Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 68

Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 68
Mér finnst dýr- mætast að fólk finni fyrir einhverju þegar það hlustar, sama hvað, nema kannski að því leiðist. Þá hefur maður gert vel. Ásgeir Helgi Ásgeirsson Táningurinn og tónlistar- maðurinn Ásgeir Helgi Ásgeirsson segist vera mjög löt manneskja en þó hefur hann gefið út þrjár plötur. thordisg@frettabladid.is „Sextán ára unglingur hefur auð- vitað ekki sömu lífsreynslu og fullorðið fólk, en mér finnst samt að sumt af minni reynslu sé nógu áhugavert til að semja um það texta. Ég held líka að það sé sama hvað maður er gamall þegar samið er um tilfinningar; öllum líður ein- hvern veginn og allir hafa áhuga- verðar tilfinningar, þótt sennilega verði einfaldara að setja tilfinn- ingar í orð eftir því sem maður eldist.“ Þetta segir Ásgeir Helgi, tón- listarmaður og nýnemi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum í tónlist (MÍT). „Ég ákvað að fara í MÍT til að kynnast fleira fólki sem hefur áhuga á tónlist og sem ég get mögulega unnið með á tónlistar- sviðinu. Það skaðar heldur ekki að fá að vita meira um það sem ég fæst við í tónlistinni. Ég get vel bjargað mér með tónfræðina en ef ég ætla að koma tónlistarlegum hugmyndum mínum á framfæri er gott að kunna tungumál tónlistar- innar betur.“ Undir áhrifum frá Bítlunum Ásgeir Helgi útskrifaðist úr 10. bekk í Langholtsskóla í vor og er sjálfmenntaður á gítar og píanó. „Ég tók reyndar önn í píanónámi á áttunda árinu en gafst upp. Ég vildi ekki æfa skala dagana langa, þótt ég viti betur í dag að það er örugglega mikilvægara en ég hélt. Ég vildi bara spila af fingrum fram og fá að semja lög, sem hefur alltaf verið mikilvægast hjá mér. Þar hjálpar til að kunna á píanó og þótt ég sé enginn rosalegur píanóleikari kann ég nógu marga hljóma til að finna lögunum mínum farveg við píanóið. Það er nóg fyrir mig,“ segir Ásgeir Helgi. Hann lærði á gítar og píanó með því að herma eftir Bítlalögum. „Ég er alinn upp af miklum tón- listarunnendum. Mamma og pabbi bera ábyrgð á tónlistarsmekknum og spiluðu mikið Bítlana, Simon & Garfunkel og fleiri góða. Ég er því undir miklum áhrifum frá Bítlunum í mínum lagasmíðum og næstum búinn að þreyta sjálfan mig á því. Það er kominn tími til að víkka sjóndeildarhringinn og fyllast innblæstri frá fleirum. Því er ég nú farinn að hlusta á allt frá Radiohead til Weeknd og áhrifin koma víða að,“ segir Ásgeir. Heilinn fer á milljón Þrátt fyrir að vera nýskriðinn úr grunnskóla hefur Ásgeir Helgi þegar gefið út þrjár plötur á streymisveitunni Spotify, en hann segir slíkt ekkert einsdæmi. „Það er kannski ekki skynsam- legasta hugmynd í heimi að gefa út þrjár plötur með svo stuttu millibili, en mér finnst plötuform- atið svo magnað og áhugavert að setja plöturnar saman og finna út úr því hvar hvert lag passar. Í tónlistarheiminum þykir æ minna merkilegt að skapa og gefa út tónlist á unga aldri því aðgengi að tónlistarsköpun og útgáfu er orðið svo auðvelt í gegnum tölvur. Nýjar ungstjörnur í poppheiminum, eins og Billie Eilish og Olivia Rodrigo, komust einmitt í sviðsljósið með því að semja og taka upp tónlist heima hjá sér. Því eru aðrir tímar nú en þegar fólk varð að sanna sig hjá útgefendum til að fá að gefa út eitt lag, hvað þá heila plötu og mér finnst ég heppinn að hafa getað gefið út þrjár plötur á Spotify sem fyrir ekki svo löngu hefði ekki verið eins sjálfsagt.“ Ásgeir segir geta verið pirrandi að lög komi til hans þegar hann á síst von á, en ekki þegar hann setur sig í stellingar til að semja. „Lögin koma oftast til mín þegar ég er að hlusta á tónlist sem ég fíla vel. Þá fer heilinn á milljón og lögin koma áreynslulaust. Ég held að lög sem koma þannig séu oftast betri því þau koma beint frá hjartanu og skila því til hlustenda hvernig manni leið á því andartaki.“ Textagerð Ásgeirs er líka einlæg. „Ég er ekkert sérstaklega stoltur af textunum mínum hingað til, enda var ég mest í að endurorða það sem ég hafði heyrt áður til að byrja með. Síðan fór ég að hugsa meira um að láta textana segja sögu á plötunni og nú hef ég enn nýrri hugmyndir og hlakka til að semja meira. Ég vil að boð- skapurinn, ef einhver, snúist um hluti sem skipta máli, eins og til dæmis loftslagsvána, sem ég samdi um í laginu The Weather Song. Ég hugsa mikið um loftslagsmálin, þau hvíla á unga fólkinu, þeirra er framtíðin og að lifa við þær,“ segir Ásgeir Helgi og bætir við: „Það er góð tónlist ef hún lætur manni líða einhvern veginn. Mér finnst dýrmætast að fólk finni fyrir ein- hverju þegar það hlustar, sama hvað það er, nema kannski að því Mögulega gömul sál í sextán ára líkama Lögin hans Ásgeirs Helga koma til hans úr óvæntum áttum en hann segir bestu lögin oftast þau sem komi þann- ig; þau komi frá hjartanu og grípi líðan hans hverju sinni. Hans vinsælasta lag til þessa er Ready to leave. