Fréttablaðið - 03.09.2022, Side 30

Fréttablaðið - 03.09.2022, Side 30
getur það fengið það í bakið síðar meir. Karl segist hafa fengið að upplifa það á eigin skinni: „Fíflið getur alveg komist upp á kant við konunginn, getur lent í alls konar hremmingum fyrir það einmitt að reyna að vera fyndið á kostnað valdhafans. Þannig var þetta líka á mínum ferli.“ Lentu upp á kant við valdhafa Næst liggur að nefna Spaugstofuna í tengslum við fíf lið en Karl viður­ kennir fúslega að þeir félagar, Örn, Pálmi, Randver og Sigurður, hafi gegnt því hlutverki árum saman. „Ég hef skilgreint okkur þannig í mörg ár. Það var okkar hlutverk að snúa út úr því sem var efst á baugi, vekja athygli og draga fram í dags­ ljósið hluti sem jafnvel f lokkast undir spillingu, óeðlilega fram­ komu gagnvart þeim sem minna mega sín, óeðlilega valdastöðu þeirra sem eru sterkir og eiga nóg af peningum,“ segir Karl Ágúst. Spaugstofumenn lentu sjálfir ítrekað upp á kant við yfirvöld og valdamikla aðila í þjóðfélaginu en eitt frægasta dæmið er líklega þegar biskup Íslands, Ólafur Skúlason, kærði þá fyrir guðlast eftir umdeild­ an páskaþátt Spaugstofunnar 1997. „Við vorum kærðir fyrir guðlast, við vorum kærðir fyrir klám, við fengum á okkur hótanir um lög­ bann og vorum sakaðir um ofsóknir á ákveðnu fólki í valdakerfinu. Það voru menn sem reyndu bókstaflega að fá þættina tekna af dagskrá og beittu áhrifum sínum til þess, sem við bara fréttum utan frá, en það heppnaðist ekki,“ segir Karl Ágúst. Tók sjálfan sig mjög alvarlega Þótt Karl Ágúst sé þekktastur sem gamanleikari þvertekur hann fyrir að það hafi verið meðvituð ákvörð­ un að fara út í grínið. „Ég tók sjálfan mig ofsalega alvarlega sem listamann þegar ég var nýútskrifaður. Ég skil það ekki alveg þegar ég hugsa til þess í dag hvað ég hafði óbilandi sjálfstraust og fannst ég geta allt, sem ég auð­ vitað gat ekki. Kannski hefði ég varla gert helminginn af því sem ég hef gert ef ég hefði ekki haft þessa trú,“ segir hann. Fyrsta vísbendingin að því sem verða skyldi kom árið 1982 þegar Karl lék í uppfærslu Alþýðuleikhúss­ ins á verki Guðmundar Steinssonar Þjóðhátíð. Þá komst gagnrýnandi Morgunblaðsins svo að orði: „Karl Ágúst sýnir það hér að í honum býr kómíker.“ „Þetta var það fyrsta sem ég hafði heyrt eða séð um það að ég væri gamanleikari í einhverri merkingu. En svo gerist þetta náttúrlega mjög fljótlega,“ segir Karl Ágúst. Skömmu áður hafði Karl fengið lítil hlutverk í tveimur bíómynd­ um, annars vegar Útlaganum eftir Ágúst Guðmundsson þar sem hann lék Ingjaldsfíf lið, og hins vegar í Jóni Oddi og Jóni Bjarna eftir Þráin Bertelsson þar sem hann lék sund­ laugarvörðinn. Bæði hlutverk vöktu athygli og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Þar byrjaði samstarf okkar Þráins, þar hittumst við í fyrsta skipti. Þá einhvern veginn blasti þessi braut svona við mér og það varð framhald á henni án þess að ég endilega veldi það. Ég fæ náttúr­ lega annað aðalhlutverkið í Nýju lífi sem verður gríðarlega vinsæl mynd, slær í gegn og gengur í bíó lengur en nokkurn mann hafði órað fyrir. Svo bara hver myndin á fætur annarri,“ segir Karl Ágúst. Upphafið að Spaugstofunni Skömmu eftir að Karl Ágúst lék í Löggulífi 1985, síðustu myndinni í þríleik þeirra Þráins Bertelssonar og Eggerts Þorleifssonar, varð svo til fyrsti vísirinn að því verkefni sem hann er þekktastur fyrir, Spaugstof­ unni. Hann kveðst ekki hafa þekkt tilvonandi kollega sína mikið fyrir en kannaðist við þá úr Leiklistar­ skólanum og bransanum. Feðgarnir Karl Ágúst og Eyvindur leika