Fréttablaðið - 03.09.2022, Side 80

Fréttablaðið - 03.09.2022, Side 80
Þrátt fyrir að f lest okkar hafi ekki efni á að klæðast hátískufatnaði dagsdaglega höfum við mörg gaman af því að skoða slíkan fatnað og láta okkur dreyma. Með því að skoða stíl stjarnanna, f letta tískublöðum og skrolla á Instagram getum við fengið innblástur og hugmyndir og þannig þróað okkar eigin stíl. birnadrofn@frettabladid.is Harry Styles, Díana prinsessa, Grace Jones, Rihanna og André Leon Talley eiga það sameiginlegt að vera það sem við köllum tísku- fyrirmyndir. Þau hafa öll sinn sérstaka stíl, eru óhrædd við að klæðast hverju sem er og sjálfstraust er einkennandi fyrir þau öll. n Lafði Diana Spencer, betur þekkt sem Díana prins- essa, var aðeins 36 ára gömul þegar hún lést en er þrátt fyrir stutta ævi sína af mörgum talin eitt mesta tískuíkon sögunnar. Díana var þekkt fyrir tímalausan og klassískan klæðnað en prinsessan er ein mest myndaða kona heims. Þá var hún þekkt fyrir að tjá sig í gegnum fatastíl sinn sem var litríkur og glaðlegur og að sögn margra tískusérfræðinga afhjúpaði fatastíll hennar hlýlegan og sjarmerandi persónuleika hennar. Goðsögnin og brautryðjandinn André Leon Talley lést í janúar á þessu ári, 73 ára gamall. Talley þykir ólíkur öllum öðrum þegar kemur að klæðaburði, tískuvitund og stíl. Hann á sér marga aðdáendur og er einkenni hans stórir víðir kjólar, jakkar og úlpur. Talley er sérfræðingur þegar kemur að tísku og starfaði hann meðal annars sem listrænn stjórnandi bandaríska Vogue og var hann lengi hægri hönd Önnu Wintour, ritstjóra tímaritsins. Hann er sagður hafa rutt brautina fyrir svartar fyrirsætur í tískubrans- anum og aukið fjölbreytileika innan bransans. Tónlistarkonan Rihanna frá Barbados er af mörgum í tískuheiminum kölluð kamelljónið. Þar er vísað til þess að hún er afar fjölbreytt þegar kemur að fatavali, breytir oft um háralit og er gjörn á að koma fólki á óvart. Rihanna er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku og er sögð geta borið hvaða föt sem er. Hún er mikill áhrifavaldur, svo mikill að á tímabili var hún með skærrautt hár og í kjölfarið fór að bera á ungu fólki um heim allan sem skartaði slíkum háralit. Rihanna elskar stórar gallabuxur, strigaskó og há stígvél á sama tíma og hún ber galakjóla og kvenlegar flíkur afar vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Fáðu innblástur frá stjörnunum Fyrirsætan, leik- og söngkonan Grace Jones fæddist árið 1948 á Jamaíka. Hún hefur í gegnum tíðina verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðum sem vilja með hönnun sinni sýna óttaleysi og kynþokka og hefur hún verið þeim mörgum innblástur. Grace Jones klæðist því sem hana langar og ber fötin vel, þá er hún þekkt fyrir sjálfsöryggið sem af henni skín. Á áttunda og níunda áratugnum var Grace Jones kölluð drottning diskósins og var hún aðalpían í Studio 54 í New York. Söngvarinn Harry Styles var afar ungur þegar hann varð heimsfrægur með hljómsveitinni One Direction. Harry er þekkur fyrir djarfan fata- stíl og undanfarið hefur hann vakið athygli fyrir að brjóta kynjaviðmið þegar kemur að fatavali. Hann er ekki hræddur við að stíga út fyrir ramma tvíhyggjunnar, klæðist kjólum, pilsum, korselettum og notar naglalakk jafnoft og hann klæðist hefðbundnum jakkafötum, galla- buxum og skyrtum. Harry Styles slær í gegn hvar sem hann kemur og hefur mikil áhrif á klæðaburð og tískuvitund ungs fólks. 40 Helgin 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.