Norræn tíðindi - 01.05.1956, Page 17

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Page 17
1956 Norræn tíöindi búa áætlun um hópferð til Islands og hafa tillögur þar að lútandi tilbúnar fyrir fulltrúa- fundinn 1956; 3) að fela formanni Norræna fél. danska, C. V. Bramsnæs, fyrrv. Þjóðbanka- stjóra að ganga frá tillögum um samnorræn- an menningarsjóð. Framkvæmdastjórar og aðalritarar félag- anna höfðu einnig fund með sér, þar sem tekin voru fyrir helztu mál, sem fjallað var um á fulltrúafundinum í Rvík á s. 1. sumri, og auk þess var rætt um ýmis framtíðarverkefni, svo sem mót og námskeið á vegum félaganna á árinu 1956, útgáfustarfsemi félaganna, vina- bæjarstarfsemina o. fl. Ákveðið var að ræða nánar vinabæjatengsl og norrænt félagsstarf meðal æskulýðsins á fundi sem haldinn yrði í tengslum við 4. þing Norðurlandaráðsins x Kaupmannahöfn í janúar 1956. í nóvember. Þriðjudaginn 15. nóv. hélt Norræna félagið skemmtifund í Sjálfsæðishúsinu til heiðurs Nóbelsverðlaunaskáldinu Halldóri Kiljan Lax- ness. Skáldið og kona hans, frú Auður Sveins- dóttir, heiðruðu samkvæmið með nærveru sinni. Halldór las úr verkum sínum. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, form. fé- lagsins, hélt ræðu um Halldór Laxness. Þuríður Pálsdóttir söng nokkur lög við ljóð eftir skáldið. Undirleik annaðist Jórunn Viðar. Halldór Kiljan Laxness las kafla úr skáld- sögu sinni um Ölaf Kárason Ljósvíking og auk þess kafla úr Gerplu. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. Skemmtifundur þessi var mjög fjölmennur. 1 xlesember. Luciuhátíð var haldin í Þjóðleikhúskjallar- anurn 13. desember. Lucía var frú Anna Stína Oddsson. Gunnar Thoroddsen flutti ávarpsorð og fól Magnúsi Gíslasyni að stjórna samkomunni. Því næst hófst Lueíu-gangan, Lucían og þernur hennar sungu sænska jólasöngva. Tvær litlar stúlkur —- Þóra og Marta Magnúsdætur komu fram sem „Stjárngossar" og sungu. Guðrún Blöndal las söguna Nóttin helga eftir Selmu Lagerlöf. Frú Britta Gíslason söng jólalög með undirleik dr. Páls Isólfssonar. Anna Larsson, sendikennari, sagði frá sænskum jólasiðum og sýndi kvikmynd um sænska jólaóttu. Með kaffinu var sérstakt jólabrauð (lusse- katter) borið á borð. Auk þess var boðið upp á „jólaglögg" að sænskum sið. Loks var dansað. Aðsókn var mjög góð og um 30 nýir félagar gengu í félagið. 1 janúar 1956. Ætlunin var að senda félagsmönnum eina gjafabók í desember í stað Norrænna jóla. Búið var að ákveða kaup á bókinni Nordens provins, sem er norræn myndabók gefin út af Norræna félaginu í Danmörku. Þegar til átti að taka, sá danska félagið sér ekki fært að láta svo mörg eintök af hendi sem við þyrftum að fá. En þetta olli því að töf varð á útsendingu væntanlegrar gjafabókar. I stað myndabókarinnar var ákveðið að gefa tvær bækur, söngbókina Nordens sangbok, og skáldsöguna Bekánna fárg. Nordens sángbok var gefin út af Norrænu félögunum sameiginlega og hefur notið mik- illa vinsælda á Norðurlöndum. Hún er að verða uppseld. Bók þessi er um 300 síður að stærð og fylgja nótur öllum söngvunum. 1 bókinni er fjöldi vinsælla norrænna söngva. Skáldsagan Bekánna fárg (Sýndu lit) er eftir einn af þekktustu rithöf. Svía Olle Hedberg, og er talin bezta skáldsagan sem hann hefur samið. Bókin er á sænsku, en með dönskum skýringum. Hér er um útgáfu Norræna fé- lagsins danska að ræða. Báðar þessar bækur hafa verið gjafabækur félagsins í Danmörku. Auk þessara bóka var ákveðið að senda félagsmönnum félagsrit sem hefði hliðsjón af hlutverki að gegna og félagsrit hinna Nor- rænu félagarma: að vera málgagn félagsins og jafnframt tengiliður milli félagsstjórnar- innar og félagsmanna og þannig einnig deilda viðsvegar um land. 1 febrúar. Um miðjan júní kemur O. D. karlakórinn, stúdentakórinn frá Uppsölum, hingað til lands. Norræna félagið mun verða einn af þremur aðilum, sem veita kórnum fyrirgreiðslu, með- an hann dvelur hér á landi.. Hinir aðilarnir eru: Tónlistarfélagið og Samband ísl. karla- kóra. Um miðjan júlí kemur fimleika- og þjóð- dansaflokkur frá Stokkhólmi, er mun dvelja hér nokkra daga og njóta fyrirgreiðslu Nor- ræna félagsins. Flokkar þessir heita: K.F.U. 13

x

Norræn tíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.