Norræn tíðindi - 01.12.1962, Síða 24

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Síða 24
Norrœn tíðincU 196S ar var ekki að vita, hvernig á stæði í vinabæjum okkar um móttöku tuttugu manna hóps á jafn bundnum tíma og hér var um að ræða. Leitað var strax bréflega til norrænu deildanna í vina- bæjum okkar um vilja og aðstæður til móttöku. Bárust strax svör frá Lange- sund í Noregi og Vástervik í Svíþjóð. Var hópurinn sagður velkominn og því fagnað að vænta mætti heimsóknar. Hin norska flugvél kom með skátana til Reykjavíkur 24. júlí og fór samdæg- urs aftur til Oslóar. Með henni tók knattspyrnuliðið frá Akranesi sér far. 1 hópnum voru seytján drengir á aldr- inum fjórtán til sextán ára. Fararstjór- ar voru: Þórleifur Bjarnason, formaður norrænu deildarinnar á Akranesi, Óðinn Geirdal, skrifstofustjóri, og Hallgrímur Árnason, kaupmaður. Þjálfari liðsins var Georg Elíasson, prentari. Gist var í Osló fyrstu nóttina, en strax næsta morgun haldið af stað til Langasunds, og þangað komið um miðj- an dag. Þar tók á móti hópnum formað- ur norrænu deildarinnar í Langasundi, Jac Lund-Tangen, skrifstofustjóri bæj- arins og mikill ráðamaður í bæjarmál- efnum Langasunds. Hópnum var vísað til gistingar í farfuglaheimili bæjarins og naut þar ókeypis uppihalds þá þrjá og hálfan dag, sem hann dvaldist í Langasundi. Voru móttökur allar og viðurgerningur með ágætum. Langasund er lítill, en fallegur bær á strönd Þelamerkur. Um tvö þúsund og fimm hundruð íbúar eru í bænum. Hann stendur að mestu á lágum, skógivöxnum hæðarás meðfram ströndinni, en hús dreifast niður ásinn beggja megin og eru sífellt í feluleik innan um skógarlunda. Fram undan ströndinni, skammt undan landi, er allmikil skógivaxin eyja, er Langey nefnist, en inn af gengur lang- ur fjörður, Langasundsfjörðurinn. I Langasundi voru tveir knattspyrnu- leikir háðir, annar við lið frá Langa- sundi, en hinn við flokk úr nágrenninu. Sigruðu Akurnesingar í báðum leikjum. Meðan dvalist var í Langasundi var sólskin hvem dag og fremur hlýtt í veðri. Nutu ferðamennirnir þess ríku- lega. Þeim var sýndur bærinn, athafna- svæði, merkar byggingar og sögustaðir. Farið var með þá í skerjagarðsför undir forustu forseta bæjarstjómarinnar og fleiri fulltrúa í stjórn bæjarins. Siglt var í sólskini og hægri innlögn um þröng sund milli skógivaxinna eyja og skerja, framandi umhverfi fyrir unga Akur- nesinga, enda þótti þeim mikið til koma. Þá var einn daginn farið um helzta iðn- aðarsvæði Þelamerkur og heimsóttur höfuðstaður fylkisins, bærinn Skien, fæðingarstaður Henriks Ibsen. I byggða- safni fylkisins í Skien er sérstök deild helguð skáldjöfrinum, var hún vandlega skoðuð og einnig æskuheimili Ibsens að Venstöp. Leiðsögumaður var kunnur fræðimaður um sögu Ibsen, dr. Einar Östved. Var leiðsögn hans með miklum ágætum. Eftir að hafa notið einstakrar gisti- vináttu Langasundsbúa var förinni hald- ið áfram til Vesturvíkur, vinabæjar Akraness í Svíþjóð. Var sá áfangi far- inn á einum degi. Reyndist það löng og þreytandi dagleið. Viðtökur í Vesturvík voru hinar beztu, en þær önnuðust íþróttafélögin þar í samráðum við norrænu deildina. Var flestum gestum komið til gistingar á heimilum. Var öllum dvölin ókeypis. 1 Vesturvík dvaldist hópurinn í þrjá daga. Þreyttir voru tveir knattleikir, annar við lið úr Vesturvík og töpuðu Akurnesingar þeim leik. Hinn leikurinn var við lið í Överum, smábæ skammt 22

x

Norræn tíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.