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK leiðist. Þá hefur maður gert vel og ef ég fæ fólk til að hlusta, þá er ég glaður.“ Gat þá hvorki samið né sungið Ásgeir Helgi segist mögulega vera gömul sál í sextán ára líkama. „Það skrifast á að ég lenti með fjölskyldu sem hlustar mikið á seventís-tónlist og ég er bara mjög glaður með það. Mér finnst áhuga- vert að tónlist er tónlist, sama frá hvaða áratug hún er. Þetta eru eftir allt saman bara hljóð.“ Hans fyrsta minning um áhuga á tónlist er þegar hann var smábarn og vildi hlusta aftur og aftur á sín uppáhaldslög í útvarpinu. „Svo þegar ég fór að hlusta á Simon & Garfunkel, sem eru mitt allra mesta uppáhald, kviknaði hugmynd um að verða tónlistar- maður þegar ég yrði stór. En þá gat ég hvorki samið né sungið og gafst upp. Ég er nefnilega þannig að þegar ég sé eða heyri list sem mér finnst góð og hreyfir við til- finningum mínum, vil ég búa til eitthvað sem er jafngott. Þegar ég var tólf ára gerði ég aftur tilraun til að semja lög og þrettán ára hafði ég samið tuttugu lög á einu ári. Þá varð ekki aftur snúið; þegar ég samdi eitthvað sem mér fannst gott fannst mér þess virði að halda áfram,“ segir Ásgeir Helgi. Framtíðarplönin eru óljós en draumurinn að starfa við tónlist. „Ég verð glaður ef ég finn leið til að lifa af því að búa til tónlist, hvort sem það verður aðalstarf eða áhugamál samhliða afgreiðslu- störfum í Bónus. Plan B er að gera eitthvað venjulegt, eins og til dæmis að vinna í Bónus, því það er auðvitað nóg að lifa þannig.“ Ekki þúsund ára gamall karl Ásgeir Helgi er söngvari í hljóm- sveitinni Hunulu sem hann og vinir hans, Baldur, Örn og Emil, sem gefur út undir nafni Citronus á Spotify, stofnuðu í 7. bekk í Lang- holtsskóla. Þeir gáfu út plötuna Oil Puddles í sumar, sem inniheldur frumsamin lög sem eru blanda af rokki, poppi og djass. Strákarnir kunnu nánast ekkert á hljóðfæri þegar þeir byrjuðu í bandinu en eru nú orðnir mjög góðir, að sögn Ásgeirs. „Ég hef batnað sem söngvari með árunum og er glaður með það. Ég er enn á táningsaldri og röddin ekki enn alveg fullmótuð en hún er nógu góð til að flytja laglínur eins og ég vil að þær hljómi,“ segir Ásgeir kátur. Hans uppáhalds Bítill er Paul McCartney. „Paul er melódískur og veit alltaf hvað vantar í lagið. Hann er hinn fullkomni lagasmiður sem getur búið til gott lag á hverjum degi og ef hann semur slæmt lag bætir hann það upp með besta lagi sem þú hefur heyrt. Simon & Garfunkel standa samt alltaf upp úr. Þar býr nostalgía að baki. Art Garfunkel er með gullfallega rödd og ég held að Simon sé besti lagahöfundur í heimi. Hann getur samið lag sem býr til nýja minningu; og þótt þú hafir ekki heyrt lagið áður er eins og þú hafir samt heyrt það og það býr til sína eigin nostalgíu. Það er fullkomin tónlist.“ Sjálfur leikur Ásgeir Helgi á öll hljóðfæri á sínum plötum, utan tromma í fimm lögum á nýju plöt- unni Bottled Up, og hljómborðs í laginu Would you do the same. „Ég spila á gítar, rafmagnsgítar, bassa og hljómborð á plötunum. Svo hjálpar Magnús Ingi, bróðir minn, mér að hljóðblanda lögin og lætur plöturnar hljóma miklu betur en ég hefði gert það sjálfur. Hann vinnur við að hljóðsetja rapp og samdi meðal annars takt sem rapparinn Ski Mask the Slump Dog notaði og annan sem var not- aður í lagið A lot með 21 Savage, en það hlaut Grammy-verðlaun og var notað í Netflix-þáttunum Ozark. Magnús er minn besti vinur og frá- bær bróðir sem lætur mig hljóma eins og ég sé ekki þúsund ára gamall karl og veitir mér nútíma- legan innblástur,“ segir Ásgeir, hamingjusamur með sitt fólk. „Foreldrar mínir eru þau allra bestu og sýna mér kærleik, stuðn- ing og hvatningu. Ég gæti trúað að þau séu mínir mestu aðdáendur.“ Um helgina ætlar Ásgeir Helgi að slaka á. „Ég er mjög löt manneskja og þegar ég er ekki að gera tónlist eða annað sem ég þarf er ég aðal- lega í rúminu að horfa á eitthvað. Ég er nýfarinn að mæta í ræktina og tek þá með vin til hvatningar. Annars, þegar ég fæ tækifæri til að gera ekki neitt, er mitt uppáhald, fyrir utan að gera tónlist, að tjilla og gera sem minnst.“ Hægt er að hlusta á lög og plötur Ásgeirs Helga á Spotify. n 8 kynningarblað A L LT 3. september 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.