á móti hvor öðr- um í sýningunni Fíflinu. Kona Karls, Ágústa Skúladóttir, sér um leikstjórn. Fréttablaðið/ anton brink Karl segir fíflið vera í senn heimspeking, samfélagsrýni og gagnrýnanda valdsins. Mynd/María björt Við vorum kærðir fyrir guðlast, við vorum kærðir fyrir klám, við fengum á okkur hótanir um lögbann og vorum sakaðir um ofsóknir á ákveðnu fólki í valdakerfinu. Ég tók sjálfan mig ofsalega alvarlega sem lista- mann þegar ég var nýút- skrifaður. „Þegar ég er í miðjum tökum á Löggulífi þá hringir þáverandi dag­ skrárstjóri RÚV sjónvarps í mig og spyr hvort ég sé til í að taka að mér Áramótaskaupið. Ég náttúrlega jafn bilaður og ég var og með þessa ofur­ trú á sjálfum mér segi bara já við því og hélt ég væri ráðinn og myndi skrifa og leikstýra Áramótaskaup­ inu án þess að hafa nokkurn tíma komið nálægt slíkri vinnu, korn­ ungur maður og bara rétt skriðinn úr skóla.“ Skömmu síðar urðu svo dag­ skrárstjóraskipti á RÚV og Hrafn Gunnlaugsson tók við starfinu. Að sögn Karls sá Hrafn strax að það var ekkert vit í því að ráða svo óreyndan mann til að stýra skaupinu og fékk hann því Sigurð Sigurjónsson sem leikstjóra í stað Karls, en Sigurður hafði þá þegar tekið þátt í fjöl­ mörgum Áramótaskaupum. Sig­ urður hafði svo samband við Karl og bauð honum að gerast partur af höfundateyminu. „Ég varð auðvitað alveg grjótfúll í smástund en fljótur að jafna mig á því og þáði það. Þá varð til þessi hópur; ég, Siggi, Örn Árnason, Rand­ ver Þorláksson og Laddi. Við byrj­ uðum að vinna saman og vinnan var alveg óheyrilega skemmtileg. Við skemmtum okkur öllum stundum þótt við værum meira og minna að vinna fram á nætur og stundum á mjög óheilbrigðum tíma. Fljótlega þegar fór að nálgast upptökur og útsendingu á skaupinu var hópurinn farinn að kalla sig Spaugstofuna. Þess vegna lít ég þannig á að Spaug­ stofan sé stofnuð í kringum Ára ­ móta skaupið 1985,“ segir Karl Ágúst. Árið eftir var Karl svo ráðinn leikstjóri Áramótaskaupsins 1986 og samhliða því náði hann að selja Hrafni Gunnlaugssyni þá hugmynd að sami hópur myndi gera fjóra stutta grínþætti samhliða undir nafninu Spaugstofan. Hrafn tók vel í hugmyndina og þættirnir voru gerðir og sendir út 1987. Hafnað af Stöð 2 Nokkrum árum síðar tóku félag­ arnir svo aftur upp þráðinn en í millitíðinni höfðu þeir Karl Ágúst, Örn Árna og Siggi Sigurjóns verið með útvarpsþætti á RÚV sem hétu Sama og þegið, þar sem þeir fóru yfir fréttir vikunnar í gamansömum stíl. Félagarnir fengu þá hugmynd að gera sams konar þætti fyrir sjón­ varp sem þeir kynntu fyrir Stöð 2 og var hugmyndinni tekið vel fyrst um sinn. „Síðan erum við mættir upp á Stöð 2 til þess að skrifa undir samn­ ing. Samningurinn er tilbúinn og það eina sem vantar á hann er nafnið á þættinum. Við vorum með hugmynd að nafninu Imbakassinn, það þótti svona ekki nógu jákvætt og ekki hvetjandi til áhorfs. Þann­ ig að við erum beðnir um að hugsa þetta aðeins betur og gefum okkur korter, tuttugu mínútur til að pæla í þessu. Við sitjum og spjöllum og á sama tíma er dagskrárstjórinn kallaður út úr fundarherberginu. Hann er í burtu í nokkrar mínútur og þegar hann kemur inn aftur segir hann: „Strákar, það er búið að blása þetta af.