Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 11

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 11
1962 Norrœn tíðindi Hvað finnst yður um norræna samvinnu og afstöðu íslands til hennar? Sunnudaginn 2. des. 1962 var spurt og spjallað um gildi norrænnar sam- vinnu í útvarpsþætti Sigurðar Magnús- sonar. Þeir, sem þar leiddu saman hesta sína, voru annars vegar Gísli Jónsson, alþingismaður og Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri N. F. og hins vegar Magnús Þórðarson, blaðamaður og Ólafur Jónsson, fil. kand. Spumingin var: Hvað finnst yður um norræna samvinnu og afstöðu Is- lands til hennar? Ekki voru þátttakendur á eitt sáttir um gildi norræns samstarfs. Gagnrýn- endur norrænnar samvinnu álitu, að það væri óskynsamlegt og jafnvel háskalegt fyrir okkur íslendinga, að gera samskipti okkar við hin Norður- löndin að nokkurs konar einokun. Þeir álitu, að við ættum að hafa menningar- og viðskipta-sambönd út í hinn stóra heim milliliðalaust. Því var aftur and- mælt af verjendum norrænnar sam- vinnu á þann veg, að samstarf Norð- urlandaþjóðanna ætti ekkert skylt við einokun. Það væri okkur eðlilegt og það hefði raunhæft gildi, m.a. sem liður í alþjóðlegu samstarfi. Þrjú meginatriði voru nefnd þessu til stuðnings: 1 fyrsta lagi er það fleira sem sameinar Norðurlandaþjóðirnar en það sem skilur þær að, í öðru lagi mega þjóðirnar sér lítils ein og ein, en sam- einaðar eru þær miklum mun áhrifarík- ari og voldugri og í þriðja lagi geta þær með friðsamlegri sambúð og náinni samvinnu sýnt fordæmi sem öðrum gæti orðið hollt til eftirbreytni. Inngangsorð Gísla Jónssonar, alþing- ismanns, að þessum rökræðum voru á þessa leið: 7 Mósebók segir svo: „Eigi er gott að maðurinn sé einsamáll.“ Þessi orð eru jafnsönn t dag eins og þau voru við upphaf veraldar. Engin maður fær notið stn að fullu nema að geta blandað geði við aðra menn. Eng- inn fœr einn yfirstigið þá erfiðleíka, sem hvarvetna risa upp og torvelda göng- una til betri lífskjara, meiri hamingju og fullkomnara lífs. Á þessum stgildu staðreyndum byggist félagsmálalöggjöf allra menningarlanda. Því dýpri skiln- ing, sem löggjafinn hefur á þessu veiga- mikla atriði, þeim mun viturlegri eru þau ákvœði um samvinnu þegnanna stn á milli, sem tekin eru upp t löggjöfina. Þyngsta hegning fyrir misgjörðir er «7- ger einangrun, álger útilokun frá um- gengni við aðra menn. Þessu lögmáli lúta þjóðir engu síður en einstaklingar. Skynsamleg samvinna milli þjóða, er vöxtur þeirra andlega og efnahagslega, einangrun þjóða er stöðn- un, sem leiðir til úrkynjunar, fyr eða stðar. Engin menningarþjóð neitar þessum staðreyndum. Hamingja einstaklingsins veltur á því hverja hann velur sér að lífsförunautum og félögum. Séu þeir af sama kynstofni, líkir að menntun og lífskoðun, likir að geði, siðum og trú, líkir að hugsjónum og manngildi, fer varla hjá þvt, að samvinna þeirra reyn- ist vel og verður þeim til gagns og gœfu. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.