Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2022, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 03.09.2022, Qupperneq 94
MYNDLIST Svipir Guðrún Steingrímsdóttir Gallerí Göng, Háteigskirkju Aðalsteinn Ingólfsson Ég þykist vita að andlitsmyndir séu ekki ofarlega á vinsældalista þeirra sem umgangast myndlist að stað­ aldri. En í hvert sinn sem ég stend andspænis vandaðri „handgerðri“ andlitsmynd,segjum eftir Kjarval eða erlendan listjöfur á borð við Lucian Freud, mæta mér fleiri ráð­ gátur, álitamál og spurningar en mér tekst að greiða úr með góðu móti. Sjálfsagt er ég ekki einn um þetta. Raunar eru sumar andlits­ myndir svo áleitnar í óútskýran­ leika sínum, að ekki virðist nokkur vegur að komast inn fyrir það sem kalla mætti „hjúp“ þeirra. Þetta á t.d. við um andlitsmyndir Rembrandts, svo eitt dæmi sé tekið. Fyrsta ráðgátan er auðvitað hvers vegna „handgerðar“ andlitsmyndir á borð við þær sem hér eru tilteknar hreyfa við okkur, meðan ljósmyndir af sömu andlitum gera það síður – eða ekki. Eru ekki hvort tveggja af þekkjanlegu fólki? En meðan ljósmyndin birtist okkur fyrir til­ stilli háþróaðrar sjóntækninnar, kannski með tiltölulega litlu inn­ gripi augna og handa, þá er býsna margt af því sem skeður í máluðu andlitsmyndinni afleiðing af flóknu huglægu samspili, þar sem koma við sögu næmleiki og leikni þess sem heldur um pensil eða blýant. And­ litsmyndin er því að stórum hluta lýsing á höfundi hennar. Hvar er sannleikurinn? Við getum kannski sæst á að and­ litsmyndin fjalli fyrst og fremst um samspilið milli fyrirsætu og listamanns, og sé þá samantekt á því sem sú fyrrnefnda gefur af sér, meðvitað og ómeðvitað, og því sem sá fyrrnefndi verður áskynja um hana á þessu ferli. Er niðurstaðan ásættanleg mynd af manneskju, eða einfaldlega mynd af því sem hún kýs að segja okkur um sjálfa sig? Hvar er þá „sannleikann“ um fyrirsætuna að finna? Kannski ættum við ekki að hafa áhyggjur af sannleikanum. Ef ítrekuð stefnumót fyrirsætu og listamanns heppnast vel, ekki síst ef þau eiga sér stað við aðstæður sem hugnast báðum, verður til nýtt fyrirbæri: listaverk, sem lifir með okkur eða deyr, allt eftir listrænum áhrifamætti sínum. Van Gogh taldi að slíkur áhrifamáttur yrði einungis til fyrir „ástríðufulla innlifun“ lista­ mannsins við gerð verksins. Við þetta má svo bæta að Lucian Freud sagði að andlitsmynd þurfi ekki að líkjast fyrirmynd til að vera „sönn“. Tilefni þessara brotakenndu hug­ leiðinga er lítil og næstum „leynileg“ sýning á andlitsmyndum eftir lista­ konu í Gallerí Göng, sýningarað­ stöðu í safnaðarheimili Háteigs­ kirkju. Listakonan heitir Guðrún Steingrímsdóttir og um hana veit ég næsta lítið. En það úrval olíu­ málverka af andlitum sem hún hefur komið þar fyrir einkennist af hrifmikilli ungæðislegri ástríðu og löngun til að komast til botns í því sem hold, hár, augu og munnur manneskjunnar bæði segja okkur – og dylja – um mannlega tilvist. Nýr veruleiki Ég er ekkert viss um að listakonan sé á höttum eftir einhverjum stór­ sannleik um það fólk sem hún fæst við að mála, a.m.k. ekki enn þá, heldur er henni mest í mun að skapa „ágeng“ andlit, með allt að því óþægilega nánd. Þar er gróf áferðin henni notadrjúg, tekur jafnvel völd­ in í einstaka mynd, en þegar best lætur gefur þessi aferð til kynna varnarleysi holdsins, tilhneigingu þess til að rýrna og hrörna. Það er hins vegar í mýkri and­ litsmyndum sínum sem lista­ konan sýnir af sér eftirminnilegri takta. Þar er ekki einungis vikið að mannlegri nánd, heldur er gefið til kynna að hún sé hluti af stærri – og dularfyllri – veruleika. Í þá átt ætti listakonan að halda. Þarna á ég við litla „hálfkaraða“ stúlkumynd, og stærstu mynd sýningarinnar, af opinmynntum karlmanni í and­ nauð. Alltént meldar sig hér listmál­ ari með meira en venjulegt erindi á íslenskan sjónmenntavettvang. n NIÐURSTAÐA: Eftirtektarverð sýn á mannsandlitið á viðsjár- verðum tímum. tsh@frettabladid.is Prjónalistamaðurinn Ýr Jóhanns­ dóttir, sem vinnur undir listamanns­ nafninu Ýrúrarí, kemur fram á prjónahátíðinni Pakhusstrik á Nord­ atlantens Brygge í Kaupmannahöfn sunnudaginn 11. september. Ýr sérhæfir sig í að endurnýja gamlar peysur og búa til nýstárleg listaverk úr þeim. Ýmsir heimsþekkt­ ir einstaklingar hafa klæðst peysum eftir Ýri, þar á meðal grínistinn Noel Fielding, söngkonan Erykah Badu og Wayne Coyne, söngvari The Flaming Lips. „Hún sýnir bæði húmor og glað­ værð í vinnu sinni þegar hún umbreytir gömlum virðulegum peysum, helst í yfirstærð, í pylsu­ étandi fólk, margtyngdar verur með þang á milli tannanna eða sér þeim fyrir löngum brjóstum í mismun­ andi húðlitum. Þá er eins og hún leiki við innra barn gömlu peysunnar og veiti því hellings athygli og ást,“ segir í tilkynningu frá Nordatlant­ ens Brygge. Verk eftir Ýri má finna á The National Museum of Scotland, Textiel Museum í Hollandi og Coo­ per Hewitt Smithsonian Design Museum í New York. Sunnudaginn 11. september kl. 13 mun Ýr halda fyrirlestur og tveggja tíma námskeið á árlegu prjónahátíð­ inni Pakhusstrik á Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Í fyrir­ lestrinum Breaking the Pattern mun hún gefa innsýn í vinnuferli sitt, tala um innblástur og fyrri verkefni sín sem prjónalistamaður og hönnuður. Á námskeiðinu frá klukkan 14­16 gefst fólki tækifæri til að nota nála­ þæfingartæknina til að gefa gamalli peysu eða húfu nýtt útlit. n Alltént meldar sig hér listmálari með meira en venjulegt erindi á íslenskan sjónmennta- vettvang. Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan Nánar á fjallkona.is BRJÁLÆÐISLEGA GÓÐUR BRUNCH LAUGARDAGA & SUNNUDAGA 11.30-14.30 Sex geggjaðar tegundir af Eggs Benedict, brunch-turn, avókadó toast og allskonar gotterí Hold, hár og munnur Svipir í Gallerí Göngum er fyrsta einkasýning listakonunnar Guðrúnar Steingrímsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ýrúrarí á danskri prjónahátíð Ýrúrarí sérhæfir sig í að endurnýja gamlar peysur og búa til nýstárleg listaverk úr þeim. MYND/NORDATLANTENS BRYGGE 54 Menning 3. september 2022 FRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.