““ Karl Ágúst segir þetta hafa komið þeim í opna skjöldu enda sátu þeir hreinlega með pennana í höndun­ um og áttu bara eftir að skrifa undir. „Þannig að við fórum svona heldur þungbúnir út af þessum fundi og héldum bara áfram okkar daglega basli. Svo leið líklega eitt ár og þá vorum við í einhverjum stórum peningalegum vandræð­ um. Þá vorum við farnir að leigja vinnuhúsnæði ásamt Randver og Pálma. Það þurfti að borga leigu og peningar lágu ekkert alltaf á lausu. Á endanum fórum við á fund með Hrafni Gunnlaugssyni, dagskrár­ stjóra RÚV, og buðum honum þessa sömu hugmynd. Hann tók viðbragð og sagði: „Þetta er skemmtilegt, ég skal láta ykkur hafa fjóra þætti og ef þeir heppnast vel skulum við skoða hvort það verði framhald.“ Við gerðum fjóra þætti á fjórum vikum og svo var ekki hægt að stoppa.“ Ákvörðun RÚV kom á óvart Spaugstofan varð svo eins og allir þekkja einn vinsælasti grínþáttur Íslands og var á dagskrá RÚV með hléum til 2010 þegar þeir félagar færðu sig yfir á Stöð 2 þar sem þeir voru sýndir til 2014. Árið 2015 fögn­ uðu Spaugstofumenn þrjátíu ára starfsafmæli sínu með kveðjusýn­ ingunni Yfir til þín í Þjóðleikhúsinu. Alls voru 472 þættir framleiddir af Spaugstofunni á yfir þrjátíu árum. „Það kom mjög mörgum á óvart að RÚV skyldi taka þessa ákvörð­ un. Þeir höfðu að vísu aldrei viljað ákveða neitt fram í tímann. Þeir vildu alltaf sjá til, þannig að undir vorið þegar vetrardagskránni var að ljúka þá spurðum við alltaf hvort þeir ætluðu að hafa okkur aftur næsta vetur. Við fengum aldrei svör við því nema: „Við skulum athuga málin.“ Svo fengum við ekki að vita þetta fyrr en bara kannski mánuði áður en við áttum að byrja að vinna. Fyrir vikið var ég aldrei fastráðinn neins staðar og hafði í raun ekki trygga vinnu nema í mesta lagi níu mánuði fram í tímann,“ segir Karl Ágúst. Haldið þið félagarnir enn sam- bandi? „Við reynum að drekka kaffi saman helst einu sinni í viku. Það heppnast ekki alltaf en oft. Það fer alltaf gríðarlega vel á með okkur. Það er náttúrlega mikið lán að þessi hópur skyldi vera svona í laginu, hann gat alveg verið allt öðruvísi, en við náðum ofsalega vel saman. Við vorum ekkert alltaf sammála en það varð samt aldrei til þess að við gætum ekki átt eðlileg og heilbrigð samskipti og skilað öllum verkum þannig að við værum sáttir við.“ Vill votta leikhúsinu virðingu Spurður um hvað taki við nú þegar hann hyggst kveðja leiksviðið seg­ ist Karl ætla að fara á fullt í skrifin. Hann hefur alla tíð sinnt skrifum og þýðingum samhliða leiklistinni og þýddi til að mynda Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien ásamt föður sínum Úlfi Ragnarssyni 1978. Karl hefur auk þess gegnt stöðu formanns Rit­ höfundasambands Íslands frá árinu 2018. „Ég er náttúrlega búinn að vera höfundur jafn lengi og leikari og jafnvel enn lengur. Höfundurinn hefur oft þurft að víkja fyrir leik­ húsmanninum því það eru hlutir sem heimta algjöran forgang. En ég hef hug á að gefa rithöfundinum fullt svigrúm og fara að sinna hans störfum ótruflað,“ segir hann. Hvað er svo næst á döfinni? „Það sem gerist næst er það að við Ágústa erum að fara að vinna í Þjóðleikhúsinu sýninguna Hvað sem þið viljið eftir Shakespeare þar sem ég geri nýja þýðingu og við gerum saman nýja leikgerð. En svo á ég bara svo margar skúffur af hand­ ritum sem ég hef ýmist byrjað á og sum þeirra jafnvel fullskrifað en aldrei komið frá mér. Nú þarf ég að fara að opna þessar skúffur og for­ gangsraða einhvern veginn. Það er nóg af verkefnum fram undan.“ En þótt Karl Ágúst ætli að kveðja sviðið sem leikari segist hann ekki ætla að segja skilið við leikhúsið fyrir fullt og allt: „Ég er ekkert endi­ lega að segja skilið við leikhúsið en ég vil votta því þessa virðingu mína og ég vil enda leikaraferilinn minn á viðeigandi hátt og á þann hátt sem ég kýs sjálfur.“ n  30 Helgin 3. september 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.