á vegferð
minni um netið. Síðan fjallar um nýjasta
verkefni A.P. Møller skipafélagsins,
18.000 teu‘s gámaskip, sem finna má á
slóðinni www.worldslargestship.com.
Þar eru ótrúlega góðir myndbútar af
væntanlegum skipum og skemmtilegt að
sjá samanburðinn á skipinu og banda-
rískum íþróttamannvirkjum. En sjón er
sögu ríkari og ætla ég því ekki að missa
mig í lýsingarorðum á síðunni.
Njótið vel þessarar síðu og munið að
skemmtun er nauðsynleg og í stað þess
að eyða löngum stundum á Facebook er
hægt að nýta tölvutímann til að verða
meðvitaðri um hvað er að gerast úti í
hinum stóra skipaheimi.
eftir Hilmar Snorrason