Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2022, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 03.09.2022, Qupperneq 26
Samkvæmt Sigga er sælutíð fram undan næsta hálfa mánuðinn um allt land og hljóta landsmenn að fagna því. Í dag, laugardag, fer fram hin árlega Garnganga en um er að ræða hátíð handverksfólks sem ferðast á milli sérverslana með garn og aðrar hannyrðir. bjork@frettabladid.is Gangan er að erlendri fyrirmynd og þekkist víða erlendis sem Yarn Crawl sem er vísun í Pub Crawl. Hún hefur slegið rækilega í gegn hérlendis, sem ætti ekki að koma á óvart, því að bara á höfuðborgar- svæðinu eru f leiri garnverslanir á íbúa en bæði í London og New York til samans. Rannveig Tenchi er einn for- sprakka göngunnar, sem var fyrst farin haustið 2017. „Það eru níu verslanir sem taka þátt í ár og þar sem þær eru á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið notar fólk annaðhvort strætó eða bíl til að komast á milli.“ Það er ólíkt því sem gerist erlendis enda svæðið hér dreifðara. „Fólk er oft að hópa sig saman í bílum og ekki síst þau sem koma utan af landi.“ Drottningin húfa ársins Árlega er haldin samkeppni um húfu ársins og þá keppast prjónarar og heklarar við að senda inn upp- skriftir og er ein valin Garngöngu- húfan. „Við ákváðum þó að efna ekki til samkeppni í ár því húfan sem bar sigur úr býtum árið 2020 hefur enn ekki fengið sína göngu,“ segir Rannveig, en gangan hefur legið niðri undanfarin ár eins og aðrar samkomur vegna Covid. „Hvern sem langar að hanna uppskrift að prjónaðri eða heklaðri húfu getur sent inn og eru verðlaun í boði. Öll eru svo hvött til að gera húfuna og bera hana í göngunni. Verslanir leggja svo til alls konar litasamsetningar og auglýsa hana þannig líka. Húfan sem vann 2020, og er því garngönguhúfan árið 2022, heitir Drottningin og er uppskrift að henni frí inni á bæði Ravelry.com og garngangan.is,“ segir hún og bætir við að Ravelry sé gagnabanki hand- verksfólks. Þau sem taka þátt í göngunni fá afhent stimpilkort í fyrstu verslun- inni sem er heimsótt og þau sem ná að safna stimplum frá öllum verslununum geta svo skilið stimp- ilkortið eftir í síðustu versluninni og eru þá komin í happdrættispott, en vinningur að verðmæti 70.000 krónur er í verðlaun. Eins eru versl- anir með sína eigin minni vinninga. „Svo veljum við garngöngulit sem er á stimpilkortinu og er hann fjólu- blár í ár. Hugmyndin á bak við göng- una er að lyfta sérverslunum upp og beina handverksfólki til þeirra.“ Yngra fólk farið að prjóna Fyrirkomulagið er þannig að hand- verksfólk mætir í þá verslun sem það vill byrja á og fær þar afhent stimpilkort og heldur áfram sem leið liggur. „Verslanirnar eru svo með pop-up viðburði og tilboð fyrir gesti. Gangan er alltaf fyrsta laugar- dag í september en verslanirnar eru flestar með lokað á laugardögum á sumrin en eru að opna aftur þann 1. september. Það er því bara um að gera að setja veturinn í gang.“ Rannveig segir mætinguna alltaf hafa verið góða og þær búist ekki við neinu minna í ár. „Þó við séum ekki með nákvæma tölu þá eru þetta í kringum 700 manns sem hafa verið að mæta.“ Rannveig seg ir handverk s- áhugann okkur í blóð borinn. „Við heklum og prjónum af lífi og sál. Næstelsti minn var 10 ára þegar hann prjónaði sér lopapeysu og nú er ég með einn níu ára sem er að suða um að fá að læra. Ég tók eftir mikilli aukningu árið eftir hrun, 2008, og verslanirnar segja það sama, að yngra fólk sé að koma til þeirra og öll kyn,“ segir hún og bætir við að umræður á samfélagsmiðla- síðum prjónara séu oft heitar. Rannveig segir aðspurð sífellt algengara að uppskriftir séu keyptar á netinu. „Ég kaupi eiginlega aldrei uppskriftir á prenti þó það sé veg- legt og fallegt úrval af slíku í sér- verslunum en eins er mikið til á net- inu þar sem þú kaupir uppskriftina og færð hana senda um leið í tölvu- pósti,“ segir Rannveig að lokum en sjálf deilir hún sínu handverki undir myllumerkinu #prjónandipírati. Garngangan er frá 11 til 17 í dag, laugardag, og nánari upplýsingar má finna á garngangan.is og á Facebook-síðu viðburðarins. n Ganga á milli garnverslana Ólafur Arnarson n Í vikulokin BJORK@FRETTABLADID.IS Við mælum með Drottningin bar sigur úr býtum sem Garngönguhúfan árið 2020 en fær fyrst göngu núna eftir Covid. MYND/AÐSEND Rannveig Tenchi er alltaf með eitt- hvað á prjónunum. MYND/AÐSEND Þótt veturinn taki ekki formlega við fyrr en undir lok næsta mánaðar kveðjum við flest ósjálfrátt sumarið þegar skólar hefjast og rútínan alræmda læsir klónum í líf okkar. Sumarsins 2022 verður seint minnst fyrir hitamet og sólarstundir og hefur það jafnvel verið uppnefnt sumarið sem aldrei kom. Hvað sem því líður styttist tilfinnanlega í annan endann á því. En þó … veðurfræðingar hafa margir hverjir gefið vonir um sólríkan september og á morgun, sunnudag, lofar spáin sannarlega góðu. Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, gekk svo langt í spjalli við Fréttablaðið nú fyrir helgi að boða loks komu sumars eða allavega sumarauka. Samkvæmt Sigga er sælutíð fram undan næsta hálfa mánuðinn um allt land og hljóta lands- menn að fagna því. Mörg hver erum við þó búin með lögbundið sumarfrí og því ætla ég hér með að hvetja þá vinnuveitendur sem geta að gefa starfsfólki sínu örlítið sólarfrí hér og þar, láti sú gula sjá sig eins og vonir standa til. Nú, ef þetta allt saman klikkar þá getum við alla- vega prísað okkur sæl að vera ekki föst í óbærilegri hitabylgju og skógareldum sem geisa víða. Fátt er svo með öllu illt … n Dreggjar sumarsins Ljósanótt Helgin er tilvalin fyrir heimsókn í Reykjanesbæ sem iðar af lífi og menningu. Um allan bæ má finna viðburði fyrir unga sem aldna en hápunkturinn er líklega f lugelda- sýningin klukkan 22 í kvöld. Eftir að hafa fylgst með næturhimninum lifna við og augnablikinu þegar bergið er lýst upp má velja um Hlöðuball, Ljósanæturball eða skemmtun á Paddy's. Gleðinni er þó ekki lokið þar því enn eru við- burðir á morgun, sunnudag. Allar upplýsingar má finna á ljosanott.is. Uncoupled Þáttunum Uncoupled á Netf lix svipar til þáttanna Sex and the City enda báðir skrifaðir af Darren Star. Uncoupled fjallar um ungan fasteignasala í New York sem hefur skipulagt allt líf sitt í þaula en fót- unum er kippt undan honum þegar sambýlismaður hans til 17 ára fer frá honum. Neil Patrick Harris, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þ á t t u n u m How I Met Your Mother, fer með aðal- hlutverkið og er sérstaklega skemmtilegt að sjá hann í alvarleg r i og einlægari s e n u m e n vanalega. n Stjórnmálastéttin lætur sér fátt fyrir brjósti brenna þegar kemur að því að skara eld að eigin köku. Viðskiptablaðið birti í vikunni út tek t á r ík isst uðning i v ið stjórnmálaflokka frá árinu 2010 til 2022. Fram kemur að þeir hafa fengið sjö milljarða úr ríkissjóði á þessu tímabili á verðlagi dagsins í dag. Á fyrsta ári sitjandi ríkisstjórnar voru framlög til flokkanna meira en tvöfölduð (hækkuð um 127 prósent) og síðan hafa þeir fengið næstum fjóra milljarða frá skattgreiðendum. Þrátt fyrir þetta örlæti þingmanna í garð flokkanna sinna hefur Alþingi ekki tekist að finna fjármagn til að stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu. Tannréttingar, sem eru gjaldfrjáls- ar í þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við hvað vel- ferð varðar, eru sligandi kostnaðar- liður fyrir barnafjölskyldur á Íslandi. Hvað skyldi kosta að setja tannrétt- ingar inn í hið almenna sjúkratrygg- ingakerfi? Kannski svipað og rennur til stjórnmálaf lokkanna í styrk frá skattgreiðendum? Kannski meira, hver veit? Ríkisstjórnin sóaði tveim- ur til þremur milljörðum í að fjölga ráðuneytum við síðustu stjórnar- myndun. Þá vantaði ekki peningana. Peningar eru ekkert vandamál þegar fjármagna þarf ráðherrastól og tilbe- hör fyrir flokksgæðinga. Á Íslandi búa álíka margir og í Coventry í Englandi. Dettur einhver jum í hug að íbúar Coventry séu skikkaðir til að borga tólf stjórnendum meira en tvær milljónir á mánuði, setja lúxusbíl Flottræfilsháttur, sjálftaka, spilling og mannvonska með bílstjóra undir hvern þeirra og tvo prívat aðstoðarmenn með meira en milljón á mánuði í laun, fyrir að stjórna borginni? Á meðan Ísland hefur ekki ráð á að borga tannréttingar barna á Íslandi hefur Ísland ekki efni á f lottræf ilshætti ráðamanna og sjálftöku þeirra. Ekki verður annað séð en að full samstaða sé milli stjórnmálaflokkanna um þá mannvonsku og spillingu sem felst í því að stjórnmálastéttin hugsar um sig og bara sig. n Samt finnst ekki fjármagn til að stytta biðlista. 26 Helgin 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 3. september 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.